Sögulegur sigur íslensku stelpnanna á Norðmönnum 4. mars 2009 15:24 Sara Björk Gunnarsdóttir. Mynd/Rósa Íslenska kvennalandsliðið vann 3-1 sigur á Noregi í fyrsta leik liðsins á Algarve-bikarnum en þetta er í fyrsta sinn sem kvennalandsliðið vinnur Noreg. Íslensku stelpurnar eru komnar í 3-1 gegn Noregi eftir að hafa skorað tvö mörk á fyrstu átta mínútum seinni hálfleiks, fyrst Sara Björk Gunnarsdóttir með sitt annað skallamark og svo sendu norsku stelpurnar boltann í sitt eigið mark eftir skalla Margrétar Láru Viðarsdóttur. Sara Björk skoraði sitt annað mark í leiknum á 51. mínútu en hún hefur skorað bæði mörk sín með skalla það fyrra eftir aukaspyrnu Eddu Garðarsdóttur og það síðara eftir fyrirgjöf Hólmfríðar Magnúsdóttur. Edda átti einnig þátt í þriðja markinu tveimur mínútum síðar en Margrét Lára Viðarsdóttir skallaði þá aukaspyrnu hennar í varnarmann og í netið. Það er kominn hálfleikur í leik Íslands og Noregs á Algarve-bikarnum og staðan er jöfn 1-1. Sara Björk Gunnarsdóttir kom Íslandi yfir en Norðmenn jöfnuðu metin sex mínútum fyrir hálfleik. Norðmenn jöfnuðu metin á 39. mínútu leiksins en höfðu áður skotið framhjá úr vítaspyrnu. Dóra Stefánsdóttir og Sara Björk hafa báðar fengið að líta gula spjaldið í leiknum, Dóra á 27. mínútu og Sara fimm mínútum fyrir hálfleik. Mark Söru kom eftir 16. mínútna leik. Hún skoraði markið með skalla eftir aukaspyrnu frá Eddu Garðarsdóttur en þetta er fjórða mark hennar fyrir íslenska A-landsliðið. Ísland hefur aldrei unnið Noreg í A-landsleik kvenna en þetta er í sjötta sinn sem þjóðirnar mætast. Byrjunarlið Ísland í leiknum (4-5-1): Markvörður: Guðbjörg Gunnarsdóttir Hægri bakvörður: Ásta Árnadóttir Vinstri bakvörður: Ólína G. Viðarsdóttir Miðverðir: Katrín Jónsdóttir, fyrirliði og Guðrún Sóley Gunnarsdóttir Varnartengilðir: Edda Garðarsdóttir og Dóra Stefánsdóttir Sóknartengiliður: Sara Björk Gunnarsdóttir Hægri kantur: Dóra María Lárusdóttir Vinstri kantur: Hólmfríður Magnúsdóttir Framherji: Margrét Lára Viðarsdóttir Íslenski boltinn Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Fleiri fréttir Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið vann 3-1 sigur á Noregi í fyrsta leik liðsins á Algarve-bikarnum en þetta er í fyrsta sinn sem kvennalandsliðið vinnur Noreg. Íslensku stelpurnar eru komnar í 3-1 gegn Noregi eftir að hafa skorað tvö mörk á fyrstu átta mínútum seinni hálfleiks, fyrst Sara Björk Gunnarsdóttir með sitt annað skallamark og svo sendu norsku stelpurnar boltann í sitt eigið mark eftir skalla Margrétar Láru Viðarsdóttur. Sara Björk skoraði sitt annað mark í leiknum á 51. mínútu en hún hefur skorað bæði mörk sín með skalla það fyrra eftir aukaspyrnu Eddu Garðarsdóttur og það síðara eftir fyrirgjöf Hólmfríðar Magnúsdóttur. Edda átti einnig þátt í þriðja markinu tveimur mínútum síðar en Margrét Lára Viðarsdóttir skallaði þá aukaspyrnu hennar í varnarmann og í netið. Það er kominn hálfleikur í leik Íslands og Noregs á Algarve-bikarnum og staðan er jöfn 1-1. Sara Björk Gunnarsdóttir kom Íslandi yfir en Norðmenn jöfnuðu metin sex mínútum fyrir hálfleik. Norðmenn jöfnuðu metin á 39. mínútu leiksins en höfðu áður skotið framhjá úr vítaspyrnu. Dóra Stefánsdóttir og Sara Björk hafa báðar fengið að líta gula spjaldið í leiknum, Dóra á 27. mínútu og Sara fimm mínútum fyrir hálfleik. Mark Söru kom eftir 16. mínútna leik. Hún skoraði markið með skalla eftir aukaspyrnu frá Eddu Garðarsdóttur en þetta er fjórða mark hennar fyrir íslenska A-landsliðið. Ísland hefur aldrei unnið Noreg í A-landsleik kvenna en þetta er í sjötta sinn sem þjóðirnar mætast. Byrjunarlið Ísland í leiknum (4-5-1): Markvörður: Guðbjörg Gunnarsdóttir Hægri bakvörður: Ásta Árnadóttir Vinstri bakvörður: Ólína G. Viðarsdóttir Miðverðir: Katrín Jónsdóttir, fyrirliði og Guðrún Sóley Gunnarsdóttir Varnartengilðir: Edda Garðarsdóttir og Dóra Stefánsdóttir Sóknartengiliður: Sara Björk Gunnarsdóttir Hægri kantur: Dóra María Lárusdóttir Vinstri kantur: Hólmfríður Magnúsdóttir Framherji: Margrét Lára Viðarsdóttir
Íslenski boltinn Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Fleiri fréttir Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Sjá meira