Erlent

Tíu milljón ára gamlar tennur

Hugsanlegur ættingi Chororapithecus abyssinicus.
Hugsanlegur ættingi Chororapithecus abyssinicus.

Níu steingerðar tennur sem fundist hafa í Eþíópíu virðast vera úr áður óþekktri tegund risaapa. Steingervingarnir eru um 10 milljón ára gamlir og hefur skepnan verið nefnd Chororapithecus abyssinicus.

Þessi nýja tegund gæti verið beinn forfaðir núlifandi Afríska risaapans, segja rannsakendur. Fornleifauppgötvunin sem er í austur Eþíópíu vekur upp nýjar spurningar um þróun mankyns.

Rannsakendur telja líklegt að apinn hafi verið af górillu ætt.

Það er fréttavefur BBC sem greinir frá þessu í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×