Umfjöllun: Spenna í lokin þegar Keflavík lagði Grindavík Elvar Geir Magnússon skrifar 22. nóvember 2009 22:34 Guðjón Skúlason, þjálfari Keflavíkur. Keflavík vann Grindavík í Iceland Express-deildinni í kvöld 97-89. Leikurinn var afbragðsskemmtun en úrslitin gefa aðeins skakka mynd af þeirri spennu sem var undir lokin. Grindvíkingar reyndu við þriggja stiga körfu til að jafna metin þegar fimm sekúndur voru eftir. Með sigrinum komust Keflvíkingar upp að hlið Njarðvíkinga á toppi deildarinnar en þeir síðarnefndu eiga þó leik inni. Þessi tvö lið mætast einmitt í næstu umferð. Grindvíkingar þurftu á sigri að halda í kvöld til að reyna að blanda sér í toppbaráttuna. Þeir byrjuðu leikinn hinsvegar mjög illa og varnarleikur þeirra var dapur í fyrri hálfleik. Keflvíkingar náðu mest nítján stiga forystu en staðan í hálfleik var 52-44. Grindavíkurliðið kom mun grimmara til leiks í seinni hálfleiknum og minnkaði bilið verulega í þriðja leikhluta þar sem það náði forystunni um tíma. Keflavík var með eins stigs forystu fyrir síðasta leikhlutann þar sem spennan var mikil. Páll Axel Vilbergsson reyndi við þriggja stiga körfu þegar fimm sekúndur voru eftir og hefði getað jafnað metin. Ekki tókst það og Keflvíkingar gerðu þá út um leikinn. Sverrir Sverrisson rak smiðshöggið laglega þegar hann skoraði magnaða flautukörfu frá miðju. Átta stiga sigur Keflavíkur staðreynd. Þetta var fjórði tapleikur Grindavíkur í deildinni en liðinu var fyrir mót spáð Íslandsmeistaratitlinum. Keflvíkingar eru hinsvegar á góðu skriði og hafa unnið sjö deildarleiki í röð. Hörður Axel Vilhjálmsson átti mjög góðan leik fyrir Keflavík,var stigahæstur í liðinu með 22 stig. Darrell Flake var í sérflokki hjá gestunum. Keflavík - Grindavík 97-89 (52-44) Stig Keflavíkur: Hörður Axel Vilhjálmsson 22, Sverrir Þór Sverrisson 21, Rashon Clark 21, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 14, Gunnar Einarsson 11, Þröstur Leó Jóhannsson 8.Stig Grindavíkur: Darrell Flake 31, Brenton Birmingham 17, Páll Axel Vilbergsson 13, Þorleifur Ólafsson 11, Arnar Freyr Jónsson 7, Ómar Örn Sævarsson 6, Guðlaugur Eyjólfsson 2, Ólafur Ólafsson 2. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Friðrik: Alltaf vonbrigði að tapa leik „Slæm byrjun okkar í leiknum var lykillinn að sigri Keflavíkur,“ sagði Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur eftir stórleikinn í Iceland Express deildinni í kvöld. 22. nóvember 2009 21:25 Hörður Axel: Getum komist í magnaða stöðu „Þetta voru tvö hörkulið að spila og maður vissi að þetta yrði hörkuleikur," sagði Hörður Axel Vilhjálmsson, leikmaður Keflavíkur, eftir góðan sigur hans liðs á Grindavík í kvöld. 22. nóvember 2009 21:18 Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Fleiri fréttir „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Sjá meira
Keflavík vann Grindavík í Iceland Express-deildinni í kvöld 97-89. Leikurinn var afbragðsskemmtun en úrslitin gefa aðeins skakka mynd af þeirri spennu sem var undir lokin. Grindvíkingar reyndu við þriggja stiga körfu til að jafna metin þegar fimm sekúndur voru eftir. Með sigrinum komust Keflvíkingar upp að hlið Njarðvíkinga á toppi deildarinnar en þeir síðarnefndu eiga þó leik inni. Þessi tvö lið mætast einmitt í næstu umferð. Grindvíkingar þurftu á sigri að halda í kvöld til að reyna að blanda sér í toppbaráttuna. Þeir byrjuðu leikinn hinsvegar mjög illa og varnarleikur þeirra var dapur í fyrri hálfleik. Keflvíkingar náðu mest nítján stiga forystu en staðan í hálfleik var 52-44. Grindavíkurliðið kom mun grimmara til leiks í seinni hálfleiknum og minnkaði bilið verulega í þriðja leikhluta þar sem það náði forystunni um tíma. Keflavík var með eins stigs forystu fyrir síðasta leikhlutann þar sem spennan var mikil. Páll Axel Vilbergsson reyndi við þriggja stiga körfu þegar fimm sekúndur voru eftir og hefði getað jafnað metin. Ekki tókst það og Keflvíkingar gerðu þá út um leikinn. Sverrir Sverrisson rak smiðshöggið laglega þegar hann skoraði magnaða flautukörfu frá miðju. Átta stiga sigur Keflavíkur staðreynd. Þetta var fjórði tapleikur Grindavíkur í deildinni en liðinu var fyrir mót spáð Íslandsmeistaratitlinum. Keflvíkingar eru hinsvegar á góðu skriði og hafa unnið sjö deildarleiki í röð. Hörður Axel Vilhjálmsson átti mjög góðan leik fyrir Keflavík,var stigahæstur í liðinu með 22 stig. Darrell Flake var í sérflokki hjá gestunum. Keflavík - Grindavík 97-89 (52-44) Stig Keflavíkur: Hörður Axel Vilhjálmsson 22, Sverrir Þór Sverrisson 21, Rashon Clark 21, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 14, Gunnar Einarsson 11, Þröstur Leó Jóhannsson 8.Stig Grindavíkur: Darrell Flake 31, Brenton Birmingham 17, Páll Axel Vilbergsson 13, Þorleifur Ólafsson 11, Arnar Freyr Jónsson 7, Ómar Örn Sævarsson 6, Guðlaugur Eyjólfsson 2, Ólafur Ólafsson 2.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Friðrik: Alltaf vonbrigði að tapa leik „Slæm byrjun okkar í leiknum var lykillinn að sigri Keflavíkur,“ sagði Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur eftir stórleikinn í Iceland Express deildinni í kvöld. 22. nóvember 2009 21:25 Hörður Axel: Getum komist í magnaða stöðu „Þetta voru tvö hörkulið að spila og maður vissi að þetta yrði hörkuleikur," sagði Hörður Axel Vilhjálmsson, leikmaður Keflavíkur, eftir góðan sigur hans liðs á Grindavík í kvöld. 22. nóvember 2009 21:18 Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Fleiri fréttir „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Sjá meira
Friðrik: Alltaf vonbrigði að tapa leik „Slæm byrjun okkar í leiknum var lykillinn að sigri Keflavíkur,“ sagði Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur eftir stórleikinn í Iceland Express deildinni í kvöld. 22. nóvember 2009 21:25
Hörður Axel: Getum komist í magnaða stöðu „Þetta voru tvö hörkulið að spila og maður vissi að þetta yrði hörkuleikur," sagði Hörður Axel Vilhjálmsson, leikmaður Keflavíkur, eftir góðan sigur hans liðs á Grindavík í kvöld. 22. nóvember 2009 21:18