Pilsfaldakapítalismi Þorvaldur Gylfason skrifar 25. september 2008 11:07 Fjármálaráðherra Bandaríkjanna hefur beðið þingið í Washington um heimild til að taka 700 milljarða dollara lán til að forða fjármálakerfi landsins frá frekari skakkaföllum. Fjármálaráðherra Bandaríkjanna hefur beðið þingið í Washington um heimild til að taka 700 milljarða dollara lán til að forða fjármálakerfi landsins frá frekari skakkaföllum. Fjárhæðin, sem skattgreiðendum er með tímanum ætlað að reiða fram, nemur fimm prósentum af framleiðslu Bandaríkjanna 2007. Það gerir 9.200 dollara á hverja fjögurra manna fjölskyldu þar vestra eða nálega 900.000 krónur á gengi dagsins. Meðaltekjur bandarískra heimila eru nú um 60.000 dollarar á ári. Það samsvarar 90.000 dollurum á hverja fjögurra manna fjölskyldu. Óvíst er, hvort þessir 700 milljarðar hrökkva fyrir tilætlaðri hreingerningu. Kenneth Rogoff, prófessor á Harvard og fyrrum aðalhagfræðingur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, lítur svo á, að hreingerningin geti kostað allt að þrisvar sinnum meira fé, þegar allt kemur til alls, eða 2.000 milljarða dollara. Reynist það rétt, mun reikningurinn á endanum nema 26.000 dollurum eða tveim og hálfri milljón króna á hverja fjögurra manna fjölskyldu. Það getur því tekið meðalfjölskyldu allt upp í þrjá eða fjóra mánuði að vinna fyrir því fé, sem þarf til að moka flórinn í fjármálageiranum. Fyrri fjármálakreppurHreingerningin eftir fjöldagjaldþrot banka og sparisjóða í Bandaríkjunum 1986-95 kostaði fjögur prósent af landsframleiðslunni þar vestra; um skeið var talið, að kostnaðurinn myndi nema allt að tíu prósentum af landsframleiðslu, en svo illa fór þó ekki. Einn þeirra, sem setti sparisjóð á hausinn með ótæpilegum útlánum og bruðli og varpaði 1,3 milljarða dollara skaða á skattgreiðendur, var Neil Bush, bróðir Bandaríkjaforseta. Hann slapp með 50.000 dollara sekt og bann við frekari aðkomu að bankastjórn (Repúblikanaflokkurinn skaut saman fyrir sektinni). Fimm þingmenn sættu sérstakri rannsókn siðanefndar Bandaríkjaþings fyrir að mylja undir spilltan sparisjóðsstjóra, sem var dæmdur í tólf ára fangelsi. Einn þeirra var John McCain, nú forsetaframbjóðandi repúblikana. Hann slapp með áminningu fyrir lélega dómgreind.Hversu mikið fé hafa bankakreppur annars staðar kostað skattgreiðendur? Bankakreppan á Norðurlöndum fyrir tæpum 20 árum kostaði skattgreiðendur í Noregi og Svíþjóð þrjú til fjögur prósent af landsframleiðslu og í Finnlandi 13 prósent, þar eð hrun Sovétríkjanna um svipað leyti þyngdi róðurinn í finnsku efnahagslífi. Um sjöttungur útistandandi bankalána í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi lenti í vanskilum. Rót vandræðanna í löndunum þrem mátti rekja til óhóflegrar útlánaaukningar í kjölfar frívæðingar fjármálakerfisins. Var frívæðingin misráðin? Nei, en henni hefði þurft að fylgja eftir með strangara aðhaldi og eftirliti. Hreingerningin eftir fjármálakreppuna í Japan 1997 kostaði fjórðung af landsframleiðslu; þar lenti þriðjungur lána í vanskilum. Þessar tölur eru sóttar í nýja skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þeir hirða hagnaðinn, þú berð tapiðTvær ákvarðanir stjórnvalda ollu miklu um kreppuna nú á bandarískum fjármálamörkuðum. Í fyrsta lagi lækkaði Seðlabanki Bandaríkjanna vexti eftir 2000, svo að húsnæðisverð hækkaði upp fyrir eðlileg mörk (líkt og gerðist hér heima nokkru síðar, þegar ódýrt erlent lánsfé tók að streyma inn í landið). Bankar og aðrar lánastofnanir gengu á lagið og fóru geyst í útlánum, einkum með undirmálslánum til húsakaupa handa fólki, sem tók lánin með tvær hendur tómar.Þegar húsnæðisbólan hjaðnaði, rýrnuðu veð bankanna og vanskil hlóðust upp. Í annan stað afnam Bandaríkjaþing 1999 með lögum gamalt bann frá 1933 gegn því, að viðskiptabankar starfi einnig sem fjárfestingarbankar. Þessari lagabreytingu fylgdi mun veikara bankaeftirlit en áður og meiri áhættufíkn bankanna. Þeir tóku að veita lán í miklu stærri stíl en áður og selja skuldaviðurkenningar lántakenda öðrum bönkum og þannig koll af kolli.Þessi keðjubréf breyttu bankalandslagi Bandaríkjanna í jarðsprengjusvæði í þeim skilningi, að enginn veit lengur fyrir víst, ekki heldur bankarnir sjálfir, hvar útlánaáhættan liggur grafin. Bankarnir þora því ekki lengur að lána hver öðrum. Jörðin er frosin. Aðalhöfundur nýju laganna var Philip Gramm, efnahagsráðgjafi Johns McCain. Ríkisstjórn Bush forseta eygir enga leið aðra út úr ógöngunum en að senda skattgreiðendum reikninginn án þess þó að skerða hár á höfði sökudólganna. Þetta er sósíalismi andskotans í allri sinni dýrð: pilsfaldakapítalismi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Fjármálaráðherra Bandaríkjanna hefur beðið þingið í Washington um heimild til að taka 700 milljarða dollara lán til að forða fjármálakerfi landsins frá frekari skakkaföllum. Fjármálaráðherra Bandaríkjanna hefur beðið þingið í Washington um heimild til að taka 700 milljarða dollara lán til að forða fjármálakerfi landsins frá frekari skakkaföllum. Fjárhæðin, sem skattgreiðendum er með tímanum ætlað að reiða fram, nemur fimm prósentum af framleiðslu Bandaríkjanna 2007. Það gerir 9.200 dollara á hverja fjögurra manna fjölskyldu þar vestra eða nálega 900.000 krónur á gengi dagsins. Meðaltekjur bandarískra heimila eru nú um 60.000 dollarar á ári. Það samsvarar 90.000 dollurum á hverja fjögurra manna fjölskyldu. Óvíst er, hvort þessir 700 milljarðar hrökkva fyrir tilætlaðri hreingerningu. Kenneth Rogoff, prófessor á Harvard og fyrrum aðalhagfræðingur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, lítur svo á, að hreingerningin geti kostað allt að þrisvar sinnum meira fé, þegar allt kemur til alls, eða 2.000 milljarða dollara. Reynist það rétt, mun reikningurinn á endanum nema 26.000 dollurum eða tveim og hálfri milljón króna á hverja fjögurra manna fjölskyldu. Það getur því tekið meðalfjölskyldu allt upp í þrjá eða fjóra mánuði að vinna fyrir því fé, sem þarf til að moka flórinn í fjármálageiranum. Fyrri fjármálakreppurHreingerningin eftir fjöldagjaldþrot banka og sparisjóða í Bandaríkjunum 1986-95 kostaði fjögur prósent af landsframleiðslunni þar vestra; um skeið var talið, að kostnaðurinn myndi nema allt að tíu prósentum af landsframleiðslu, en svo illa fór þó ekki. Einn þeirra, sem setti sparisjóð á hausinn með ótæpilegum útlánum og bruðli og varpaði 1,3 milljarða dollara skaða á skattgreiðendur, var Neil Bush, bróðir Bandaríkjaforseta. Hann slapp með 50.000 dollara sekt og bann við frekari aðkomu að bankastjórn (Repúblikanaflokkurinn skaut saman fyrir sektinni). Fimm þingmenn sættu sérstakri rannsókn siðanefndar Bandaríkjaþings fyrir að mylja undir spilltan sparisjóðsstjóra, sem var dæmdur í tólf ára fangelsi. Einn þeirra var John McCain, nú forsetaframbjóðandi repúblikana. Hann slapp með áminningu fyrir lélega dómgreind.Hversu mikið fé hafa bankakreppur annars staðar kostað skattgreiðendur? Bankakreppan á Norðurlöndum fyrir tæpum 20 árum kostaði skattgreiðendur í Noregi og Svíþjóð þrjú til fjögur prósent af landsframleiðslu og í Finnlandi 13 prósent, þar eð hrun Sovétríkjanna um svipað leyti þyngdi róðurinn í finnsku efnahagslífi. Um sjöttungur útistandandi bankalána í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi lenti í vanskilum. Rót vandræðanna í löndunum þrem mátti rekja til óhóflegrar útlánaaukningar í kjölfar frívæðingar fjármálakerfisins. Var frívæðingin misráðin? Nei, en henni hefði þurft að fylgja eftir með strangara aðhaldi og eftirliti. Hreingerningin eftir fjármálakreppuna í Japan 1997 kostaði fjórðung af landsframleiðslu; þar lenti þriðjungur lána í vanskilum. Þessar tölur eru sóttar í nýja skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þeir hirða hagnaðinn, þú berð tapiðTvær ákvarðanir stjórnvalda ollu miklu um kreppuna nú á bandarískum fjármálamörkuðum. Í fyrsta lagi lækkaði Seðlabanki Bandaríkjanna vexti eftir 2000, svo að húsnæðisverð hækkaði upp fyrir eðlileg mörk (líkt og gerðist hér heima nokkru síðar, þegar ódýrt erlent lánsfé tók að streyma inn í landið). Bankar og aðrar lánastofnanir gengu á lagið og fóru geyst í útlánum, einkum með undirmálslánum til húsakaupa handa fólki, sem tók lánin með tvær hendur tómar.Þegar húsnæðisbólan hjaðnaði, rýrnuðu veð bankanna og vanskil hlóðust upp. Í annan stað afnam Bandaríkjaþing 1999 með lögum gamalt bann frá 1933 gegn því, að viðskiptabankar starfi einnig sem fjárfestingarbankar. Þessari lagabreytingu fylgdi mun veikara bankaeftirlit en áður og meiri áhættufíkn bankanna. Þeir tóku að veita lán í miklu stærri stíl en áður og selja skuldaviðurkenningar lántakenda öðrum bönkum og þannig koll af kolli.Þessi keðjubréf breyttu bankalandslagi Bandaríkjanna í jarðsprengjusvæði í þeim skilningi, að enginn veit lengur fyrir víst, ekki heldur bankarnir sjálfir, hvar útlánaáhættan liggur grafin. Bankarnir þora því ekki lengur að lána hver öðrum. Jörðin er frosin. Aðalhöfundur nýju laganna var Philip Gramm, efnahagsráðgjafi Johns McCain. Ríkisstjórn Bush forseta eygir enga leið aðra út úr ógöngunum en að senda skattgreiðendum reikninginn án þess þó að skerða hár á höfði sökudólganna. Þetta er sósíalismi andskotans í allri sinni dýrð: pilsfaldakapítalismi.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar