Ekkert lið betur í stakk búið til að takast á við áföll Elvar Geir Magnússon skrifar 22. apríl 2008 11:45 Íslandsmeistarar Vals hafa misst tvo lykilmenn í langtímameiðsli í þessum mánuði. Komið er í ljós að Guðný Björk Óðinsdóttir, leikmaður Íslandsmeistara Vals, er með slitið krossband og því ljóst að hún getur ekki leikið á komandi tímabili. Guðný á þrettán A-landsleiki að baki og er þetta mikið áfall fyrir Valsliðið sem hefur því misst tvo lykilmenn í langtímameiðsli á skömmum tíma. Markvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir sleit hásin í upphafi mánaðarins. „Því er ekki að neita að meiðslin eru töluvert áfall fyrir liðið og ekki síst einstaklingana," sagði Freyr Alexandersson, annar þjálfari Valsliðsins, í samtali við Vísi í morgun. „Þetta eru erfið meiðsl sem að Guðný og Guðbjörg hafa lent í með tveggja vikna milli bili, meiðsli sem halda þeim lengi frá knattspyrnuvellinum en við tökumst á við þessi áföll í sameiningu og vinnu úr þessum vandamálum saman." Valur er nú í leit að markverði. „Það er gríðalega erfitt að ætla að fylla skörð Guðbjargar og Guðnýjar. Báðir þessir leikmenn eru miklir karakterar, fyrir utan það að þær eru báðar leikmenn á heimsmælikvarða og hornsteinar í liðinu hvor á sinn hátt. Við munum bæta við okkur markverði, það er ómögulegt að vera með einn markvörð í ljósi þeirra verkefna sem eru framundan," sagði Freyr. „Ég veit ekki um neitt lið sem er betur í stakk búið að takast á við þessi áföll sem við erum að takast á við. Við erum með marga frábæra leikmenn í okkar röðum og við ætlumst til þess að þeim að stíga upp og taka ábyrgð sem aldrei fyrr." Valur mætir Breiðabliki í kvöld í undanúrslitum Lengjubikarsins. Leikurinn verður í Kórnum og hefst klukkan 19. „Standið á hópnum hefur verið betra en þetta er allt að koma. Sif Atladóttir er á góðu róli í sinni endurhæfingu eftir liðþófa aðgerð og þær sem að hafa átt við minniháttar meiðsl eru að koma til baka hægt og rólega, við förum varlega í þessum efnum og flýtum okkur hægt. Þær stelpur sem að spila leikinn í kvöld eru tilbúnar og ég efast ekki um það að þær haldi áfram að nýta sín tækifæri til þess að sanna sig," sagði Freyr að lokum. Í hinum undanúrslitaleik Lengjubikarsins mætast KR og Stjarnan á KR-velli klukkan 18. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Fleiri fréttir Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Sjá meira
Komið er í ljós að Guðný Björk Óðinsdóttir, leikmaður Íslandsmeistara Vals, er með slitið krossband og því ljóst að hún getur ekki leikið á komandi tímabili. Guðný á þrettán A-landsleiki að baki og er þetta mikið áfall fyrir Valsliðið sem hefur því misst tvo lykilmenn í langtímameiðsli á skömmum tíma. Markvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir sleit hásin í upphafi mánaðarins. „Því er ekki að neita að meiðslin eru töluvert áfall fyrir liðið og ekki síst einstaklingana," sagði Freyr Alexandersson, annar þjálfari Valsliðsins, í samtali við Vísi í morgun. „Þetta eru erfið meiðsl sem að Guðný og Guðbjörg hafa lent í með tveggja vikna milli bili, meiðsli sem halda þeim lengi frá knattspyrnuvellinum en við tökumst á við þessi áföll í sameiningu og vinnu úr þessum vandamálum saman." Valur er nú í leit að markverði. „Það er gríðalega erfitt að ætla að fylla skörð Guðbjargar og Guðnýjar. Báðir þessir leikmenn eru miklir karakterar, fyrir utan það að þær eru báðar leikmenn á heimsmælikvarða og hornsteinar í liðinu hvor á sinn hátt. Við munum bæta við okkur markverði, það er ómögulegt að vera með einn markvörð í ljósi þeirra verkefna sem eru framundan," sagði Freyr. „Ég veit ekki um neitt lið sem er betur í stakk búið að takast á við þessi áföll sem við erum að takast á við. Við erum með marga frábæra leikmenn í okkar röðum og við ætlumst til þess að þeim að stíga upp og taka ábyrgð sem aldrei fyrr." Valur mætir Breiðabliki í kvöld í undanúrslitum Lengjubikarsins. Leikurinn verður í Kórnum og hefst klukkan 19. „Standið á hópnum hefur verið betra en þetta er allt að koma. Sif Atladóttir er á góðu róli í sinni endurhæfingu eftir liðþófa aðgerð og þær sem að hafa átt við minniháttar meiðsl eru að koma til baka hægt og rólega, við förum varlega í þessum efnum og flýtum okkur hægt. Þær stelpur sem að spila leikinn í kvöld eru tilbúnar og ég efast ekki um það að þær haldi áfram að nýta sín tækifæri til þess að sanna sig," sagði Freyr að lokum. Í hinum undanúrslitaleik Lengjubikarsins mætast KR og Stjarnan á KR-velli klukkan 18.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Fleiri fréttir Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Sjá meira