Ekkert lið betur í stakk búið til að takast á við áföll Elvar Geir Magnússon skrifar 22. apríl 2008 11:45 Íslandsmeistarar Vals hafa misst tvo lykilmenn í langtímameiðsli í þessum mánuði. Komið er í ljós að Guðný Björk Óðinsdóttir, leikmaður Íslandsmeistara Vals, er með slitið krossband og því ljóst að hún getur ekki leikið á komandi tímabili. Guðný á þrettán A-landsleiki að baki og er þetta mikið áfall fyrir Valsliðið sem hefur því misst tvo lykilmenn í langtímameiðsli á skömmum tíma. Markvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir sleit hásin í upphafi mánaðarins. „Því er ekki að neita að meiðslin eru töluvert áfall fyrir liðið og ekki síst einstaklingana," sagði Freyr Alexandersson, annar þjálfari Valsliðsins, í samtali við Vísi í morgun. „Þetta eru erfið meiðsl sem að Guðný og Guðbjörg hafa lent í með tveggja vikna milli bili, meiðsli sem halda þeim lengi frá knattspyrnuvellinum en við tökumst á við þessi áföll í sameiningu og vinnu úr þessum vandamálum saman." Valur er nú í leit að markverði. „Það er gríðalega erfitt að ætla að fylla skörð Guðbjargar og Guðnýjar. Báðir þessir leikmenn eru miklir karakterar, fyrir utan það að þær eru báðar leikmenn á heimsmælikvarða og hornsteinar í liðinu hvor á sinn hátt. Við munum bæta við okkur markverði, það er ómögulegt að vera með einn markvörð í ljósi þeirra verkefna sem eru framundan," sagði Freyr. „Ég veit ekki um neitt lið sem er betur í stakk búið að takast á við þessi áföll sem við erum að takast á við. Við erum með marga frábæra leikmenn í okkar röðum og við ætlumst til þess að þeim að stíga upp og taka ábyrgð sem aldrei fyrr." Valur mætir Breiðabliki í kvöld í undanúrslitum Lengjubikarsins. Leikurinn verður í Kórnum og hefst klukkan 19. „Standið á hópnum hefur verið betra en þetta er allt að koma. Sif Atladóttir er á góðu róli í sinni endurhæfingu eftir liðþófa aðgerð og þær sem að hafa átt við minniháttar meiðsl eru að koma til baka hægt og rólega, við förum varlega í þessum efnum og flýtum okkur hægt. Þær stelpur sem að spila leikinn í kvöld eru tilbúnar og ég efast ekki um það að þær haldi áfram að nýta sín tækifæri til þess að sanna sig," sagði Freyr að lokum. Í hinum undanúrslitaleik Lengjubikarsins mætast KR og Stjarnan á KR-velli klukkan 18. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Sjá meira
Komið er í ljós að Guðný Björk Óðinsdóttir, leikmaður Íslandsmeistara Vals, er með slitið krossband og því ljóst að hún getur ekki leikið á komandi tímabili. Guðný á þrettán A-landsleiki að baki og er þetta mikið áfall fyrir Valsliðið sem hefur því misst tvo lykilmenn í langtímameiðsli á skömmum tíma. Markvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir sleit hásin í upphafi mánaðarins. „Því er ekki að neita að meiðslin eru töluvert áfall fyrir liðið og ekki síst einstaklingana," sagði Freyr Alexandersson, annar þjálfari Valsliðsins, í samtali við Vísi í morgun. „Þetta eru erfið meiðsl sem að Guðný og Guðbjörg hafa lent í með tveggja vikna milli bili, meiðsli sem halda þeim lengi frá knattspyrnuvellinum en við tökumst á við þessi áföll í sameiningu og vinnu úr þessum vandamálum saman." Valur er nú í leit að markverði. „Það er gríðalega erfitt að ætla að fylla skörð Guðbjargar og Guðnýjar. Báðir þessir leikmenn eru miklir karakterar, fyrir utan það að þær eru báðar leikmenn á heimsmælikvarða og hornsteinar í liðinu hvor á sinn hátt. Við munum bæta við okkur markverði, það er ómögulegt að vera með einn markvörð í ljósi þeirra verkefna sem eru framundan," sagði Freyr. „Ég veit ekki um neitt lið sem er betur í stakk búið að takast á við þessi áföll sem við erum að takast á við. Við erum með marga frábæra leikmenn í okkar röðum og við ætlumst til þess að þeim að stíga upp og taka ábyrgð sem aldrei fyrr." Valur mætir Breiðabliki í kvöld í undanúrslitum Lengjubikarsins. Leikurinn verður í Kórnum og hefst klukkan 19. „Standið á hópnum hefur verið betra en þetta er allt að koma. Sif Atladóttir er á góðu róli í sinni endurhæfingu eftir liðþófa aðgerð og þær sem að hafa átt við minniháttar meiðsl eru að koma til baka hægt og rólega, við förum varlega í þessum efnum og flýtum okkur hægt. Þær stelpur sem að spila leikinn í kvöld eru tilbúnar og ég efast ekki um það að þær haldi áfram að nýta sín tækifæri til þess að sanna sig," sagði Freyr að lokum. Í hinum undanúrslitaleik Lengjubikarsins mætast KR og Stjarnan á KR-velli klukkan 18.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Sjá meira