Fríða Rún Einarsdóttir og Viktor Kristmannsson voru í dag útnefnd fimleikafólk ársins af Fimleikasambandi Íslands. Bæði náð frábærum árangri á árinu.
Fríða Rún fór hamförum á Norðurlandamóti unglinga í Danmörku þar sem hún sigraði í fjölþraut á mótinu, fyrst íslenskra stúlkna og vann sigur á öllum áhöldum. Þá var hún einnig í íslenska liðinu sem vann sigur í liðakeppninni á mótinu. Fríða var hársbreidd frá því að tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum á næsta ári þegar hún náði ágætum árangri á heimsmeistaramótinu. Þar varð hún í 90. sæti af 214 í fullorðinsflokki.
Viktor Kristmannsson varð Íslandsmeistari í fjölþraut á árinu og líka Smáþjóðaleikameistari. Hann hafnaði í 108. sæti af 253 keppendum á heimsmeistaramótinu.