Kvennalið Vals þarf að fara til Slóvakíu og spila þar leiki sína í riðlakeppni Evrópukeppninnar í knattspyrnu. Þetta varð ljóst eftir að dregið var í riðla í morgun.
Valsliðið leikur í riðli með Maccabi Holon frá Ísrael, Cardiff frá Wales og heimaliðinu Slovan Duslo Sala. Liðið sem vinnur riðilinn kemst í aðra umferð keppninnar.