Á að svíkja í húsnæðismálum? Ögmundur Jónasson skrifar 1. september 2008 10:36 Samfylkingin undirbýr nú undanhald í húsnæðismálum. Svik myndi einhver kalla það eftir allar heitstrengingarnar um að ekki verði hróflað við Íbúðalánasjóði. Bankarnir hafa sem kunnugt er ofsótt sjóðinn, kært hann til Brussel og leitað allra leiða til að koma honum fyrir kattarnef. Krafan hefur verið sú að Íbúðalánasjóður megi vera til en aðeins til að sinna „félagslegum úrræðum". Að öðru leyti verði sjóðnum meinað að veita lán með baktryggingu ríkisins. Nú þegar það hefur sýnt sig hve mikilvægur Íbúðalánasjóður hefur reynst almennum íbúðakaupendum er óskiljanlegt að félagsmálaráðherra skuli lýsa því yfir að látið verði undan kröfum fjármálafyrirtækja. Í frétt í Fréttablaðinu (29. ágúst) er haft eftir Jóhönnu Sigurðardóttur, félagsmálaráðherra, að ekki sé sjálfgefið að kjör almennra lána muni versna við afnám ríkisábyrgðar! „Það þarf ekki að vera og ræðst af þeim fjármögnunarkjörum sem Íbúðalánasjóði bjóðast." Það er nefnilega það. „Það þarf ekki að gerast." Í þessum orðum felst augljóslega að þessar líkur eru fyrir hendi. Ef svo er hljóta menn að spyrja hvers vegna í ósköpunum eigi að fara út í þessar breytingar! Við vitum allt um þetta brölt suður í Brussel. En er ekki kominn tími til að Íslendingar standi í fæturna og láti reyna á hversu langt upp á dekk handbendi gróðaaflanna í Brussel treysta sér gagnvart almannahag á Íslandi. Það yrði yfirgengilegur vesaldómur af hálfu flokks sem kennir sig við jafnaðarmennsku að láta undan þrýstingi fjármagnsafla í aðför þeirra að húnæðiskaupendum. Sá vandi sem við stöndum frammi fyrir á Íslandi nú um stundir er að verulegu leyti til kominn fyrir tilverknað óábyrgs framferðis fjármálafyrirtækja. Einkavæðing alls fjármálakerfisins á einu bretti á sínum tíma reyndist varhugaverð og kom í bakið á þjóðinni. Nú skal verkið fullnustað hvað íbúðakaupendur snertir. Íbúðalánasjóður er sjálfbær og hagkvæmur fyrst og fremst vegna þess að allir eru þar inni. Í því felst ákveðin jöfnun. Nú eru skilaboðin þessi: Skattborgarinn hirði „félagslegu úrræðin" - og vel að merkja, það þýða ný útgjöld fyrir skattgreiðendur - en aðra ætla bankarnir sér sjálfir. Ég er hræddur um að þetta krefjist nokkurrar skoðunar við á Alþingi áður en Samfylkingin lögfestir þessi fyrirhuguðu kosningasvik sín.Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Samfylkingin undirbýr nú undanhald í húsnæðismálum. Svik myndi einhver kalla það eftir allar heitstrengingarnar um að ekki verði hróflað við Íbúðalánasjóði. Bankarnir hafa sem kunnugt er ofsótt sjóðinn, kært hann til Brussel og leitað allra leiða til að koma honum fyrir kattarnef. Krafan hefur verið sú að Íbúðalánasjóður megi vera til en aðeins til að sinna „félagslegum úrræðum". Að öðru leyti verði sjóðnum meinað að veita lán með baktryggingu ríkisins. Nú þegar það hefur sýnt sig hve mikilvægur Íbúðalánasjóður hefur reynst almennum íbúðakaupendum er óskiljanlegt að félagsmálaráðherra skuli lýsa því yfir að látið verði undan kröfum fjármálafyrirtækja. Í frétt í Fréttablaðinu (29. ágúst) er haft eftir Jóhönnu Sigurðardóttur, félagsmálaráðherra, að ekki sé sjálfgefið að kjör almennra lána muni versna við afnám ríkisábyrgðar! „Það þarf ekki að vera og ræðst af þeim fjármögnunarkjörum sem Íbúðalánasjóði bjóðast." Það er nefnilega það. „Það þarf ekki að gerast." Í þessum orðum felst augljóslega að þessar líkur eru fyrir hendi. Ef svo er hljóta menn að spyrja hvers vegna í ósköpunum eigi að fara út í þessar breytingar! Við vitum allt um þetta brölt suður í Brussel. En er ekki kominn tími til að Íslendingar standi í fæturna og láti reyna á hversu langt upp á dekk handbendi gróðaaflanna í Brussel treysta sér gagnvart almannahag á Íslandi. Það yrði yfirgengilegur vesaldómur af hálfu flokks sem kennir sig við jafnaðarmennsku að láta undan þrýstingi fjármagnsafla í aðför þeirra að húnæðiskaupendum. Sá vandi sem við stöndum frammi fyrir á Íslandi nú um stundir er að verulegu leyti til kominn fyrir tilverknað óábyrgs framferðis fjármálafyrirtækja. Einkavæðing alls fjármálakerfisins á einu bretti á sínum tíma reyndist varhugaverð og kom í bakið á þjóðinni. Nú skal verkið fullnustað hvað íbúðakaupendur snertir. Íbúðalánasjóður er sjálfbær og hagkvæmur fyrst og fremst vegna þess að allir eru þar inni. Í því felst ákveðin jöfnun. Nú eru skilaboðin þessi: Skattborgarinn hirði „félagslegu úrræðin" - og vel að merkja, það þýða ný útgjöld fyrir skattgreiðendur - en aðra ætla bankarnir sér sjálfir. Ég er hræddur um að þetta krefjist nokkurrar skoðunar við á Alþingi áður en Samfylkingin lögfestir þessi fyrirhuguðu kosningasvik sín.Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar