Körfubolti

KR-ingar unnu Snæfellinga og fóru á toppinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tommy Johnson var í miklum ham í kvöld.
Tommy Johnson var í miklum ham í kvöld. Mynd/Vilhelm
KR-ingar fara með bros á vör upp í flugvélina til Kína eftir sex stiga sigur á Snæfelli, 97-91, í fyrsta leik ellefu umferðar Iceland Express deildar karla í DHL-Höllinni í kvöld. KR komst í efsta sæti deildarinnar með þessum sigri sem var öruggari en lokatölur gefa til kynna.

KR-ingar tóku völdin strax í byrjun leiks, komust í 11-4, voru 25-19 yfir eftir fyrsta leikhluta og fjórtán stigum yfir í hálfleik, 53-39. Snæfell byrjaði seinni hálfleik vel en náðu þó á endanum ekki að minnka muninn fyrir lokaleikhlutann. Snæfell náði aftur á móti að minnka muninn í sex stig í lok leiksins.

Tommy Johnson átti frábæran leik með KR-liðinu í kvöld en hann skoraði alls 39 stig og hitti úr 10 af 16 þriggja stiga skotum sínum.

Það munaði miklu fyrir Snæfellsliðið að byrjunarliðsmennirnir Sigurður Þorvaldsson og Pálmi Freyr Sigurgeirsson gátu ekki spilað með liðinu í kvöld. Hlynur Bæringsson var með 27 stig og 13 fráköst og Sean Burton skoraði 17 af 22 stigum sínum í seinni hálfleik.

KR-Snæfell 97-91 (53-39)

Stig KR: Tommy Johnson 39, Fannar Ólafsson 14, Brynjar Þór Björnsson 13 (8 fráköst), Finnur Atli Magnússon 13, Semaj Inge 11 (7 fráköst, 7 stoðsendingar), Skarphéðinn Freyr Ingason 5, Darri Hilmarsson 2.

Stig Snæfells: Hlynur Bæringsson 27 (13 fráköst), Sean Burton 22 (12 stoðsendingar), Jón Ólafur Jónsson 18, Emil Jóhannsson 13, Sveinn Davíðsson 4, Egill Egilsson 3, Páll Fannar Helgason 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×