Flokkur á harðahlaupum Árni Páll Árnason skrifar 22. apríl 2009 00:01 Sjálfstæðisflokkurinn tók enn einn snúning á sunnudag og boðaði sjöttu stefnuna í gjaldmiðilsmálum á einu ári. Sú vortíska í Evrópustefnu 2009 sem Sjálfstæðisflokkurinn kynnti á landsfundi var endurunnin aflögð stefna VG frá í fyrra um tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu. Sú stefna á augljóslega engan hljómgrunn meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins og flokkurinn þorir ekki með hana, þriggja vikna gamla, í kosningar. Nýja stefnan er byggð á flugufregn úr Financial Times frá 5. apríl þar sem vísað var til þess að ótilgreindir sérfræðingar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) teldu skynsamlegt að rýmka skilyrði fyrir því að ESB-ríki fengju að taka upp evru. Þessi flugufregn varð rökþrota sjálfstæðismönnum slíkur happafengur að þeir byggðu á henni nýja peningamálastefnu, sem er eins og aðrar Evrópustefnur flokksins síðasta árið fullkomlega óskiljanleg. Nú er það stefna flokksins að biðja AGS að tala við ESB fyrir Íslands hönd og biðja ESB um að leyfa Íslandi að taka upp evru. Þrennt virðist a.m.k. hafa farið framhjá peningamálahugsuðum Sjálfstæðisflokksins:1. Ísland er sjálfstætt og fullvalda ríki. Þess vegna á Ísland auðvitað að sækja sín mál sjálft gagnvart ESB. Við þurfum ekkert að hlaupa undir pilsfald AGS í þessu efni.2. ESB hefur þegar hafnað hugmyndum um upptöku evru án aðildar að ESB. Hugmyndin í blaðagreininni byggir á að aðildarríkjum að ESB verði auðvelduð upptakan. Mislásu stefnusmiðirnir blaðagreinina?3. Í nýju stefnunni felst algert vantraust á íslensku krónuna, en án þess að nokkur framtíðarstefna sé boðuð. Hvað á að gera þegar ESB er búið að segja nei við málaleitan AGS? Á þá að halda áfram með íslenska krónu sem sjálfstæðismenn hafa sagst vilja losna við? Það er dapurlegt að sjá þá djúpstæðu vanmetakennd sem einkennir stefnumörkun sjálfstæðismanna í Evrópumálum. Menn treysta ekki eigin getu til samninga. Menn treysta ekki á ráðgjöf þeirra sem gerst til þekkja en hlaupa upp til handa og fóta og skipta um stefnu á grundvelli mislestrar á einni blaðagrein í útlendu blaði. Er þetta flokkur sem atvinnulífið eða kjósendur geta treyst? Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn tók enn einn snúning á sunnudag og boðaði sjöttu stefnuna í gjaldmiðilsmálum á einu ári. Sú vortíska í Evrópustefnu 2009 sem Sjálfstæðisflokkurinn kynnti á landsfundi var endurunnin aflögð stefna VG frá í fyrra um tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu. Sú stefna á augljóslega engan hljómgrunn meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins og flokkurinn þorir ekki með hana, þriggja vikna gamla, í kosningar. Nýja stefnan er byggð á flugufregn úr Financial Times frá 5. apríl þar sem vísað var til þess að ótilgreindir sérfræðingar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) teldu skynsamlegt að rýmka skilyrði fyrir því að ESB-ríki fengju að taka upp evru. Þessi flugufregn varð rökþrota sjálfstæðismönnum slíkur happafengur að þeir byggðu á henni nýja peningamálastefnu, sem er eins og aðrar Evrópustefnur flokksins síðasta árið fullkomlega óskiljanleg. Nú er það stefna flokksins að biðja AGS að tala við ESB fyrir Íslands hönd og biðja ESB um að leyfa Íslandi að taka upp evru. Þrennt virðist a.m.k. hafa farið framhjá peningamálahugsuðum Sjálfstæðisflokksins:1. Ísland er sjálfstætt og fullvalda ríki. Þess vegna á Ísland auðvitað að sækja sín mál sjálft gagnvart ESB. Við þurfum ekkert að hlaupa undir pilsfald AGS í þessu efni.2. ESB hefur þegar hafnað hugmyndum um upptöku evru án aðildar að ESB. Hugmyndin í blaðagreininni byggir á að aðildarríkjum að ESB verði auðvelduð upptakan. Mislásu stefnusmiðirnir blaðagreinina?3. Í nýju stefnunni felst algert vantraust á íslensku krónuna, en án þess að nokkur framtíðarstefna sé boðuð. Hvað á að gera þegar ESB er búið að segja nei við málaleitan AGS? Á þá að halda áfram með íslenska krónu sem sjálfstæðismenn hafa sagst vilja losna við? Það er dapurlegt að sjá þá djúpstæðu vanmetakennd sem einkennir stefnumörkun sjálfstæðismanna í Evrópumálum. Menn treysta ekki eigin getu til samninga. Menn treysta ekki á ráðgjöf þeirra sem gerst til þekkja en hlaupa upp til handa og fóta og skipta um stefnu á grundvelli mislestrar á einni blaðagrein í útlendu blaði. Er þetta flokkur sem atvinnulífið eða kjósendur geta treyst? Höfundur er alþingismaður.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun