Fleiri leiðir kunna að vera til Ingimar Karl Helgason skrifar 12. nóvember 2008 00:01 Lilja Mósesdóttir. „Í tillögum mínum er ekki gert ráð fyrir aðstoð sjóðsins. Fyrstu tveir liðirnir eru beinlínis í andstöðu við þær ráðstafanir sem þegar hafa verið kynntar á grundvelli áætlunar sjóðsins," segir Lilja Mósesdóttir hagfræðingur. Hún hefur lagt til áætlun í sjö liðum, meðal annars til að vekja athygli á því að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn leiði Íslendinga til að fara aðrar leiðir til að kljást við alþjóðlegu fjármálakreppuna en mörg önnur ríki geri, til að mynda Bandaríkjamenn og margar Evrópuþjóðir.„Þau lækka vexti og auka ríkisútgjöld með því að lána fyrirtækjum og heimilum sem standa illa."Lilja segir að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi alltaf gripið til þeirra skilyrða að neyða ríki til að hækka vexti til að koma á stöðugleika á gjaldeyrismarkaði og að ríkissjóðir séu reknir hallalausir. Það sé þó ekki hægt vegna aukins atvinnuleysis, nema hækka skatta.„Margir hagfræðingar sem hafa rannsakað fjármálakreppur, telja að þessar aðgerðir, hækkun vaxta og skattahækkanir, verði til þess að dýpka kreppuna. Vaxtahækkunin þýðir að fleiri fyrirtæki geta ekki fjármagnað sig, því þau ráða ekki við vextina."Lilja telur að aðferðafræði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sé frekar á forsendum fjármagnseigenda en heimila og fyrirtækja. „Vaxtahækkunin er til að mynda hugsuð til þess að reyna að halda fjármagni hér, án þess að skattleggja það."Lilja leggur meðal annars til að 60 prósenta skattur verði lagður á alla fjármagnsflutninga yfir tíu milljónum króna. Spurð um hvort það stæðist lög og alþjóðlegar skuldbindingar segist Lilja ekki vera löglærð. Hins vegar hafi verið gripið til slíkra aðgerða áður. „Það gerði Malasía árið 1997 til 98. Og það land kom einna best út úr fjármálakreppunni gangvart nágrannalöndum sínum og þurfti ekki að skuldsetja sig nærri jafn mikið, því ríkið þurfti síður á láni að halda til að styrkja gjaldeyrisvaraforðann."Lilja telur enn fremur að þetta hefði takmörkuð áhrif á utanríkisviðskipti Íslendinga, því skortur á trúverðugleika gjaldmiðilsins hafi þegar haft slæm áhrif á þau mál. Allir sem vilji sjá, sjái að krónan falli um leið og hún fer á flot. „Um það eru fjölmörg dæmi, meðal annars frá Asíu, að vaxtahækkun dregur ekki úr útstreymi fjármagns í fjármálakreppu." Fjárfestar hugsi ekki rökrétt þegar ríki fari í gegnum fjármálakreppu. „Þeirra hugsun er að koma sér út, næstum hvað sem það kostar." Fréttir Innlent Undir smásjánni Viðskipti Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira
„Í tillögum mínum er ekki gert ráð fyrir aðstoð sjóðsins. Fyrstu tveir liðirnir eru beinlínis í andstöðu við þær ráðstafanir sem þegar hafa verið kynntar á grundvelli áætlunar sjóðsins," segir Lilja Mósesdóttir hagfræðingur. Hún hefur lagt til áætlun í sjö liðum, meðal annars til að vekja athygli á því að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn leiði Íslendinga til að fara aðrar leiðir til að kljást við alþjóðlegu fjármálakreppuna en mörg önnur ríki geri, til að mynda Bandaríkjamenn og margar Evrópuþjóðir.„Þau lækka vexti og auka ríkisútgjöld með því að lána fyrirtækjum og heimilum sem standa illa."Lilja segir að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi alltaf gripið til þeirra skilyrða að neyða ríki til að hækka vexti til að koma á stöðugleika á gjaldeyrismarkaði og að ríkissjóðir séu reknir hallalausir. Það sé þó ekki hægt vegna aukins atvinnuleysis, nema hækka skatta.„Margir hagfræðingar sem hafa rannsakað fjármálakreppur, telja að þessar aðgerðir, hækkun vaxta og skattahækkanir, verði til þess að dýpka kreppuna. Vaxtahækkunin þýðir að fleiri fyrirtæki geta ekki fjármagnað sig, því þau ráða ekki við vextina."Lilja telur að aðferðafræði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sé frekar á forsendum fjármagnseigenda en heimila og fyrirtækja. „Vaxtahækkunin er til að mynda hugsuð til þess að reyna að halda fjármagni hér, án þess að skattleggja það."Lilja leggur meðal annars til að 60 prósenta skattur verði lagður á alla fjármagnsflutninga yfir tíu milljónum króna. Spurð um hvort það stæðist lög og alþjóðlegar skuldbindingar segist Lilja ekki vera löglærð. Hins vegar hafi verið gripið til slíkra aðgerða áður. „Það gerði Malasía árið 1997 til 98. Og það land kom einna best út úr fjármálakreppunni gangvart nágrannalöndum sínum og þurfti ekki að skuldsetja sig nærri jafn mikið, því ríkið þurfti síður á láni að halda til að styrkja gjaldeyrisvaraforðann."Lilja telur enn fremur að þetta hefði takmörkuð áhrif á utanríkisviðskipti Íslendinga, því skortur á trúverðugleika gjaldmiðilsins hafi þegar haft slæm áhrif á þau mál. Allir sem vilji sjá, sjái að krónan falli um leið og hún fer á flot. „Um það eru fjölmörg dæmi, meðal annars frá Asíu, að vaxtahækkun dregur ekki úr útstreymi fjármagns í fjármálakreppu." Fjárfestar hugsi ekki rökrétt þegar ríki fari í gegnum fjármálakreppu. „Þeirra hugsun er að koma sér út, næstum hvað sem það kostar."
Fréttir Innlent Undir smásjánni Viðskipti Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira