Áhyggur af framhaldinu á Srí Lanka Guðjón Helgason skrifar 2. nóvember 2007 19:00 Blikur eru á lofti á Srí Lanka eftir að helsti samningamaður skæruliða Tamíltígra féll ásamt fimm öðrum háttsettum mönnum í loftárás stjórnarhersins í morgun. Nokkrir helstu leiðtogar tígranna voru saman komnir til fundar mitt á yfirráðasvæði þeirra í Vanni þegar stjórnarherinn lét sprengjum rigna yfir þá. Talið er að mennirnir hafi verið á fundi í höfuðstöðvum samninganefndar tígranna - húsnæði sem Norðmenn byggðu fyrir þá - en Norðmen og Íslendingar hafa eftirlit með því vopnahlé sem hefur verið í gildi í landinu frá 2002. Tamílar hafa barist fyrir sjálfstæði frá 1983 og rúmlega sjötíu þúsund manns fallið í átökum síðan þá. Meðal þeirra sem týndi lífi í árásinni í morgun var S. P. Tamilselvan, næstrándi hjá tígrunum - leiðtogi stjórnmálaarms þeirra og sá sem talar fyrir þá opinberlega. Þorfinnur Ómarsson, sérfræðingur hjá norræna vopnahléseftirlitinu á Srí Lanka, bendir einnig á að Tamilselvan hafi verið æðsti fulltrúi Tamíltígra í friðarviðræðum við fulltrúa stjórnvalda í Genf í Sviss í febrúar í gær. Hann hafi verið pólitískur leiðtogi Tamíltígranna. Liðsmenn fréttaskýringaþáttarins Kompás tóku viðtal við Tamilselva á Srí Lanka í fyrra. Þar ræddi hann vopnahléð sem hefur verið í gildi í landinu þrátt fyrir blóðug átök sem hafa kostað mörg mannslíf síðustu misserin. Tamilselvan sagði í viðtalinu að vopnaeftirlitssveitir hefðu sinnt skyldu sinni framúrskarandi vel en það væri erfitt fyrir þær að starfa sem skyldi nema báðir deiluaðilar ynnu með þeim. Hann taldi almenning ekki hafa notið góðs af vopnahléinu því annar aðilinn hafi ekki veitt vopnaeftirlitssveitum nægilega aðstoð. Tamíltígrarnir hafi alltaf verið samstarfsfúsir og kunnað að meta friðarstarf vopnaeftirlitssveita. Í yfirlýsingu frá norræna vopnahléseftirlitnu er dauði Tamilselvans og hinna fimm sem týndu lífi harmaður. Fulltrúar eftirlitsins lýsa yfir áhyggjum af þróun mála. Dauði Tamilselvans geti aðeins orðið til að átök stigmagnist. Erlent Fréttir Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Blikur eru á lofti á Srí Lanka eftir að helsti samningamaður skæruliða Tamíltígra féll ásamt fimm öðrum háttsettum mönnum í loftárás stjórnarhersins í morgun. Nokkrir helstu leiðtogar tígranna voru saman komnir til fundar mitt á yfirráðasvæði þeirra í Vanni þegar stjórnarherinn lét sprengjum rigna yfir þá. Talið er að mennirnir hafi verið á fundi í höfuðstöðvum samninganefndar tígranna - húsnæði sem Norðmenn byggðu fyrir þá - en Norðmen og Íslendingar hafa eftirlit með því vopnahlé sem hefur verið í gildi í landinu frá 2002. Tamílar hafa barist fyrir sjálfstæði frá 1983 og rúmlega sjötíu þúsund manns fallið í átökum síðan þá. Meðal þeirra sem týndi lífi í árásinni í morgun var S. P. Tamilselvan, næstrándi hjá tígrunum - leiðtogi stjórnmálaarms þeirra og sá sem talar fyrir þá opinberlega. Þorfinnur Ómarsson, sérfræðingur hjá norræna vopnahléseftirlitinu á Srí Lanka, bendir einnig á að Tamilselvan hafi verið æðsti fulltrúi Tamíltígra í friðarviðræðum við fulltrúa stjórnvalda í Genf í Sviss í febrúar í gær. Hann hafi verið pólitískur leiðtogi Tamíltígranna. Liðsmenn fréttaskýringaþáttarins Kompás tóku viðtal við Tamilselva á Srí Lanka í fyrra. Þar ræddi hann vopnahléð sem hefur verið í gildi í landinu þrátt fyrir blóðug átök sem hafa kostað mörg mannslíf síðustu misserin. Tamilselvan sagði í viðtalinu að vopnaeftirlitssveitir hefðu sinnt skyldu sinni framúrskarandi vel en það væri erfitt fyrir þær að starfa sem skyldi nema báðir deiluaðilar ynnu með þeim. Hann taldi almenning ekki hafa notið góðs af vopnahléinu því annar aðilinn hafi ekki veitt vopnaeftirlitssveitum nægilega aðstoð. Tamíltígrarnir hafi alltaf verið samstarfsfúsir og kunnað að meta friðarstarf vopnaeftirlitssveita. Í yfirlýsingu frá norræna vopnahléseftirlitnu er dauði Tamilselvans og hinna fimm sem týndu lífi harmaður. Fulltrúar eftirlitsins lýsa yfir áhyggjum af þróun mála. Dauði Tamilselvans geti aðeins orðið til að átök stigmagnist.
Erlent Fréttir Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira