Schumacher: Hamilton getur slegið metið mitt 27. október 2008 09:33 NordicPhotos/GettyImages Michael Schumacher segist hafa trú á því að Lewis Hamilton geti slegið metið hans yfir fjölda meistaratitla í Formúlu 1. Bretinn ungi getur tryggt sér sinn fyrsta titil í Brasilíukappakstrinum um næstu helgi. Schumacher varnn á sínum tíma sjö meistaratitla sem ökumaður og hinn 39 ára Þjóðverji sat fyrir svörum í þættinum Inside Sport á BBC sem sýndur verður í kvöld. "Já, ég held að Hamilton geti slegið metið mitt, ekki spurning," sagði Schumacher. "Enginn hélt að ég gæti slegið met Juan Manuel Fangio á sínum tíma - ekki einu sinni ég sjálfur." Schumacher segist alveg rólegur yfir því að sjá á eftir meti sínu einn daginn, en fékkst ekki til að segja hvort sér þætti Hamilton besti ökumaðurinn í dag. "Það segir sína sögu hvað Hamilton hefur gert á stuttum tíma og hann náði strax að setja aukna pressu á tvöfaldan meistara Fernando Alonso. Er hann sá besti eða ekki? Er hann betri en Massa eða ekki? Það er ekki alltaf hægt að benda á einn mann og skera úr um það," sagði fyrrum meistarinn. Formúla Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Michael Schumacher segist hafa trú á því að Lewis Hamilton geti slegið metið hans yfir fjölda meistaratitla í Formúlu 1. Bretinn ungi getur tryggt sér sinn fyrsta titil í Brasilíukappakstrinum um næstu helgi. Schumacher varnn á sínum tíma sjö meistaratitla sem ökumaður og hinn 39 ára Þjóðverji sat fyrir svörum í þættinum Inside Sport á BBC sem sýndur verður í kvöld. "Já, ég held að Hamilton geti slegið metið mitt, ekki spurning," sagði Schumacher. "Enginn hélt að ég gæti slegið met Juan Manuel Fangio á sínum tíma - ekki einu sinni ég sjálfur." Schumacher segist alveg rólegur yfir því að sjá á eftir meti sínu einn daginn, en fékkst ekki til að segja hvort sér þætti Hamilton besti ökumaðurinn í dag. "Það segir sína sögu hvað Hamilton hefur gert á stuttum tíma og hann náði strax að setja aukna pressu á tvöfaldan meistara Fernando Alonso. Er hann sá besti eða ekki? Er hann betri en Massa eða ekki? Það er ekki alltaf hægt að benda á einn mann og skera úr um það," sagði fyrrum meistarinn.
Formúla Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira