Umfjöllun: Vinnusigur Njarðvíkinga gegn Fjölni Ragnar Vignir skrifar 29. október 2009 22:19 Úr leik Fjölnis og Njarðvíkur í kvöld. Mynd/Daníel Njarðvík vann í kvöld níu stiga sigur á Fjölni í Grafarvoginum í kvöld, 73-64. Liðið er því enn með fullt hús stiga eftir fyrstu fjórar umferðirnar í Iceland Express-deild karla. Fyrir leikinn hefði mátt búast við einstefnu gestanna en annað kom á daginn. Mikið jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og heimamenn lengi yfir. Fjölnismenn voru virkilega grimmir í fyrir hlé og börðumst um hvern einasta bolta og náðu mörgum sóknarfráköstum þrátt fyrir turnanna tvo, þá Pál Kristinsson og Friðrik Stefánsson í liði Njarðvíkur. Gestirnir voru að sama skapi mjög lengi í gang og virkuðu bæði áhuga- og andlausir í sínum aðgerðum, sérstaklega í fyrsta leikhluta. Þegar leið að hálfleik vöknuðu gestirnir og eftir nokkrar þriggja stiga körfur komust Njarðvíkingar yfir og leiddu með fjórum stigum í hálfleik, 34-30. Í þriðja leikhluta var mikið jafnræði með liðunum en þó voru gestirnir ávallt skrefinu á undan og sýndu loks sitt rétta andlit. Munurinn fyrir síðasta leikhlutann var fjögur stig og í raun var leikurinn enn opinn. Í síðasta fjórðungnum spilaði Njarðvík hins vegar mjög yfirvegaðan og góðan leik. Stórskytturnar Magnús Gunnarsson og Jóhann Ólafsson skiluðu á köflum mikilvægum stigum og þá var Friðrik Stefánsson traustur undir körfunni. Við þessa reynsluleikmenn réðu Fjölnismenn einfaldlega ekki og gestirnir sigu á endanum fram úr heimamönnum. Þeir gáfust þó aldrei upp og héldu muninum í leikslok í níu stigum. Fjölnismenn spiluðu alls ekki illa í þessum leik. Vörnin var góð lengst af en það var eins og menn misstu móðinn þegar leið á síðasta leikhlutann. Liðið var að búa til góðar sóknir lengst af en skotnýtingin var ekki nógu góð. Gestirnir frá Njarðvík geta spilað mun betur en þeir gerðu í Grafarvoginum í kvöld. Liðið var lengi í gang og það var ekki fyrr en stórskyttur þeirra fóru að hitta vel sem munurinn milli liðanna jókst. Það verður þó teljast styrkur að vinna sigur þrátt fyrir frekar slaka frammistöðu heilt yfir. Liðið mun bara halda áfram að styrkjast og verður að teljast líklegt til afreka í vetur. Stig Fjölnis: Christopher Smith 23, Ægir Steinarsson 13,Magni Hafsteinsson 12, Arnþór Guðmundsson 9, Níels Dungal 5, Sverrir Kári Karlsson 2. Stig Njarðvíkur: Magnús Gunnarsson 20, Guðmundur Jónsson 17, Friðrik Stefánsson 12, Páll Kristinsson 8, Jóhann Ólafsson 8, Rúnar Erlingsson 4, Hjörtur Einarsson 4. Dominos-deild karla Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Sjá meira
Njarðvík vann í kvöld níu stiga sigur á Fjölni í Grafarvoginum í kvöld, 73-64. Liðið er því enn með fullt hús stiga eftir fyrstu fjórar umferðirnar í Iceland Express-deild karla. Fyrir leikinn hefði mátt búast við einstefnu gestanna en annað kom á daginn. Mikið jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og heimamenn lengi yfir. Fjölnismenn voru virkilega grimmir í fyrir hlé og börðumst um hvern einasta bolta og náðu mörgum sóknarfráköstum þrátt fyrir turnanna tvo, þá Pál Kristinsson og Friðrik Stefánsson í liði Njarðvíkur. Gestirnir voru að sama skapi mjög lengi í gang og virkuðu bæði áhuga- og andlausir í sínum aðgerðum, sérstaklega í fyrsta leikhluta. Þegar leið að hálfleik vöknuðu gestirnir og eftir nokkrar þriggja stiga körfur komust Njarðvíkingar yfir og leiddu með fjórum stigum í hálfleik, 34-30. Í þriðja leikhluta var mikið jafnræði með liðunum en þó voru gestirnir ávallt skrefinu á undan og sýndu loks sitt rétta andlit. Munurinn fyrir síðasta leikhlutann var fjögur stig og í raun var leikurinn enn opinn. Í síðasta fjórðungnum spilaði Njarðvík hins vegar mjög yfirvegaðan og góðan leik. Stórskytturnar Magnús Gunnarsson og Jóhann Ólafsson skiluðu á köflum mikilvægum stigum og þá var Friðrik Stefánsson traustur undir körfunni. Við þessa reynsluleikmenn réðu Fjölnismenn einfaldlega ekki og gestirnir sigu á endanum fram úr heimamönnum. Þeir gáfust þó aldrei upp og héldu muninum í leikslok í níu stigum. Fjölnismenn spiluðu alls ekki illa í þessum leik. Vörnin var góð lengst af en það var eins og menn misstu móðinn þegar leið á síðasta leikhlutann. Liðið var að búa til góðar sóknir lengst af en skotnýtingin var ekki nógu góð. Gestirnir frá Njarðvík geta spilað mun betur en þeir gerðu í Grafarvoginum í kvöld. Liðið var lengi í gang og það var ekki fyrr en stórskyttur þeirra fóru að hitta vel sem munurinn milli liðanna jókst. Það verður þó teljast styrkur að vinna sigur þrátt fyrir frekar slaka frammistöðu heilt yfir. Liðið mun bara halda áfram að styrkjast og verður að teljast líklegt til afreka í vetur. Stig Fjölnis: Christopher Smith 23, Ægir Steinarsson 13,Magni Hafsteinsson 12, Arnþór Guðmundsson 9, Níels Dungal 5, Sverrir Kári Karlsson 2. Stig Njarðvíkur: Magnús Gunnarsson 20, Guðmundur Jónsson 17, Friðrik Stefánsson 12, Páll Kristinsson 8, Jóhann Ólafsson 8, Rúnar Erlingsson 4, Hjörtur Einarsson 4.
Dominos-deild karla Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Sjá meira