Guðjón: Fótbolti - ekki kokteilboð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. nóvember 2007 23:27 Guðjón Þórðarson, fyrrum landsliðsþjálfari. Mynd/Vilhelm Guðjón Þórðarson gagnrýndi KSÍ harkalega í umræðuþætti um íslenska landsliðið á Sýn í kvöld. Ísland tapaði í kvöld fyrir Danmörku, 3-0, í undankeppni EM 2008. Eftir leikinn hafði Hörður Magnússon íþróttafréttamaður Sýnar umsjón með umræðuþætti um stöðu íslenska landsliðsins og fékk til sín til að mynda Geir Þorsteinsson, formann KSÍ, Guðjón Þórðarson og Willum Þór Þórsson. Guðjón gagnrýndi KSÍ, aðallega fyrir vinnubrögð og forgangsröðun forráðamanna sambandsins. „Þetta er svolítið sérstakt ferli,“ sagði Guðjón um ráðningu Ólafs Jóhannessonar, landsliðsþjálfara Íslands. Ólafur var ráðinn daginn eftir að það var tilkynnt að Eyjólfur Sverrisson myndi ekki halda áfram sem landsliðsþjálfari. „Þegar þessi staða kemur upp er eðlilegt að ræða við hóp manna,“ sagði Guðjón. „Þeir [forráðamenn KSÍ] hljóta að þurfa að setjast niður og gera sér grein fyrir sínum markmiðum.“ Guðjón tók þó fram, eins og aðrir, að ekki væri að gagnrýna Ólaf í þessari umræðu. „Ólafur hefur fullt af kostum sem koma til með að nýtast honum vel í þessu starfi. En í sjálfu sér kemur ekki á óvart hvernig vinnubrögð KSÍ eru í þessu máli eins og svo mörgu öðru. Það er margt sem KSÍ þarf að skoða varðandi sín vinnubrögð.“ Guðjón segir að forgangsröðun KSÍ þurfi að vera skýr og þar þurfi knattspyrnan að vera í efsta sæti. „Það mega ekki vera kokteilboð og að skála í kampavíni út og suður sem ræður því hvernig undirbúningi landsliðsins er háttað. Undirbúningurinn hlýtur að vera helsta vandamál landsliðsins og hvernig er hlúð að landsliðsmönnunum. Það þarf að hlúa að þeim til að búa til þann baráttuanda sem til þarf svo að liðið geti náð hagstæðum úrslitum. Við erum hér vegna fótboltans en ekki öfugt.“ Íslenski boltinn Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Sjá meira
Guðjón Þórðarson gagnrýndi KSÍ harkalega í umræðuþætti um íslenska landsliðið á Sýn í kvöld. Ísland tapaði í kvöld fyrir Danmörku, 3-0, í undankeppni EM 2008. Eftir leikinn hafði Hörður Magnússon íþróttafréttamaður Sýnar umsjón með umræðuþætti um stöðu íslenska landsliðsins og fékk til sín til að mynda Geir Þorsteinsson, formann KSÍ, Guðjón Þórðarson og Willum Þór Þórsson. Guðjón gagnrýndi KSÍ, aðallega fyrir vinnubrögð og forgangsröðun forráðamanna sambandsins. „Þetta er svolítið sérstakt ferli,“ sagði Guðjón um ráðningu Ólafs Jóhannessonar, landsliðsþjálfara Íslands. Ólafur var ráðinn daginn eftir að það var tilkynnt að Eyjólfur Sverrisson myndi ekki halda áfram sem landsliðsþjálfari. „Þegar þessi staða kemur upp er eðlilegt að ræða við hóp manna,“ sagði Guðjón. „Þeir [forráðamenn KSÍ] hljóta að þurfa að setjast niður og gera sér grein fyrir sínum markmiðum.“ Guðjón tók þó fram, eins og aðrir, að ekki væri að gagnrýna Ólaf í þessari umræðu. „Ólafur hefur fullt af kostum sem koma til með að nýtast honum vel í þessu starfi. En í sjálfu sér kemur ekki á óvart hvernig vinnubrögð KSÍ eru í þessu máli eins og svo mörgu öðru. Það er margt sem KSÍ þarf að skoða varðandi sín vinnubrögð.“ Guðjón segir að forgangsröðun KSÍ þurfi að vera skýr og þar þurfi knattspyrnan að vera í efsta sæti. „Það mega ekki vera kokteilboð og að skála í kampavíni út og suður sem ræður því hvernig undirbúningi landsliðsins er háttað. Undirbúningurinn hlýtur að vera helsta vandamál landsliðsins og hvernig er hlúð að landsliðsmönnunum. Það þarf að hlúa að þeim til að búa til þann baráttuanda sem til þarf svo að liðið geti náð hagstæðum úrslitum. Við erum hér vegna fótboltans en ekki öfugt.“
Íslenski boltinn Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Sjá meira