Gott hjá Þórunni, en … Ögmundur Jónasson skrifar 5. ágúst 2008 10:38 Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra hefur fengið lof fyrir þá ákvörðun sína að fram skuli fara heildstætt umhverfismat fyrir alla þætti sem snúa að því að reisa álver á Bakka við Húsavík. Áður hafði ráðherrann fengið gagnrýni fyrir að láta ekki slíkt mat fara fram á samsvarandi framkvæmd í Helguvík á Reykjanesi. Hvort tveggja, lofið og gagnrýnina, tek ég undir. Að sjálfsögðu er annað fráleitt en að fram fari mat á því samtímis hverjar afleiðingar það hefði fyrir umhverfið að reisa verksmiðju, virkja orkuna til að knýja hana og flytja rafmagnið frá virkjun til verksmiðju. Enda þótt almennt sé viðurkennt að þetta séu eðlileg vinnubrögð, þá hefur það ekki farið framhjá neinum að hörðustu virkjunarsinnum þyki slæmt að slík heildstæð skoðun fari fram - tala um ónauðsynlegar tafir. Samráðherrar Þórunnar, bæði úr Sjálfstæðisflokki og Samfylkingu, lýsa því yfir að álver verði byggt á Bakka hvað sem tautar og raular. Bera í besta lagi í bætifláka fyrir umhverfisráðherra með því að segja að Þórunn sé að sinna nauðsynlegum formsatriðum. Gagnrýnin á umhverfisráðherra þykir mér ekki byggja á haldbærum rökum. En hvers vegna efasemdarfyrirvarinn sem ýjað er að í fyrirsögn þessa greinarkorns? Á umhverfisráðherranum sjálfum er nefnilega svo að skilja að heildstætt umhverfismat muni ekki breyta neinu, að í huga hennar sjálfrar sé fyrst og fremst um formasatriði að ræða, sbr. eftirfarandi ummæli í Sjónvarpsfréttum 1. ágúst um þessa ákvörðun: „Það þýðir auðvitað að það bætast við einhverjar vikur, mánuðir í ferlinu en fyrir svo stórt verkefni sem í raun á að líta dagsins ljós árið 2012 líklega, þá skipta nokkrar vikur eða mánuðir á þessari stundu ekki öllu máli." Þarna tel ég hins vegar að stóriðjusinnar hafi nokkuð til síns máls þegar þeir segja að heildstætt mat valdi töfum og auki á óvissu; óvissu um að álver verði reist á Bakka. En það er jákvætt í augum okkar sem teljum frekara umhverfisrask í þágu fjölþjóðlegra álrisa hið mesta glapræði. Einnig í efnahagslegu tilliti.Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra hefur fengið lof fyrir þá ákvörðun sína að fram skuli fara heildstætt umhverfismat fyrir alla þætti sem snúa að því að reisa álver á Bakka við Húsavík. Áður hafði ráðherrann fengið gagnrýni fyrir að láta ekki slíkt mat fara fram á samsvarandi framkvæmd í Helguvík á Reykjanesi. Hvort tveggja, lofið og gagnrýnina, tek ég undir. Að sjálfsögðu er annað fráleitt en að fram fari mat á því samtímis hverjar afleiðingar það hefði fyrir umhverfið að reisa verksmiðju, virkja orkuna til að knýja hana og flytja rafmagnið frá virkjun til verksmiðju. Enda þótt almennt sé viðurkennt að þetta séu eðlileg vinnubrögð, þá hefur það ekki farið framhjá neinum að hörðustu virkjunarsinnum þyki slæmt að slík heildstæð skoðun fari fram - tala um ónauðsynlegar tafir. Samráðherrar Þórunnar, bæði úr Sjálfstæðisflokki og Samfylkingu, lýsa því yfir að álver verði byggt á Bakka hvað sem tautar og raular. Bera í besta lagi í bætifláka fyrir umhverfisráðherra með því að segja að Þórunn sé að sinna nauðsynlegum formsatriðum. Gagnrýnin á umhverfisráðherra þykir mér ekki byggja á haldbærum rökum. En hvers vegna efasemdarfyrirvarinn sem ýjað er að í fyrirsögn þessa greinarkorns? Á umhverfisráðherranum sjálfum er nefnilega svo að skilja að heildstætt umhverfismat muni ekki breyta neinu, að í huga hennar sjálfrar sé fyrst og fremst um formasatriði að ræða, sbr. eftirfarandi ummæli í Sjónvarpsfréttum 1. ágúst um þessa ákvörðun: „Það þýðir auðvitað að það bætast við einhverjar vikur, mánuðir í ferlinu en fyrir svo stórt verkefni sem í raun á að líta dagsins ljós árið 2012 líklega, þá skipta nokkrar vikur eða mánuðir á þessari stundu ekki öllu máli." Þarna tel ég hins vegar að stóriðjusinnar hafi nokkuð til síns máls þegar þeir segja að heildstætt mat valdi töfum og auki á óvissu; óvissu um að álver verði reist á Bakka. En það er jákvætt í augum okkar sem teljum frekara umhverfisrask í þágu fjölþjóðlegra álrisa hið mesta glapræði. Einnig í efnahagslegu tilliti.Höfundur er alþingismaður.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun