Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis er Breiðablik að krækja í Söru Björk Gunnarsdóttur frá Haukum.
Þessi átján ára stelpa var eftirsótt af mörgum liðum í Landsbankadeild kvenna.
Hún er þegar komin í stórt hlutverk með íslenska landsliðinu þrátt fyrir að hafa aldrei leikið í efstu deild hér á landi.
Valur, KR, Stjarnan og Breiðablik höfðu öll áhuga á að fá hana en hún er að öllum líkindum á leið í Kópavogsliðið. Gengið verður frá málum í kvöld. Breiðablik er í fjórða sæti í Landsbankadeild kvenna.