Ennþá óháð, ennþá fersk Trausti Júlíusson skrifar 18. júlí 2008 06:00 CSS. Eitt af heitustu nöfnunum hjá Sub Pop í dag ásamt No Age, Fleet Foxes, Band of Horses, Wolf Parade, Comets on Fire o.m.fl. Um síðustu helgi blés bandaríska plötuútgáfan Sub Pop til mikillar tónlistarveislu í Redmond í nágrenni Seattle til að fagna tuttugu ára starfsafmæli útgáfunnar. Rifjum upp sögu þessarar merku útgáfu sem m.a. kom Nirvana á framfæri og sem hefur í gegn um öll tuttugu árin haldið áfram að gefa út frábæra tónlist. Bandaríska plötuútgáfan Sub Pop er ein af þessum útgáfum sem auðvelda tónlistaráhugamönnum lífið. Það má treysta því að ef Sub Pop gefur það út þá er það ekki drasl. Þessa dagana er Sub Pop að fagna 20 ára afmælinu sínu. Útgáfan varð reyndar til nokkru fyrr, en það var í apríl 1988 sem þeir Bruce Pavitt og Jonathan Poneman hættu í daglaunavinnunum sínum, leigðu húsnæði og ákváðu að búa til alvöru plötufyrirtæki. Þeir ákváðu að tappa inn á hina öflugu rokksenu sem skók Seattle-borg á þessum tíma. Á meðal fyrstu platna útgáfunnar voru plötur með Green River, Soundgarden, Nirvana, TAD, Screaming Trees og Mudhoney. Eitt af því sem útgáfan gerði var að stofna smáskífuklúbb. Ný smáskífa var send heim til áskrifenda í hverjum mánuði. Fyrsta platan í klúbbnum var fyrsta smáskífa Nirvana Love Buzz, Big Cheese. Eftir að Nirvana sló í gegn gerðu flestar grunge-sveitirnar samninga við stórfyrirtæki, en Sub Pop hélt áfram að einbeita sér að góðri tónlist. Hefur þróast með tímanumEins og allar þær plötuútgáfur sem hafa staðist tímans tönn þá hefur Sub Pop þróast mikið og lagað sig að tíðarandanum. En hún hefur aldrei slegið neitt af gæðakröfunum. Á meðal listamanna sem hafa gefið út hjá Sub Pop í gegnum árin má nefna Afghan Wigs, Flaming Lips, L7, Fugazi, Dinosaur Jr, Lubricated Goat, The Postal Service, Sebadoh, The Rapture, The Shins, Low, St. Etienne, Sleater Kinney og Iron & Wine. Í dag eru útgáfurnar að nálgast 800 og Sub Pop hefur á sínum snærum mörg af heitustu rokkböndunum, t.d. Comets on Fire, Band of Horses, Wolf Parade, The Gutter Twins, popp-ljúfmennin í Fleet Foxes og hávaðaseggina í No Age. Að ógleymdri brasilísku sveitinni CSS sem er einmitt að senda frá sér plötu númer tvö, Donkey, í næstu viku. Endurvakinn smáskífuklúbburAuk fyrrnefndra afmælistónleika er ýmislegt annað við haft vegna afmælis Sub Pop. Tímaritið Mojo er með mikla umfjöllun og safndisk, smáskífuklúbburinn verður endurvakinn í ágúst og röð af endurútgáfum er fyrirhuguð. Sú fyrsta er tvöföld viðhafnarútgáfa af Superfuzz Bigmuff með Mudhoney, en á henni eru fyrstu smáskífur sveitarinnar ásamt EP-plötu, hellingi af aukalögum og tónleikum. Frábær plata sem hljómar enn fersk og kraftmikil í dag, 20 árum eftir að hún kom fyrst út. Að lokum má geta þess að hin nýja plötubúð Smekkleysu á Laugaveginum er með afmælistilboð á plötum Sub Pop þessa dagana. Tónlist Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Um síðustu helgi blés bandaríska plötuútgáfan Sub Pop til mikillar tónlistarveislu í Redmond í nágrenni Seattle til að fagna tuttugu ára starfsafmæli útgáfunnar. Rifjum upp sögu þessarar merku útgáfu sem m.a. kom Nirvana á framfæri og sem hefur í gegn um öll tuttugu árin haldið áfram að gefa út frábæra tónlist. Bandaríska plötuútgáfan Sub Pop er ein af þessum útgáfum sem auðvelda tónlistaráhugamönnum lífið. Það má treysta því að ef Sub Pop gefur það út þá er það ekki drasl. Þessa dagana er Sub Pop að fagna 20 ára afmælinu sínu. Útgáfan varð reyndar til nokkru fyrr, en það var í apríl 1988 sem þeir Bruce Pavitt og Jonathan Poneman hættu í daglaunavinnunum sínum, leigðu húsnæði og ákváðu að búa til alvöru plötufyrirtæki. Þeir ákváðu að tappa inn á hina öflugu rokksenu sem skók Seattle-borg á þessum tíma. Á meðal fyrstu platna útgáfunnar voru plötur með Green River, Soundgarden, Nirvana, TAD, Screaming Trees og Mudhoney. Eitt af því sem útgáfan gerði var að stofna smáskífuklúbb. Ný smáskífa var send heim til áskrifenda í hverjum mánuði. Fyrsta platan í klúbbnum var fyrsta smáskífa Nirvana Love Buzz, Big Cheese. Eftir að Nirvana sló í gegn gerðu flestar grunge-sveitirnar samninga við stórfyrirtæki, en Sub Pop hélt áfram að einbeita sér að góðri tónlist. Hefur þróast með tímanumEins og allar þær plötuútgáfur sem hafa staðist tímans tönn þá hefur Sub Pop þróast mikið og lagað sig að tíðarandanum. En hún hefur aldrei slegið neitt af gæðakröfunum. Á meðal listamanna sem hafa gefið út hjá Sub Pop í gegnum árin má nefna Afghan Wigs, Flaming Lips, L7, Fugazi, Dinosaur Jr, Lubricated Goat, The Postal Service, Sebadoh, The Rapture, The Shins, Low, St. Etienne, Sleater Kinney og Iron & Wine. Í dag eru útgáfurnar að nálgast 800 og Sub Pop hefur á sínum snærum mörg af heitustu rokkböndunum, t.d. Comets on Fire, Band of Horses, Wolf Parade, The Gutter Twins, popp-ljúfmennin í Fleet Foxes og hávaðaseggina í No Age. Að ógleymdri brasilísku sveitinni CSS sem er einmitt að senda frá sér plötu númer tvö, Donkey, í næstu viku. Endurvakinn smáskífuklúbburAuk fyrrnefndra afmælistónleika er ýmislegt annað við haft vegna afmælis Sub Pop. Tímaritið Mojo er með mikla umfjöllun og safndisk, smáskífuklúbburinn verður endurvakinn í ágúst og röð af endurútgáfum er fyrirhuguð. Sú fyrsta er tvöföld viðhafnarútgáfa af Superfuzz Bigmuff með Mudhoney, en á henni eru fyrstu smáskífur sveitarinnar ásamt EP-plötu, hellingi af aukalögum og tónleikum. Frábær plata sem hljómar enn fersk og kraftmikil í dag, 20 árum eftir að hún kom fyrst út. Að lokum má geta þess að hin nýja plötubúð Smekkleysu á Laugaveginum er með afmælistilboð á plötum Sub Pop þessa dagana.
Tónlist Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið