Vill að Finnar gangi í NATO 9. janúar 2008 16:06 Jan-Erik Enestam er m.a. fyrrverandi varnarmálaráðherra Finnlands. Jan-Erik Enestam framkvæmdastjóri Norðurlandaráðs mælir með aðild Finna að NATO í blaðagrein. Hann segir finnska herinn standa frammi fyrir miklum og erfiðum skipulagsbreytingum ef hann nýtur ekki þeirra kosta sem aðild að NATO fela í sér. "Peningarnir ráða för. Gæði eiga að koma í stað magns, sem hefur í för með sér að herstöðvum er lokað og fækkað í herliði. Enda þótt aðild breyti engu um að Finnar þurfi að laga sig að breyttri stöðu í varnarmálum, yrðu breytingarnar ekki eins viðamiklar," skrifar Enestam í grein sinni í dagblaðinu Salon Seudun Sanomat á miðvikudag. Finnland ætti samkvæmt Enestam að taka mið af þeirri reynslu sem Danmörk og Ísland ásamt Eystrasaltsríkjunum hafa af NATO."Það er auðvelt að sjá að hræðsluáróður andstæðinga NATO hefur ekki við rök að styðjast. Aðildinni er ekki mótmælt í þessum ríkjum. Hvers vegna ættu aðstæður að vera öðru vísi hjá okkur," spyr Enestam sem áður hefur meðal annars gegnt embætti varnarmálaráðherra Finnlands.Enestam finnst ekki mikið til um þau rök NATO-andstæðinga að engin hernaðarógn steðji að Finnum í dag. . Ef ógnin sýnir sig, er orðið of seint að sækja um aðild. Enestam minnir einnig á að Finnar hafir lengi reynt að fá aðild að alþjóðlegum og svæðisbundnum varnarsamtökum."NATO er eina mikilvæga alþjóðasamstarfið sem Finnar eiga ekki aðild að. Það virðist þó ekki tímabært að gerast aðili. Á meðan þess er beðið, er skynsamlegt að efla varnarsamstarf við Svía og Norðmenn. Og Norðmenn eiga þrátt fyrir allt aðild að NATO," skrifar Enestam.Carl Bildt utanríkisráðherra Svíþjóðar lagði nýlega til að norrænu ríkin tækju upp nánara öryggis- og varnarmálasamstarf. Tarja Halonen forseti Finnlands og Ilkka Kanerva utanríkisráðherra eru einnig fylgjandi auknu samstarfi. Erlent Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Sjá meira
Jan-Erik Enestam framkvæmdastjóri Norðurlandaráðs mælir með aðild Finna að NATO í blaðagrein. Hann segir finnska herinn standa frammi fyrir miklum og erfiðum skipulagsbreytingum ef hann nýtur ekki þeirra kosta sem aðild að NATO fela í sér. "Peningarnir ráða för. Gæði eiga að koma í stað magns, sem hefur í för með sér að herstöðvum er lokað og fækkað í herliði. Enda þótt aðild breyti engu um að Finnar þurfi að laga sig að breyttri stöðu í varnarmálum, yrðu breytingarnar ekki eins viðamiklar," skrifar Enestam í grein sinni í dagblaðinu Salon Seudun Sanomat á miðvikudag. Finnland ætti samkvæmt Enestam að taka mið af þeirri reynslu sem Danmörk og Ísland ásamt Eystrasaltsríkjunum hafa af NATO."Það er auðvelt að sjá að hræðsluáróður andstæðinga NATO hefur ekki við rök að styðjast. Aðildinni er ekki mótmælt í þessum ríkjum. Hvers vegna ættu aðstæður að vera öðru vísi hjá okkur," spyr Enestam sem áður hefur meðal annars gegnt embætti varnarmálaráðherra Finnlands.Enestam finnst ekki mikið til um þau rök NATO-andstæðinga að engin hernaðarógn steðji að Finnum í dag. . Ef ógnin sýnir sig, er orðið of seint að sækja um aðild. Enestam minnir einnig á að Finnar hafir lengi reynt að fá aðild að alþjóðlegum og svæðisbundnum varnarsamtökum."NATO er eina mikilvæga alþjóðasamstarfið sem Finnar eiga ekki aðild að. Það virðist þó ekki tímabært að gerast aðili. Á meðan þess er beðið, er skynsamlegt að efla varnarsamstarf við Svía og Norðmenn. Og Norðmenn eiga þrátt fyrir allt aðild að NATO," skrifar Enestam.Carl Bildt utanríkisráðherra Svíþjóðar lagði nýlega til að norrænu ríkin tækju upp nánara öryggis- og varnarmálasamstarf. Tarja Halonen forseti Finnlands og Ilkka Kanerva utanríkisráðherra eru einnig fylgjandi auknu samstarfi.
Erlent Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna