Enn einn sigurinn hjá Button Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. maí 2009 13:54 Button í Barcelona í dag. Nordic Photos / Getty Images Bretinn Jenson Button vann sinn fjórða sigur í Formúlu 1 kappakstrinum á tímabilinu í dag er hann bar sigur úr býrum í spænska kappakstrinum í Barcelona. Button var fremstur á ráspól, Sebastian Vettel á Red Bull annar og félagi Button hjá Brawn GP, Rubens Barrichello, þriðji. Barrichello náði þó að komast fram úr Button þökk sé góðri byrjun. Hins vegar reyndist keppnisáætlun Button betri og náði hann að endurheimta fyrsta sætið. Mark Webber náði þriðja sætinu í dag og Vettel, félagi hans hjá Red Bull, varð fjórði. Heimsmeistarinn Lewis Hamilton á McLaren varð í níunda sæti og vann sér inn engin stig í dag. Yfirburðir Button og Brawn GP voru miklir í dag. Button náði ellefu sekúndna forystu á næstu menn um miðbik keppninnar og er nú með fjórtán stiga forystu á Barrichello í stigakeppni ökuþóra. Þegar að öryggisbíllinn var kallaður út á brautina eftir árekstur í fyrsta hringnum var ákveðið að láta Button stoppa tvisvar á viðgerðarsvæðinu en ekki þrisvar eins og áætlað var. Það reyndist gera gæfumuninn fyrir Bretann sem ók mjög vel í keppninni. Úrslitin í dag: 1. Button, Brawn GP 2. Barrichello, Brawn GP 3. Webber, Red Bull 4. Vettel, Red Bull 5. Alonso, Renault 6. Massa, Ferrari 7. Heidfeld, BMW 8. Rosberg, Williams Formúla Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Bretinn Jenson Button vann sinn fjórða sigur í Formúlu 1 kappakstrinum á tímabilinu í dag er hann bar sigur úr býrum í spænska kappakstrinum í Barcelona. Button var fremstur á ráspól, Sebastian Vettel á Red Bull annar og félagi Button hjá Brawn GP, Rubens Barrichello, þriðji. Barrichello náði þó að komast fram úr Button þökk sé góðri byrjun. Hins vegar reyndist keppnisáætlun Button betri og náði hann að endurheimta fyrsta sætið. Mark Webber náði þriðja sætinu í dag og Vettel, félagi hans hjá Red Bull, varð fjórði. Heimsmeistarinn Lewis Hamilton á McLaren varð í níunda sæti og vann sér inn engin stig í dag. Yfirburðir Button og Brawn GP voru miklir í dag. Button náði ellefu sekúndna forystu á næstu menn um miðbik keppninnar og er nú með fjórtán stiga forystu á Barrichello í stigakeppni ökuþóra. Þegar að öryggisbíllinn var kallaður út á brautina eftir árekstur í fyrsta hringnum var ákveðið að láta Button stoppa tvisvar á viðgerðarsvæðinu en ekki þrisvar eins og áætlað var. Það reyndist gera gæfumuninn fyrir Bretann sem ók mjög vel í keppninni. Úrslitin í dag: 1. Button, Brawn GP 2. Barrichello, Brawn GP 3. Webber, Red Bull 4. Vettel, Red Bull 5. Alonso, Renault 6. Massa, Ferrari 7. Heidfeld, BMW 8. Rosberg, Williams
Formúla Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira