Hverjir þurfa Mannréttindaskrifstofu? Toshiki Toma skrifar 15. maí 2008 00:01 Mannréttindastefna Reykjavíkurborgar var samþykkt af öllum flokkum í borgarstjórn árið 2006. Í framhaldi af því var mannréttindastjóri ráðinn og Mannréttindaskrifstofa borgarinnar stofnuð til þess að sinna framkvæmd samþykktrar stefnu í mannréttindamálum. Mannréttindastefna borgarinnar snertir fjölmörg málefni þ.á m. jafnréttismál, innflytjendamál, málefni fatlaðra, réttindi samkynhneigðra o.fl. Því má segja að verkefnin sem falla undir umrædda stefnu varði mjög hagsmuni minnihlutahópa borgarbúa. Það var augljóst frá upphafi að mannréttindastjóri gat ekki einn sinnt öllum verkefnunum og síðasta vetur var ákveðið að bæta skyldi þremur starfsmönnum við á skrifstofuna. Skömmu eftir þessa ákvörðun kom núverandi borgarstjóri til starfa. Hann virðist fremur hafa hagræðingu í borgarkerfinu í huga en mikilvægi þess að hafa virka framkvæmd á mannréttindastefnunni, sem hans eigin flokkur samþykkti fyrir tveimur árum, stefnu sem á að tryggja mannréttindi sem flestra borgarbúa. Mér þykir mjög leitt að mannréttindastjóri gafst upp í aðstæðunum og sagði starfi sínu lausu. Tímabundinn mannréttindastjóri var ráðinn loksins 6. maí, en ekki þrír starfsmenn sem áttu að bætast við. Það er vissulega mikilvægt að hver borgarstjórnarflokkur ræði þetta mál í sínum hópi og sjálfur er ég ekki hlutlaus þegar kemur að flokkspólitík. En fyrir utan það langar mig að leggja sérstaka áherslu á eitt í þessu sambandi: „Hagsmunir okkar minnihlutahópa í borginni eru ekki boltinn í leik sem borgarfulltrúarnir spila!“ Það gerist gjarnan að íhaldssinnaður meirihluti reynir að skera niður fjármagn til málefna minnihlutahópa, t.d. innflytjenda. Ein af ástæðum þess er kannski sú staðreynd að innflytjendur eða fólk í öðrum minnihlutahópum á enga sterka rödd í borgarstjórn sem stendur vörð um þessi mikilvægu málefni. En einmitt vegna þeirrar staðreyndar, að minnihlutahópar eiga ekki sterka rödd í Ráðhúsi Reykjavíkur, eiga þá borgarfulltrúarnir ekki að hlusta á rödd okkar sérstaklega og heyra okkar sjónarmið? Eiga borgarfulltrúar ekki að minnast þess að þeir eru einnig fulltrúar minnihlutahópa? Mannréttindastefna borgarinnar var samþykkt til þess að tryggja meira jafnrétti meðal allra borgarbúa. Mannréttindaskrifstofan var stofnuð til þess að þessi trygging réttinda væri í hávegum höfð meðal borgarbúa. Það var rétt leið og sú besta, a.m.k. þangað til önnur betri hugmynd mótast og tekur yfir verkefni Mannréttindaskrifstofunnar. Nú er borgarstjórinn ekki tilbúinn að halda áfram á þeirri braut sem áður var samþykkt en hefur heldur ekki sýnt fram á hvað taki við. Slíkt er ekki breyting á stefnu, heldur er það ekkert annað en afturför frá því sem verið hefur. Höfundur er prestur og stjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Mannréttindastefna Reykjavíkurborgar var samþykkt af öllum flokkum í borgarstjórn árið 2006. Í framhaldi af því var mannréttindastjóri ráðinn og Mannréttindaskrifstofa borgarinnar stofnuð til þess að sinna framkvæmd samþykktrar stefnu í mannréttindamálum. Mannréttindastefna borgarinnar snertir fjölmörg málefni þ.á m. jafnréttismál, innflytjendamál, málefni fatlaðra, réttindi samkynhneigðra o.fl. Því má segja að verkefnin sem falla undir umrædda stefnu varði mjög hagsmuni minnihlutahópa borgarbúa. Það var augljóst frá upphafi að mannréttindastjóri gat ekki einn sinnt öllum verkefnunum og síðasta vetur var ákveðið að bæta skyldi þremur starfsmönnum við á skrifstofuna. Skömmu eftir þessa ákvörðun kom núverandi borgarstjóri til starfa. Hann virðist fremur hafa hagræðingu í borgarkerfinu í huga en mikilvægi þess að hafa virka framkvæmd á mannréttindastefnunni, sem hans eigin flokkur samþykkti fyrir tveimur árum, stefnu sem á að tryggja mannréttindi sem flestra borgarbúa. Mér þykir mjög leitt að mannréttindastjóri gafst upp í aðstæðunum og sagði starfi sínu lausu. Tímabundinn mannréttindastjóri var ráðinn loksins 6. maí, en ekki þrír starfsmenn sem áttu að bætast við. Það er vissulega mikilvægt að hver borgarstjórnarflokkur ræði þetta mál í sínum hópi og sjálfur er ég ekki hlutlaus þegar kemur að flokkspólitík. En fyrir utan það langar mig að leggja sérstaka áherslu á eitt í þessu sambandi: „Hagsmunir okkar minnihlutahópa í borginni eru ekki boltinn í leik sem borgarfulltrúarnir spila!“ Það gerist gjarnan að íhaldssinnaður meirihluti reynir að skera niður fjármagn til málefna minnihlutahópa, t.d. innflytjenda. Ein af ástæðum þess er kannski sú staðreynd að innflytjendur eða fólk í öðrum minnihlutahópum á enga sterka rödd í borgarstjórn sem stendur vörð um þessi mikilvægu málefni. En einmitt vegna þeirrar staðreyndar, að minnihlutahópar eiga ekki sterka rödd í Ráðhúsi Reykjavíkur, eiga þá borgarfulltrúarnir ekki að hlusta á rödd okkar sérstaklega og heyra okkar sjónarmið? Eiga borgarfulltrúar ekki að minnast þess að þeir eru einnig fulltrúar minnihlutahópa? Mannréttindastefna borgarinnar var samþykkt til þess að tryggja meira jafnrétti meðal allra borgarbúa. Mannréttindaskrifstofan var stofnuð til þess að þessi trygging réttinda væri í hávegum höfð meðal borgarbúa. Það var rétt leið og sú besta, a.m.k. þangað til önnur betri hugmynd mótast og tekur yfir verkefni Mannréttindaskrifstofunnar. Nú er borgarstjórinn ekki tilbúinn að halda áfram á þeirri braut sem áður var samþykkt en hefur heldur ekki sýnt fram á hvað taki við. Slíkt er ekki breyting á stefnu, heldur er það ekkert annað en afturför frá því sem verið hefur. Höfundur er prestur og stjórnmálafræðingur.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun