Spitfire flugkonur heiðraðar Óli Tynes skrifar 22. febrúar 2008 16:13 June Howden í Spirfire orrustuflugvél. Hún er nýlátin, 88 ára að aldri. Breskar konur sem ferjuðu Spirfire orrustlflugvélar í síðari heimsstyrjöldinni fá nú loks viðurkenningu fyrir störf sín. Sérstakt heiðursmerki verður slegið handa þeim. Gordon Brown, forsætisráðherra, tilkynnti þetta á þingi í dag, við fagnaðarlæti þingmanna. Bretar áttu mjög undir högg að sækja lengi framan af styrjöldinni. Það var þörf fyrir hvern einasta orrustuflugmann til þess að verjast árásum þýska flughersins. Það voru því fáir flugmenn eftir til þess að ferja nýjar flugvélar fram í fremstu víglínu. Sem og flugvélar sem voru að koma úr viðgerð eftir að hafa laskast í orrustum. Þá var leitað til kvenna, sem áður en yfir lauk ferjuðu tugþúsundir flugvéla fyrir flugherinn. Oft við skelfilegar aðstæður. Þær höfðu hvorki talstöðvar né leiðsögutæki og urðu að treysta á Guð og lukkuna í lágflugi, til þess að finna áfangastaðinn. Margar þeirra fórust. En hinar héldu áfram. Þessar flugkonur ferjuðu vélar af ýmsum stærðum og gerðum. Allt frá eins hreyfils Spitfire orrustuflugvélum til fjögurra hreyfla Lancaster sprengjuflugvéla. Ein þeirra var June Howden, sem situr í Spitfire vél á meðfylgjandi mynd. June ferjaði flugvélar af 22 mismunandi tegundum. Það var enginn tími til þess að kenna konunum á hverja flugvélategund fyrir sig. Þær fengu bara tveggja blaðsíðna bækling með helstu leiðbeiningum. Og þær lásu bæklinginn meðan þær flugu vélunum á áfangastað. Erlent Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Sjá meira
Breskar konur sem ferjuðu Spirfire orrustlflugvélar í síðari heimsstyrjöldinni fá nú loks viðurkenningu fyrir störf sín. Sérstakt heiðursmerki verður slegið handa þeim. Gordon Brown, forsætisráðherra, tilkynnti þetta á þingi í dag, við fagnaðarlæti þingmanna. Bretar áttu mjög undir högg að sækja lengi framan af styrjöldinni. Það var þörf fyrir hvern einasta orrustuflugmann til þess að verjast árásum þýska flughersins. Það voru því fáir flugmenn eftir til þess að ferja nýjar flugvélar fram í fremstu víglínu. Sem og flugvélar sem voru að koma úr viðgerð eftir að hafa laskast í orrustum. Þá var leitað til kvenna, sem áður en yfir lauk ferjuðu tugþúsundir flugvéla fyrir flugherinn. Oft við skelfilegar aðstæður. Þær höfðu hvorki talstöðvar né leiðsögutæki og urðu að treysta á Guð og lukkuna í lágflugi, til þess að finna áfangastaðinn. Margar þeirra fórust. En hinar héldu áfram. Þessar flugkonur ferjuðu vélar af ýmsum stærðum og gerðum. Allt frá eins hreyfils Spitfire orrustuflugvélum til fjögurra hreyfla Lancaster sprengjuflugvéla. Ein þeirra var June Howden, sem situr í Spitfire vél á meðfylgjandi mynd. June ferjaði flugvélar af 22 mismunandi tegundum. Það var enginn tími til þess að kenna konunum á hverja flugvélategund fyrir sig. Þær fengu bara tveggja blaðsíðna bækling með helstu leiðbeiningum. Og þær lásu bæklinginn meðan þær flugu vélunum á áfangastað.
Erlent Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Sjá meira