Ólafur Jóhannesson: Sigur í Glasgow myndi færa þjóðinni bros Hjalti Þór Hreinsson skrifar 29. mars 2009 16:06 Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari. Mynd/Stefán Landsliðsþjálfarinn Ólafur Jóhannesson var í viðtali við sunnudagsútgáfu skoska blaðsins Sunday Mail í tilefni stórleiksins á Hampden Park á miðvikudag. Leikur Íslands og Skotlands er algjör lykilleikur fyrir framhaldið í undankeppni HM 2010 í Suður-Afríku, en Holland er svo gott sem öruggt með sigur í riðlinum. Ólafur segir meðal annars að hann vilji vinna til að lyfta íslensku þjóðinni, sem hann lýsti hvernig hefði átt erfitt í kreppunni. "Vegna kreppunnar væri sérstakt að ná að vinna leiki, til dæmis þennan á Hampden og að komast í úrslitakeppni stórmóts. Ef við næðum því myndi það draga fram nauðsynleg bros á þjóðinni. Það myndi hjálpa þeim að komast í gegnum krísuna," sagði þjálfarinn. "Það væri svipað og handboltalandsliðið sem varð í öðru sæti á Ólympíuleikunum í fyrra, þjóðin ljómaði öll við það. Þetta er eins með fótboltann. Ef við vinnum verða allir ánægðir í landinu. Sigur myndi láta alla gleyma því hvað hefur gengið á. Það getir öskrað á sjónvarpið og hleypt reiðinni út," sagði Ólafur. Blaðamaður Sunday Mail fer mikinn um Eið Smára Guðjohnsen en Ólafur segir að íslenska landsliðið sé ekki eins manns lið. „Allir halda að liðið snúist bara um Eið. Þetta snýst alls ekki bara um hann - við erum nú með aðra stráka í liðinu sem geta unnið leiki fyrir okkur. Leikmennirnir verða að muna það líka," sagði Ólafur. Hann vonast einnig til þess að ná að nýta sér það að Skotar spiluðu erfiðan útileik gegn Hollendingum í gær, sem þeir töpuðu 3-0. „Þetta verður erfiður leikur. Holland mun vinna riðilinn en það eru fjórar þjóðir að berjast um annað sætið. Við getum öll tekið stig af hvert öðru þannig að hver leikur er eins og úrslitaleikur." „Skotar eru okkur aðeins fremri eins og Noregur en það hindrar okkur ekkert í því að reyna. Ég er ánægður með að Skotar spiluðu við Holland á laugardaginn, það þýðir að við getum einbeitt okkur 100 prósent að leiknum í Glasgow. Ég sá leikinn í Amsterdam og tek að við séum í góðri stöðu núna. Við ættum að hafa alla fríska og í toppformi á miðvikudaginn og það mun hjálpa okkur," sagði Ólafur Jóhannesson. Íslenski boltinn Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Fleiri fréttir Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Sjá meira
Landsliðsþjálfarinn Ólafur Jóhannesson var í viðtali við sunnudagsútgáfu skoska blaðsins Sunday Mail í tilefni stórleiksins á Hampden Park á miðvikudag. Leikur Íslands og Skotlands er algjör lykilleikur fyrir framhaldið í undankeppni HM 2010 í Suður-Afríku, en Holland er svo gott sem öruggt með sigur í riðlinum. Ólafur segir meðal annars að hann vilji vinna til að lyfta íslensku þjóðinni, sem hann lýsti hvernig hefði átt erfitt í kreppunni. "Vegna kreppunnar væri sérstakt að ná að vinna leiki, til dæmis þennan á Hampden og að komast í úrslitakeppni stórmóts. Ef við næðum því myndi það draga fram nauðsynleg bros á þjóðinni. Það myndi hjálpa þeim að komast í gegnum krísuna," sagði þjálfarinn. "Það væri svipað og handboltalandsliðið sem varð í öðru sæti á Ólympíuleikunum í fyrra, þjóðin ljómaði öll við það. Þetta er eins með fótboltann. Ef við vinnum verða allir ánægðir í landinu. Sigur myndi láta alla gleyma því hvað hefur gengið á. Það getir öskrað á sjónvarpið og hleypt reiðinni út," sagði Ólafur. Blaðamaður Sunday Mail fer mikinn um Eið Smára Guðjohnsen en Ólafur segir að íslenska landsliðið sé ekki eins manns lið. „Allir halda að liðið snúist bara um Eið. Þetta snýst alls ekki bara um hann - við erum nú með aðra stráka í liðinu sem geta unnið leiki fyrir okkur. Leikmennirnir verða að muna það líka," sagði Ólafur. Hann vonast einnig til þess að ná að nýta sér það að Skotar spiluðu erfiðan útileik gegn Hollendingum í gær, sem þeir töpuðu 3-0. „Þetta verður erfiður leikur. Holland mun vinna riðilinn en það eru fjórar þjóðir að berjast um annað sætið. Við getum öll tekið stig af hvert öðru þannig að hver leikur er eins og úrslitaleikur." „Skotar eru okkur aðeins fremri eins og Noregur en það hindrar okkur ekkert í því að reyna. Ég er ánægður með að Skotar spiluðu við Holland á laugardaginn, það þýðir að við getum einbeitt okkur 100 prósent að leiknum í Glasgow. Ég sá leikinn í Amsterdam og tek að við séum í góðri stöðu núna. Við ættum að hafa alla fríska og í toppformi á miðvikudaginn og það mun hjálpa okkur," sagði Ólafur Jóhannesson.
Íslenski boltinn Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Fleiri fréttir Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Sjá meira