Óttast að borgarastyrjöld brjótist út Guðjón Helgason skrifar 23. nóvember 2007 18:45 Líbanska þinginu tókst ekki að velja forseta í dag. MYND/AP Óttast er að borgarastyrjöld brjótist aftur út í Líbanon. Andstæðum fylkingum á þingi tókst ekki að velja forseta í dag og landið því forsetalaust frá miðnætti. Her landsins er í viðbragðsstöðu. Bandamenn Sýrlendinga á þingi og þingmenn andsnúnir afskiptum ráðamanna í Damaskus af innanríkismálum Líbanons hafa tekist á um forsetaembættið síðustu misserin. Ríkisstjórn Fuads Saniora, forsætisráðherra, - sem nýtur stuðnings vesturveldanna - boðaði til atkvæðagreiðslunnar í dag en stjórnarandstöðuþingmenn - hliðhollir Sýrlendingum mættu ekki. Þar með voru ekki nógu margir á fundi þannig að hægt væri að kjósa forseta. Þingforseti frestaði kjörinu um eina viku. Kjörtímabil núverandi forseta, Emils Lahouds, bandamanns Sýrlendinga, rennur út á miðnætti í nótt og því vakna Líbanar í fyrramálið forsetalausir. Á meðan fara stjórnvöld með forsetavaldið. Það vill Lahoud alls ekki og hefur heitið því að skipa herforingjann Michel Suleiman í embættið tímabundið. Talið er nær útilokað að samkomulga takist um nýjan forseta. Þess fyrir utan þarf aukinn meirihluta atkvæða til að tryggja kjör í embættið og hvorug fylkingin hefur það mikinn stuðning. Óttast margir að upp úr sjóði . Talin er hætta á að sitt hvor ríkisstjórnin verði skipuð líkt og var þegar borgarastyrjöld geisaði í landinu á árunum 1975 til 1990. Þær fylkingar berist síðan á banaspjótum. Stjórnmálaskýrendur segja mikla spennu í loftinu. Herlið sé mjög sýnilegt. Varðstöðvum hafi veri komið upp víða í Beirút, byssuleyfi ekki veitt um óákveðinn tíma og skólum lokað í dag. Erlent Fréttir Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Fleiri fréttir Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Sjá meira
Óttast er að borgarastyrjöld brjótist aftur út í Líbanon. Andstæðum fylkingum á þingi tókst ekki að velja forseta í dag og landið því forsetalaust frá miðnætti. Her landsins er í viðbragðsstöðu. Bandamenn Sýrlendinga á þingi og þingmenn andsnúnir afskiptum ráðamanna í Damaskus af innanríkismálum Líbanons hafa tekist á um forsetaembættið síðustu misserin. Ríkisstjórn Fuads Saniora, forsætisráðherra, - sem nýtur stuðnings vesturveldanna - boðaði til atkvæðagreiðslunnar í dag en stjórnarandstöðuþingmenn - hliðhollir Sýrlendingum mættu ekki. Þar með voru ekki nógu margir á fundi þannig að hægt væri að kjósa forseta. Þingforseti frestaði kjörinu um eina viku. Kjörtímabil núverandi forseta, Emils Lahouds, bandamanns Sýrlendinga, rennur út á miðnætti í nótt og því vakna Líbanar í fyrramálið forsetalausir. Á meðan fara stjórnvöld með forsetavaldið. Það vill Lahoud alls ekki og hefur heitið því að skipa herforingjann Michel Suleiman í embættið tímabundið. Talið er nær útilokað að samkomulga takist um nýjan forseta. Þess fyrir utan þarf aukinn meirihluta atkvæða til að tryggja kjör í embættið og hvorug fylkingin hefur það mikinn stuðning. Óttast margir að upp úr sjóði . Talin er hætta á að sitt hvor ríkisstjórnin verði skipuð líkt og var þegar borgarastyrjöld geisaði í landinu á árunum 1975 til 1990. Þær fylkingar berist síðan á banaspjótum. Stjórnmálaskýrendur segja mikla spennu í loftinu. Herlið sé mjög sýnilegt. Varðstöðvum hafi veri komið upp víða í Beirút, byssuleyfi ekki veitt um óákveðinn tíma og skólum lokað í dag.
Erlent Fréttir Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Fleiri fréttir Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Sjá meira