Ríkisstjórnin endurskoði áherslur í atvinnumálum Elín Björg Jónsdóttir skrifar 11. nóvember 2009 06:00 BSRB átti aðild að stöðugleikasáttmálanum sem aðilar vinnumarkaðarins komu sér saman um ásamt stjórnvöldum og sveitarfélögum síðastliðið sumar. Bandalagið studdi - og styður enn - það meginmarkmið sáttmálans að verja kjör launafólks og tryggja fulla atvinnu. Hins vegar er ekki sama hvernig að verki er staðið. Það skiptir að sjálfsögðu höfuðmáli hvernig þetta er gert, hverjar áherslurnar eru við atvinnusköpun og hvernig stjórnvöld bera sig að. Á nýafstöðnu þingi BSRB var lögð rík áhersla á að standa vörð um almannaþjónustuna. Bent var á að á samdráttartímum væri meiri þörf en nokkru sinni fyrir öflugt velferðarkerfi. Göt á öryggisneti velferðarþjónustunnar geta hæglega valdið óbætanlegu tjóni, ekki eingöngu fyrir þá einstaklinga sem í hlut eiga heldur samfélagið allt. Frændur okkar Finnar sem gengu í gegnum djúpa kreppu á tíunda áratug síðustu aldar hafa varað alvarlega við því að skera um of niður í velferðarþjónustu á samdráttartímum - og ekki að ástæðulausu. Rannsóknir þar í landi hafa nefnilega sýnt að enn í dag er samfélagið að súpa seyðið af of kröppum niðurskurði í velferðarþjónustunni á þessum tíma. Þessi atriði komu öll til skoðunar á þingi BSRB og varð niðurstaðan sú að þingið fól forystu bandalagsins að beita sér af alefli til að verja störf í almannaþjónustunni í þeim niðurskurði sem hafinn er. Þing bandalagsins var ósátt við þau áform sem birtast í stöðugleikasáttmálanum þar sem aðaláhersla er á uppbyggingu hefðbundinna karlastarfa á sama tíma og áformað er að skera ótæpilega niður á sviði heilbrigðis-, félags- og menntamála. Ein hlið á þessum málum er sú að niðurskurður í samfélagsþjónustunni bitnar fremur á konum en körlum því í velferðarkerfinu eru kvennastörf í yfirgnæfandi meirihluta. Það er öfugsnúið að byrja á því að fækka kvennastörfum en setjast að því búnu yfir úrræði sem miða fyrst og fremst að því að skapa störf fyrir karla, að þeim ólöstuðum að sjálfsögðu. Þess má geta að á þingi BSRB kom fram gagnrýni á þessa stefnumörkun og ekkert síður frá hinum svokölluðu karlastéttum en kvennastéttum. Allir stjórnmálaflokkar hafa sagst vilja standa vörð um jafnrétti kynjanna í atvinnumálum sem öðru. Þessi framganga er hins vegar ekki í þeim anda. Stjórnmálamenn verða að vera sjálfum sér samkvæmir í orðum og athöfnum. Þetta er nokkuð sem núverandi ríkisstjórn verður að taka til sín. Mér virðist því miður skorta á að samræmi sé í fyrirheitum hennar annars vegar og gjörðum hins vegar. Þegar þeir þættir sem hér hafa verið raktir eru teknir saman - mikilvægi velferðarþjónustunnar á krepputímum á annan bóginn og svo jafnrétti kynjanna í atvinnumálum á hinn bóginn - er augljóst að ríkisstjórnin verður að endurskoða áherslur í fjárlagagerðinni fyrir komandi ár. Höfundur er formaður BSRB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
BSRB átti aðild að stöðugleikasáttmálanum sem aðilar vinnumarkaðarins komu sér saman um ásamt stjórnvöldum og sveitarfélögum síðastliðið sumar. Bandalagið studdi - og styður enn - það meginmarkmið sáttmálans að verja kjör launafólks og tryggja fulla atvinnu. Hins vegar er ekki sama hvernig að verki er staðið. Það skiptir að sjálfsögðu höfuðmáli hvernig þetta er gert, hverjar áherslurnar eru við atvinnusköpun og hvernig stjórnvöld bera sig að. Á nýafstöðnu þingi BSRB var lögð rík áhersla á að standa vörð um almannaþjónustuna. Bent var á að á samdráttartímum væri meiri þörf en nokkru sinni fyrir öflugt velferðarkerfi. Göt á öryggisneti velferðarþjónustunnar geta hæglega valdið óbætanlegu tjóni, ekki eingöngu fyrir þá einstaklinga sem í hlut eiga heldur samfélagið allt. Frændur okkar Finnar sem gengu í gegnum djúpa kreppu á tíunda áratug síðustu aldar hafa varað alvarlega við því að skera um of niður í velferðarþjónustu á samdráttartímum - og ekki að ástæðulausu. Rannsóknir þar í landi hafa nefnilega sýnt að enn í dag er samfélagið að súpa seyðið af of kröppum niðurskurði í velferðarþjónustunni á þessum tíma. Þessi atriði komu öll til skoðunar á þingi BSRB og varð niðurstaðan sú að þingið fól forystu bandalagsins að beita sér af alefli til að verja störf í almannaþjónustunni í þeim niðurskurði sem hafinn er. Þing bandalagsins var ósátt við þau áform sem birtast í stöðugleikasáttmálanum þar sem aðaláhersla er á uppbyggingu hefðbundinna karlastarfa á sama tíma og áformað er að skera ótæpilega niður á sviði heilbrigðis-, félags- og menntamála. Ein hlið á þessum málum er sú að niðurskurður í samfélagsþjónustunni bitnar fremur á konum en körlum því í velferðarkerfinu eru kvennastörf í yfirgnæfandi meirihluta. Það er öfugsnúið að byrja á því að fækka kvennastörfum en setjast að því búnu yfir úrræði sem miða fyrst og fremst að því að skapa störf fyrir karla, að þeim ólöstuðum að sjálfsögðu. Þess má geta að á þingi BSRB kom fram gagnrýni á þessa stefnumörkun og ekkert síður frá hinum svokölluðu karlastéttum en kvennastéttum. Allir stjórnmálaflokkar hafa sagst vilja standa vörð um jafnrétti kynjanna í atvinnumálum sem öðru. Þessi framganga er hins vegar ekki í þeim anda. Stjórnmálamenn verða að vera sjálfum sér samkvæmir í orðum og athöfnum. Þetta er nokkuð sem núverandi ríkisstjórn verður að taka til sín. Mér virðist því miður skorta á að samræmi sé í fyrirheitum hennar annars vegar og gjörðum hins vegar. Þegar þeir þættir sem hér hafa verið raktir eru teknir saman - mikilvægi velferðarþjónustunnar á krepputímum á annan bóginn og svo jafnrétti kynjanna í atvinnumálum á hinn bóginn - er augljóst að ríkisstjórnin verður að endurskoða áherslur í fjárlagagerðinni fyrir komandi ár. Höfundur er formaður BSRB.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun