Íslenski boltinn

Heimir og Atli valdir bestir

Elvar Geir Magnússon skrifar
Árni Freyr Guðnason hjá ÍR var valinn leikmaður ársins í 2. deild. Mynd/Fótbolti.net
Árni Freyr Guðnason hjá ÍR var valinn leikmaður ársins í 2. deild. Mynd/Fótbolti.net

Í dag var opinberað val á úrvalsliðum 1. og 2. deildar karla í knattspyrnu. Það eru þjálfarar og fyrirliðar í deildunum sem kjósa en vefsíðan Fótbolti.net stendur fyrir kjörinu ár hvert.

Það kemur ekki á óvart að ÍBV hafi sópað að sér verðlaunum á hófinu í dag. Liðið vann 1. deildina og komst ásamt Stjörnunni upp í Landsbankadeildina.

Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, var valinn þjálfari ársins og þá var sóknarmaðurinn Atli Heimisson hjá ÍBV valinn leikmaður ársins í deildinni. Viðtöl við þá báða birtast á Vísi í kvöld. Viðar Örn Kjartansson hjá Selfossi var valinn efnilegastur.

Lið ársins í 1. deild: Albert Sævarsson (ÍBV); Daníel Laxdal (Stjarnan), Andrew Mwesigwa (ÍBV), Dusan Ivkovic (Selfoss), Matt Garner (ÍBV); Dean Martin (KA), Andri Ólafsson (ÍBV), Henning Eyþór Jónason (Selfoss), Augustine Nsumba (ÍBV); Sævar Þór Gíslason (Selfoss), Atli Heimisson (ÍBV)

ÍR-ingar áttu frábært sumar og var Guðlaugur Baldursson, þjálfari þeirra, að sjálfsögðu valinn þjálfari ársins í 2. deild. Árni Freyr Guðnason hjá ÍR var valinn leikmaður ársins og efnilegastur Elfar Árni Aðalsteinsson hjá Völsungi.

Lið ársins í 2. deild: Atli Már Rúnarsson (Magni); Bjarki Már Árnason(Tindastóll), Baldvin Jón Hallgrímsson (ÍR), John Andrews (Afturelding), Rannver Sigurjónsson (Afturelding); Guðfinnur Þórir Ómarsson (ÍR), Knútur Rúnar Jónsson (Víðir Garði), Árni Freyr Guðnason (ÍR), Tómas Joð Þorsteinsson (Afturelding); Paul Clapson (Afturelding) Elías Ingi Árnason (ÍR)










Fleiri fréttir

Sjá meira


×