Fótbolti

Barcelona missteig sig gegn Osasuna

Ómar Þorgeirsson skrifar
Seydou Keita skoraði mark Barcelona í kvöld.
Seydou Keita skoraði mark Barcelona í kvöld. Nordic photos/AFP

Barcelona gerði 1-1 jafntefli við Osasuna í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Staðan var markalaus í hálfleik en flest benti til þess að mark Seydou Keita á 73. mínútu myndi duga katalónunum til sigurs.

Það reyndist hins vegar ekki rauinin því varnarmaðurinn Gerrard Pique varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark í uppbótartíma og niðurstaðan því eins og segir jafntefli.

Barcelona er því aðeins með eins stigs forskot á Real Madrid á toppi deildarinnar en bæði lið eru búin að spila níu leiki.

Barcelona er enn eina taplausa lið deildarinnar og hefur unnið sjö leiki og nú gert tvö jafntefli, gegn Osasuna í kvöld og Valencia um miðjan október.

Athygli vakti að framherjinn Thierry Henry var ónotaður varamaður í kvöld en spænskir fjölmiðlar héldu því fram á dögunum að hann og knattspyrnustjórinn Pep Guardiola væri ekki á eitt sáttir.

Guardiola vísaði því hins vegar á bug á blaðamannafundi fyrir leikinn í kvöld og sagði Henry vera í plönum sínum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×