Brown baðst afsökunar Guðjón Helgason skrifar 21. nóvember 2007 17:45 Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, segir landa sína ekkert þurfa að óttast þó diskar frá skattinum með persónuupplýsingar um hálfa þjóðina hafi horfið fyrir þremur vikum. Hann baðst afsökunar á atvikinu og þeim áhyggjum sem það hefði valdið hjá tuttugu og fimm milljón Bretum. Ekki er vitað hvort diskarnir tveir komust í hendur skúrka sem ætli að nota upplýsingarnar til að hafa af fólki fé. Sendill fór með þá í póst. Sendingin var ekki skráð og því illmögulegt að vita hvar hún hvarf í kerfinu eða hvort hún hafi yfir höfuð póstlögð. Skattstjórinn í Bretlandi hefur sagt af sér og verulega hitnað undir Alistair Darling, fjármálaráðherra. Hann og Gordon Brown, forsætisráðherra vissu af hvarfi diskanna tíunda þessa mánaðar en greindu ekki frá því. Stjórnmálaskýrendur telja að málið geti reynst forsætisráðherra erfitt - hann hafi jú verið fjármálaráðherra þar til í sumar. Í breska þinginu í dag baðst forsætisráðherra afsökunar á þeim óþægindum og áhyggjum sem þetta hefði valdið milljónum fjölskyldna sem fá barnabætur. David Cameron, leiðtogi breska Íhaldsflokksins, benti á að forsætisráðherra hefði verið fjármálaráðherra í áratug og skattayfirvöld þá heyrt undir hann. Hann spurði forsætisráðherra hvort honum væri brugðið. Brown svaraði því til að allir þeir sem fengju barnabætur ættu að vita allt yrði gert nú til að lagfæra starfshætti skattsins breska. Ekki yrði numið staðar þar heldur það sama gert hjá öllum öðrum opinberum stofnunum og embættum. Skúli Eggert Þórðarson, ríkisskattstjóri, sagði í samtali við fréttastofa að vinnuaðferðir eins og þær sem nú hefði orðið uppvíst um í Bretlandi þekktust ekki hér á landi. Þess fyrir utan væri reglulega farið yfir öryggismál og vinnuferla og starfhópur að störfum. Þær upplýsingar fengust hjá Persónuvernd að enn hefði ekki verið gerð úttekt á öryggi skattstofunnar hér á landi en að það væri á dagskrá. Erlent Fréttir Mest lesið Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Handtóku einn til viðbótar Innlent Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Erlent Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Innlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Rafmagnið sló út víða um land Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Innlent Fleiri fréttir Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Síðasti flugmaðurinn úr orrustunni um Bretland er látinn Söguleg árás dróna og róbóta Þora ekki að snúa heim til Ítalíu með barn fætt af staðgöngumóður Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Dauða fiska og froðu rak á land í Ástralíu Lýsa yfir neyðarástandi vegna ofbeldisöldu í höfuðborg Perú Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Sjá meira
Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, segir landa sína ekkert þurfa að óttast þó diskar frá skattinum með persónuupplýsingar um hálfa þjóðina hafi horfið fyrir þremur vikum. Hann baðst afsökunar á atvikinu og þeim áhyggjum sem það hefði valdið hjá tuttugu og fimm milljón Bretum. Ekki er vitað hvort diskarnir tveir komust í hendur skúrka sem ætli að nota upplýsingarnar til að hafa af fólki fé. Sendill fór með þá í póst. Sendingin var ekki skráð og því illmögulegt að vita hvar hún hvarf í kerfinu eða hvort hún hafi yfir höfuð póstlögð. Skattstjórinn í Bretlandi hefur sagt af sér og verulega hitnað undir Alistair Darling, fjármálaráðherra. Hann og Gordon Brown, forsætisráðherra vissu af hvarfi diskanna tíunda þessa mánaðar en greindu ekki frá því. Stjórnmálaskýrendur telja að málið geti reynst forsætisráðherra erfitt - hann hafi jú verið fjármálaráðherra þar til í sumar. Í breska þinginu í dag baðst forsætisráðherra afsökunar á þeim óþægindum og áhyggjum sem þetta hefði valdið milljónum fjölskyldna sem fá barnabætur. David Cameron, leiðtogi breska Íhaldsflokksins, benti á að forsætisráðherra hefði verið fjármálaráðherra í áratug og skattayfirvöld þá heyrt undir hann. Hann spurði forsætisráðherra hvort honum væri brugðið. Brown svaraði því til að allir þeir sem fengju barnabætur ættu að vita allt yrði gert nú til að lagfæra starfshætti skattsins breska. Ekki yrði numið staðar þar heldur það sama gert hjá öllum öðrum opinberum stofnunum og embættum. Skúli Eggert Þórðarson, ríkisskattstjóri, sagði í samtali við fréttastofa að vinnuaðferðir eins og þær sem nú hefði orðið uppvíst um í Bretlandi þekktust ekki hér á landi. Þess fyrir utan væri reglulega farið yfir öryggismál og vinnuferla og starfhópur að störfum. Þær upplýsingar fengust hjá Persónuvernd að enn hefði ekki verið gerð úttekt á öryggi skattstofunnar hér á landi en að það væri á dagskrá.
Erlent Fréttir Mest lesið Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Handtóku einn til viðbótar Innlent Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Erlent Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Innlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Rafmagnið sló út víða um land Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Innlent Fleiri fréttir Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Síðasti flugmaðurinn úr orrustunni um Bretland er látinn Söguleg árás dróna og róbóta Þora ekki að snúa heim til Ítalíu með barn fætt af staðgöngumóður Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Dauða fiska og froðu rak á land í Ástralíu Lýsa yfir neyðarástandi vegna ofbeldisöldu í höfuðborg Perú Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Sjá meira