Sjóminjasafnið og atvinnusagan Björgvin Guðmundsson skrifar 18. júlí 2008 05:30 Ég heimsótti Sjóminjasafnið Víkina fyrir skömmu eftir miklar endurbætur á safninu. Það er orðið mjög myndarlegt og safnstjóranum til sóma. Hrifnastur er ég af því hvað þróun togaraútgerðar í landinu eru gerð góð skil en einnig er lýsing á saltfiskverkun mjög skemmtileg, einkum á Kirkjusandi. Á 1. hæð er móttökusalur og frá honum gengið niður á bryggju, sem er mjög skemmtileg en þar er sem uppskipun og útskipun sé í fullum gangi. Maður sér þar ljóslifandi fyrir sér hafnarverkamenn að vinna við skip. Ég hélt, að stytta af verkamanni á bryggjunni væri lifandi maður, svo vel var hún gerð. Þegar ég var í Menntaskólanum í Reykjavík vann ég stundum við uppskipun til þess að fá skotsilfur, en faðir minn vann árum saman á Eyrinni, við uppskipun og útskipun einkum hjá Alliance og Kveldúlfi. Á annarri hæð er að mínu mati aðalhluti safnsins. Þar er rakin saga fiskveiða á Íslandi, saga áraskipa, skútualdar, vélbáta og togara. Þar er að finna mörg skemmtileg líkön af skipum, stórum og smáum, og skemmtilega gerð grein fyrir þeim og sögunni. Þróun togaraútgerðar á Íslandi er skilmerkilega rakin. BæjarútgerðinBæjarútgerð Reykjavíkur skipar sérstakan sess á safninu sem von er en safnið er til húsa í fyrrum frystihúsi BÚR. Um langt skeið var Bæjarútgerðin burðarás í atvinnulífi bæjarins. Gaman er að sjá frásögn af því þegar fyrsti nýsköpunartogarinn kom til Reykjavíkur árið 1947 en komudagur togarans telst stofndagur Bæjaútgerðar Reykjavíkur. Bjarni Benediktsson átti sem borgarstjóri stærsta þáttinn í því að skipið var keypt til BÚR. Þeir náðu saman um málið, Bjarni Benediktsson og Jón Axel Pétursson, bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins.(Ólíkt hafast leiðtogar Sjálfstæðisflokksins að: Bjarni Benediktsson kom Bæjarútgerðinni á fót en Davíð Oddsson kom henni fyrir kattarnef!) Á safninu er fallegt líkan af Ingólfi Arnarsyni en einnig af mörgum öðrum togurum. Því eru gerð góð skil á safninu hve mikilvæg saltfiskframleiðslan var í landinu áður en frysting hófst. Bæjarútgerðin eignaðist frystihús 1959 en svo skemmtilega vill til, að það er einmitt húsið, sem Sjóminjasafnið er nú til húsa í á Grandagarði 8. Húsið var byggt fyrir Fiskiðjuver ríkisins en Jakob Sigurðsson kom því fyrirtæki á fót og rak um nokkurra ára skeið. Árið 1959 eignaðist BÚR húsið og rak þar frystihús um langt skeið. Alger umskipti í atvinnumálum landsmannaÁrið 1978 kom ég að rekstri Bæjarútgerðar Reykjavíkur, sem stjórnarformaður en síðan sem framkvæmdastjóri 1982. Beitti ég mér fyrir smíði tveggja nýrra skuttogara fyrir BÚR, Jóns Baldvinssonar og Otto N. Þorlákssonar. Reyndust þetta mjög fullkomin og góð fiskiskip. Saga BÚR og raunar atvinnusaga Reykjavíkur öll rifjast upp þegar ég geng um sjóminjasafnið. Bæjarútgerðin var um skeið stærsta togaraútgerð landsins. Það er hollt að sjá á safninu umskiptin, sem orðið hafa í atvinnumálum landsins. Faðir minn reri á áraskipum frá Grindavík og móðir mín breiddi saltfisk á Kirkjusandi. Þetta rifjaðist upp þegar ég gekk um safnið. Stofnendur Sjóminjasafnsins voru Reykjavíkurborg og Reykjavíkurhöfn. Var rekstrarframlag frá hvorum aðila fyrir sig 10 millj. kr. á fyrsta árinu. Á fyrsta fundi stjórnar safnsins var Sigrún Magnúsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi, ráðin forstöðumaður safnsins en hún hafði mjög beitt sér fyrir stofnun þess. Ákveðið var, að fyrsta sýning safnsins yrði í tilefni af aldarafmæli togaraútgerðar á Íslandi. Síðan hafa margar sýningar fylgt í kjölfarið: Hákarlinn, Ljós og lífsorka, Handlaginn huldumaður, sýning á ljósmyndum Þorleifs Þorleifssonar, Lífæð lands og borgar, 90 ára afmæli Reykjavíkurhafnar, málverkasýningar o.fl. Safnið hefur húsnæðið að Grandagarði 8 á leigu. Hentar það að mörgu leyti vel fyrir safnið en þó hefur þurft að gera miklar endurbætur á því, m.a. utanhúss. Nú hefur safnið eignast varðskipið Óðin og er það nú hluti safnsins og geta allir safngestir skoðað skipið og rifjað upp þátt þess í öllum þorskastríðunum. Höfundur er fyrrverandi borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Ég heimsótti Sjóminjasafnið Víkina fyrir skömmu eftir miklar endurbætur á safninu. Það er orðið mjög myndarlegt og safnstjóranum til sóma. Hrifnastur er ég af því hvað þróun togaraútgerðar í landinu eru gerð góð skil en einnig er lýsing á saltfiskverkun mjög skemmtileg, einkum á Kirkjusandi. Á 1. hæð er móttökusalur og frá honum gengið niður á bryggju, sem er mjög skemmtileg en þar er sem uppskipun og útskipun sé í fullum gangi. Maður sér þar ljóslifandi fyrir sér hafnarverkamenn að vinna við skip. Ég hélt, að stytta af verkamanni á bryggjunni væri lifandi maður, svo vel var hún gerð. Þegar ég var í Menntaskólanum í Reykjavík vann ég stundum við uppskipun til þess að fá skotsilfur, en faðir minn vann árum saman á Eyrinni, við uppskipun og útskipun einkum hjá Alliance og Kveldúlfi. Á annarri hæð er að mínu mati aðalhluti safnsins. Þar er rakin saga fiskveiða á Íslandi, saga áraskipa, skútualdar, vélbáta og togara. Þar er að finna mörg skemmtileg líkön af skipum, stórum og smáum, og skemmtilega gerð grein fyrir þeim og sögunni. Þróun togaraútgerðar á Íslandi er skilmerkilega rakin. BæjarútgerðinBæjarútgerð Reykjavíkur skipar sérstakan sess á safninu sem von er en safnið er til húsa í fyrrum frystihúsi BÚR. Um langt skeið var Bæjarútgerðin burðarás í atvinnulífi bæjarins. Gaman er að sjá frásögn af því þegar fyrsti nýsköpunartogarinn kom til Reykjavíkur árið 1947 en komudagur togarans telst stofndagur Bæjaútgerðar Reykjavíkur. Bjarni Benediktsson átti sem borgarstjóri stærsta þáttinn í því að skipið var keypt til BÚR. Þeir náðu saman um málið, Bjarni Benediktsson og Jón Axel Pétursson, bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins.(Ólíkt hafast leiðtogar Sjálfstæðisflokksins að: Bjarni Benediktsson kom Bæjarútgerðinni á fót en Davíð Oddsson kom henni fyrir kattarnef!) Á safninu er fallegt líkan af Ingólfi Arnarsyni en einnig af mörgum öðrum togurum. Því eru gerð góð skil á safninu hve mikilvæg saltfiskframleiðslan var í landinu áður en frysting hófst. Bæjarútgerðin eignaðist frystihús 1959 en svo skemmtilega vill til, að það er einmitt húsið, sem Sjóminjasafnið er nú til húsa í á Grandagarði 8. Húsið var byggt fyrir Fiskiðjuver ríkisins en Jakob Sigurðsson kom því fyrirtæki á fót og rak um nokkurra ára skeið. Árið 1959 eignaðist BÚR húsið og rak þar frystihús um langt skeið. Alger umskipti í atvinnumálum landsmannaÁrið 1978 kom ég að rekstri Bæjarútgerðar Reykjavíkur, sem stjórnarformaður en síðan sem framkvæmdastjóri 1982. Beitti ég mér fyrir smíði tveggja nýrra skuttogara fyrir BÚR, Jóns Baldvinssonar og Otto N. Þorlákssonar. Reyndust þetta mjög fullkomin og góð fiskiskip. Saga BÚR og raunar atvinnusaga Reykjavíkur öll rifjast upp þegar ég geng um sjóminjasafnið. Bæjarútgerðin var um skeið stærsta togaraútgerð landsins. Það er hollt að sjá á safninu umskiptin, sem orðið hafa í atvinnumálum landsins. Faðir minn reri á áraskipum frá Grindavík og móðir mín breiddi saltfisk á Kirkjusandi. Þetta rifjaðist upp þegar ég gekk um safnið. Stofnendur Sjóminjasafnsins voru Reykjavíkurborg og Reykjavíkurhöfn. Var rekstrarframlag frá hvorum aðila fyrir sig 10 millj. kr. á fyrsta árinu. Á fyrsta fundi stjórnar safnsins var Sigrún Magnúsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi, ráðin forstöðumaður safnsins en hún hafði mjög beitt sér fyrir stofnun þess. Ákveðið var, að fyrsta sýning safnsins yrði í tilefni af aldarafmæli togaraútgerðar á Íslandi. Síðan hafa margar sýningar fylgt í kjölfarið: Hákarlinn, Ljós og lífsorka, Handlaginn huldumaður, sýning á ljósmyndum Þorleifs Þorleifssonar, Lífæð lands og borgar, 90 ára afmæli Reykjavíkurhafnar, málverkasýningar o.fl. Safnið hefur húsnæðið að Grandagarði 8 á leigu. Hentar það að mörgu leyti vel fyrir safnið en þó hefur þurft að gera miklar endurbætur á því, m.a. utanhúss. Nú hefur safnið eignast varðskipið Óðin og er það nú hluti safnsins og geta allir safngestir skoðað skipið og rifjað upp þátt þess í öllum þorskastríðunum. Höfundur er fyrrverandi borgarfulltrúi.
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar