20 þúsund manns undir rústum húsa Guðjón Helgason skrifar 13. maí 2008 18:30 Rúmlega 20 þúsund manns hið minnsta liggja grafnir í rústum húsa nærri upptökum jarðskjálftans í suðvestur Kína í gær. Björgunarmenn eru í kapphlaupi við tímann að bjarga fólkinu. Óttast er að 30 þúsund manns hið minnsta hafi týnt lífi í hamförunum. Kínversk stjórnvöld tók hratt við sér um leið og ljóst var að jarðskjálftinn í Sichuan héraði í gær hafði kostað fjölmörg mannslíf og gert enn fleiri heimilislausa. Wen Jiabao, forsætisráðherra, kom til héraðsins í gær og í dag hann fólk sem slapp lifandi úr hamförunum. Hann sagði nauðsynlegt að hraða matvælaflutningum á hamfarasvæðið. Um 50 þúsund hermenn hafa verið sendir á vettvang til viðbótar björgunarliði. Sjálfboðaliða hefur drifið að. Björgunarlið kom til Wenchuan sýslu í héraðinu í morgun þar sem upptök skjálftans voru. Hann mældist sjö komma níu á Richter. Erfiðlega gekk að komast að svæðinu þar sem grjóthrun hafði orðið á helstu leiðum og aurskriður loka vegum. Í Shifang fórust um 600 manns þegar efnaverksmiðja hrundi. Um 80 tonn að ammóníaki láku út. Í Sichuan-héraði eru miklar olíulindir og kolanámur. Mikill iðnaður er þar. Átta orkurverum sló út í skjálftanum. Í borginni Mianzhu er talið að um 4.800 manns liggi í rústum hruninna húsa og nærri 19 þúsund í borginni Mianyang nærri upptökum skjálftans. Takist ekki að bjarga þessu fólki á næstu tveimur sólahringum er það mat sérfróðra björgunarmanna að það sleppi ekki lifandi frá þessum hamförum. Erlent Fréttir Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent Fleiri fréttir Þingnefnd stefnir búi Epsteins Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Sjá meira
Rúmlega 20 þúsund manns hið minnsta liggja grafnir í rústum húsa nærri upptökum jarðskjálftans í suðvestur Kína í gær. Björgunarmenn eru í kapphlaupi við tímann að bjarga fólkinu. Óttast er að 30 þúsund manns hið minnsta hafi týnt lífi í hamförunum. Kínversk stjórnvöld tók hratt við sér um leið og ljóst var að jarðskjálftinn í Sichuan héraði í gær hafði kostað fjölmörg mannslíf og gert enn fleiri heimilislausa. Wen Jiabao, forsætisráðherra, kom til héraðsins í gær og í dag hann fólk sem slapp lifandi úr hamförunum. Hann sagði nauðsynlegt að hraða matvælaflutningum á hamfarasvæðið. Um 50 þúsund hermenn hafa verið sendir á vettvang til viðbótar björgunarliði. Sjálfboðaliða hefur drifið að. Björgunarlið kom til Wenchuan sýslu í héraðinu í morgun þar sem upptök skjálftans voru. Hann mældist sjö komma níu á Richter. Erfiðlega gekk að komast að svæðinu þar sem grjóthrun hafði orðið á helstu leiðum og aurskriður loka vegum. Í Shifang fórust um 600 manns þegar efnaverksmiðja hrundi. Um 80 tonn að ammóníaki láku út. Í Sichuan-héraði eru miklar olíulindir og kolanámur. Mikill iðnaður er þar. Átta orkurverum sló út í skjálftanum. Í borginni Mianzhu er talið að um 4.800 manns liggi í rústum hruninna húsa og nærri 19 þúsund í borginni Mianyang nærri upptökum skjálftans. Takist ekki að bjarga þessu fólki á næstu tveimur sólahringum er það mat sérfróðra björgunarmanna að það sleppi ekki lifandi frá þessum hamförum.
Erlent Fréttir Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent Fleiri fréttir Þingnefnd stefnir búi Epsteins Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Sjá meira