Leynisamningar Landsvirkjunar Jón Steinsson skrifar 16. október 2009 06:00 Á undanförnum árum hafa Landsvirkjun og önnur opinber orkufyrirtæki gert stóra orkusölusamninga til mjög langs tíma við erlend iðnfyrirtæki sem reist hafa álbræðslur hér á landi. Þrátt fyrir að hér sé um eitt mesta hagsmunamál þjóðarinnar að ræða hafa stjórnvöld til þessa komist upp með að upplýsa ekki um verðið sem álbræðslurnar greiða fyrir orkuna. Endrum og eins hafa upplýsingar um orkuverðið lekið og hafa lekarnir einatt bent til þess að verðið sé afar lágt í samanburði við heimsmarkaðsverð á orku. Vörn Friðriks Sophussonar, forstjóra Landsvirkjunar, var lengi vel að arðsemi virkjunarframkvæmda væri um 11%. Þessi vörn bendir einmitt til þess að Landsvirkjun sé að selja orkuna nálægt kostnaðarverði í stað þess að selja hana nálægt heimsmarkaðsverði. Það að samningar Landsvirkjunar um orkuverð til stóriðju séu ekki opinberir er hneyksli. Stjórnvöld hafa lengi afsakað þetta ástand með því að það geti skaðað viðskiptahagsmuni Landsvirkjunar ef samningsverðið er gert opinbert. Það er hins vegar erfitt að sjá hvers eðlis sá skaði ætti að vera. Olíuverð, verð á gasi og öðru eldsneyti sem knýr samkeppnisaðila íslenskra álbræðslna er öllum aðgengilegt. Líklegri skýring er að stjórnvöld vilji koma í veg fyrir að almenningur gagnrýni þau fyrir að hafa samið um óeðlilega lágt verð. Nú er mikið rætt um frekari stóriðju á Íslandi. Það á að vera ófrávíkjanleg forsenda fyrir frekari stóriðju að orkusölusamningar verði gerðir opinberir. Auk þess eiga stjórnvöld að breyta upplýsingalögum þannig að allir samningar ríkis og ríkisfyrirtækja um kaup og sölu á vöru og þjónustu séu opinberar upplýsingar. Tími baktjaldamakks opinberra aðila á Íslandi á að vera liðinn. Ég veit að ég á marga bandamenn þegar kemur að efni þessarar greinar. Raunar hef ég ekki hitt nokkurn Íslending sem ver það að leynd hvíli yfir þessum samningum ef frá eru taldir ráðherrar, talsmenn álrisanna og forsvarsmenn opinberra orkufyrirtækja. En einhverra hluta vegna hefur þjóðin látið þetta yfir sig ganga í áraraðir. Ég skora á sem flesta að þrýsta dag eftir dag á að þessu verði breytt. Annars gerist ekkert. Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steinsson Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hafa Landsvirkjun og önnur opinber orkufyrirtæki gert stóra orkusölusamninga til mjög langs tíma við erlend iðnfyrirtæki sem reist hafa álbræðslur hér á landi. Þrátt fyrir að hér sé um eitt mesta hagsmunamál þjóðarinnar að ræða hafa stjórnvöld til þessa komist upp með að upplýsa ekki um verðið sem álbræðslurnar greiða fyrir orkuna. Endrum og eins hafa upplýsingar um orkuverðið lekið og hafa lekarnir einatt bent til þess að verðið sé afar lágt í samanburði við heimsmarkaðsverð á orku. Vörn Friðriks Sophussonar, forstjóra Landsvirkjunar, var lengi vel að arðsemi virkjunarframkvæmda væri um 11%. Þessi vörn bendir einmitt til þess að Landsvirkjun sé að selja orkuna nálægt kostnaðarverði í stað þess að selja hana nálægt heimsmarkaðsverði. Það að samningar Landsvirkjunar um orkuverð til stóriðju séu ekki opinberir er hneyksli. Stjórnvöld hafa lengi afsakað þetta ástand með því að það geti skaðað viðskiptahagsmuni Landsvirkjunar ef samningsverðið er gert opinbert. Það er hins vegar erfitt að sjá hvers eðlis sá skaði ætti að vera. Olíuverð, verð á gasi og öðru eldsneyti sem knýr samkeppnisaðila íslenskra álbræðslna er öllum aðgengilegt. Líklegri skýring er að stjórnvöld vilji koma í veg fyrir að almenningur gagnrýni þau fyrir að hafa samið um óeðlilega lágt verð. Nú er mikið rætt um frekari stóriðju á Íslandi. Það á að vera ófrávíkjanleg forsenda fyrir frekari stóriðju að orkusölusamningar verði gerðir opinberir. Auk þess eiga stjórnvöld að breyta upplýsingalögum þannig að allir samningar ríkis og ríkisfyrirtækja um kaup og sölu á vöru og þjónustu séu opinberar upplýsingar. Tími baktjaldamakks opinberra aðila á Íslandi á að vera liðinn. Ég veit að ég á marga bandamenn þegar kemur að efni þessarar greinar. Raunar hef ég ekki hitt nokkurn Íslending sem ver það að leynd hvíli yfir þessum samningum ef frá eru taldir ráðherrar, talsmenn álrisanna og forsvarsmenn opinberra orkufyrirtækja. En einhverra hluta vegna hefur þjóðin látið þetta yfir sig ganga í áraraðir. Ég skora á sem flesta að þrýsta dag eftir dag á að þessu verði breytt. Annars gerist ekkert. Höfundur er hagfræðingur.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun