Fótbolti

Leynisamningur við Ronaldo til staðar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Cristiano Ronaldo í leik með Manchester United.
Cristiano Ronaldo í leik með Manchester United. Nordic Photos / Getty Images

Nýr varaforseti Real Madrid, Fernando Tapias, hefur viðurkennt að félagið gerði á sínum tíma leynilegan samning við Cristiano Ronaldo og umboðsmann hans.

Samkvæmt atriðum samningsins skuldbindur Real Madrid að kaupa Ronaldo frá Manchester United fyrir 30. júní. Þeir mega ekki bjóða minna en 90 milljónir punda.

Ef Real Madrid mistekst að kaupa Ronaldo fyrir þann tíma þarf það að greiða honum og umboðsmanni hans 30 milljónir evra skaðabótagreiðslu.

Tapias viðurkenndi tilvist samningssins en sagði það væri ekki þeim að kenna að hann væri til staðar.

„Ronaldo er mjög sérstakur leikmaður en verðið er líka fullhátt. Kannski að FIFA ætti að setja 50 milljóna evru hámarksgreiðslu fyrir leikmannakaup."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×