Ásthildur Helgadóttir leggur skóna á hilluna 3. desember 2007 16:05 Ásthildur Helgadóttir er ein besta knattspyrnukona Íslands fyrr og síðar MYND/Pjetur Ásthildur Helgadóttir, ein besta knattspyrnukona Íslendingar hafa átt, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Ásthildur hefur átt við þrálát meiðsli að stríða og ákvað að taka ekki tilboði sænska félagsins Malmö um að framlengja samning sinn þar ytra. Að baki liggur farsæll ferill með félagsliðum hér heima og erlendis, sem og íslenska landsliðinu. Hún staðfesti þessi tíðindi í samtali við Vísi í dag. "Ég reif liðþófa í maí en hélt áfram að spila af því gekk svo vel og harkaði af mér í gegn um leikina með landsliðinu. Eftir það fór ég í speglun og hef eiginlega ekkert lagast síðan. Sú ákvörðun var svo tekin í samráði við lækna að skynsamlegast væri að hætta," sagði Ásthildur, sem er 31 árs gömul. Hættir sátt Hún segist sátt við þá ákvörðun því hún geti ekki kvartað yfir því sem hún hafi áorkað á ferlinum. "Ég er nú að vonast til þess að geta aðeins leikið mér í fótbolta í framtíðinni, farið á skíði og í golf og svona. Ég er með þessu að útiloka að ég spili hérna heima næsta sumar eða í framtíðinni." "Þeir hjá Malmö vildu semja við mig áfram þó hnéð á mér væri svona og ég hefði geta stillt eitthvað af hvað ég hefði æft og spilað mikið, en ég vil vera í þessu 100% ef ég á að vera það á annað borð. Ég held að sé betra að hætta alveg en að vera kannski að æfa minna og spila minna. Ég er mjög sátt við ferilinn minn og sé ekki ástæðu til að vera rembast meira við þetta úr því að hnéð er svona," sagði Ásthildur. Hún er þó ekki búin að segja skilið við fótboltann. "Auðvitað verð ég á einhvern hátt í þessu áfram þó ég sé ekki að spila. Það kemur örugglega til greina að fara út í þjálfun eða eitthvað í framtíðinni því við sem erum búin að vera í þessu svona lengi verðum auðvitað að miðla okkar reynslu áfram," sagði Ásthildur. Hún mun starfa sem útsendari Malmö hér á Íslandi á næstunni og hafa auga með efnilegum leikmönnum fyrir hönd sænska félagsins. Glæsilegur ferill að baki Ásthildur lítur sátt yfir farinn veg í boltanum. "Ég hef verið ótrúlega heppin með þjálfara og meðspilara á mínum ferli og hann er orðinn svo langur að maður man þetta ekki alveg allt," sagði hún hlæjandi. "Það var mér mjög minnistætt þegar ég byrjaði með landsliðinu árið 1994 og skoraði fjögur mörk á móti Grikkjum. Það var mjög gaman að koma inn í landsliðið þá. Svo var ég valin í úrvalsliðið í háskólaboltanum í Bandaríkjunum í mjög sterkri deild og það er búið að vera rosalega gaman að spila í Svíþjóð. Það er búinn að vera mikill heiður að fá að vera fyrirliði landsliðsins allan þennan tíma. Hérna heima var kannski fyrsti meistaratitillinn með KR mjög eftirminnilegur af því hann markaði upphafið á góðu tímabili í sögu félagsins," sagði Ásthildur. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Topplið Juventus missteig sig Fótbolti Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Enski boltinn „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Sjá meira
Ásthildur Helgadóttir, ein besta knattspyrnukona Íslendingar hafa átt, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Ásthildur hefur átt við þrálát meiðsli að stríða og ákvað að taka ekki tilboði sænska félagsins Malmö um að framlengja samning sinn þar ytra. Að baki liggur farsæll ferill með félagsliðum hér heima og erlendis, sem og íslenska landsliðinu. Hún staðfesti þessi tíðindi í samtali við Vísi í dag. "Ég reif liðþófa í maí en hélt áfram að spila af því gekk svo vel og harkaði af mér í gegn um leikina með landsliðinu. Eftir það fór ég í speglun og hef eiginlega ekkert lagast síðan. Sú ákvörðun var svo tekin í samráði við lækna að skynsamlegast væri að hætta," sagði Ásthildur, sem er 31 árs gömul. Hættir sátt Hún segist sátt við þá ákvörðun því hún geti ekki kvartað yfir því sem hún hafi áorkað á ferlinum. "Ég er nú að vonast til þess að geta aðeins leikið mér í fótbolta í framtíðinni, farið á skíði og í golf og svona. Ég er með þessu að útiloka að ég spili hérna heima næsta sumar eða í framtíðinni." "Þeir hjá Malmö vildu semja við mig áfram þó hnéð á mér væri svona og ég hefði geta stillt eitthvað af hvað ég hefði æft og spilað mikið, en ég vil vera í þessu 100% ef ég á að vera það á annað borð. Ég held að sé betra að hætta alveg en að vera kannski að æfa minna og spila minna. Ég er mjög sátt við ferilinn minn og sé ekki ástæðu til að vera rembast meira við þetta úr því að hnéð er svona," sagði Ásthildur. Hún er þó ekki búin að segja skilið við fótboltann. "Auðvitað verð ég á einhvern hátt í þessu áfram þó ég sé ekki að spila. Það kemur örugglega til greina að fara út í þjálfun eða eitthvað í framtíðinni því við sem erum búin að vera í þessu svona lengi verðum auðvitað að miðla okkar reynslu áfram," sagði Ásthildur. Hún mun starfa sem útsendari Malmö hér á Íslandi á næstunni og hafa auga með efnilegum leikmönnum fyrir hönd sænska félagsins. Glæsilegur ferill að baki Ásthildur lítur sátt yfir farinn veg í boltanum. "Ég hef verið ótrúlega heppin með þjálfara og meðspilara á mínum ferli og hann er orðinn svo langur að maður man þetta ekki alveg allt," sagði hún hlæjandi. "Það var mér mjög minnistætt þegar ég byrjaði með landsliðinu árið 1994 og skoraði fjögur mörk á móti Grikkjum. Það var mjög gaman að koma inn í landsliðið þá. Svo var ég valin í úrvalsliðið í háskólaboltanum í Bandaríkjunum í mjög sterkri deild og það er búið að vera rosalega gaman að spila í Svíþjóð. Það er búinn að vera mikill heiður að fá að vera fyrirliði landsliðsins allan þennan tíma. Hérna heima var kannski fyrsti meistaratitillinn með KR mjög eftirminnilegur af því hann markaði upphafið á góðu tímabili í sögu félagsins," sagði Ásthildur.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Topplið Juventus missteig sig Fótbolti Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Enski boltinn „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann