Kristinn Jakobsson mun dæma viðureign Spartak Moskvu og Bayer Leverkusen á Luzhniki-leikvanginum eftir tvær vikur.
Þetta kom fram hjá Gylfa Orrasyni í Meistaradeildarþættinum á Sýn í kvöld. Kristinn dæmdi leik Rennes og Lokomotiv Sófíu í sömu keppni í Frakklandi fyrr í mánuðinum.
Sigurður Óli Þorleifsson og Ólafur Ingvar Guðfinsson verða aðstoðarmenn Kristins í Mosxku en fjórði dómari verður Egill Már Markússon.
Leikur Spartak og Leverkusen er í E-riðli keppninnar en riðlakeppnin hefst á morgun. Þá mætir Spartak liði Toulouse í Frakklandi en Leverkusen fer í heimsókn til Züric í Sviss.