Erlent

Líkindi til að offita gangi í erfðir

Vísindamenn við háskólann í London hafa komist að því að töluverð líkindi séu fyrir því að offita gangi í erfðir en sé ekki afleiðing lífsstíls viðkomandi.

Vísindamennirnar rannsökuðu yfir 5.000 pör af tvíburum, eineggja og ekki, og í ljós kom að þyngd og mittismál virtist ganga í erfðir í um 77% tilvika.

Fram kemur í rannsókn þessari að einstaklingar sem eru yfir kjörþyngd sinn í æsku muni eiga við offitu að stíða seinna á æfinni með tilheyrandi hjarta- og æðasjúkdómum, krabbameini og sykursýki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×