Allt annað hugarfar í liði Stjörnunnar 15. febrúar 2009 09:00 Justin Shouse, leikmaður Stjörnunnar. "Við erum gríðarlega spenntir og þetta er stórt tækifæri fyrir Stjörnuna til að komast á kortið," sagði leikstjórnandinn Justin Shouse þegar Vísir spurði hann út í bikarúrslitaleikinn við KR. KR og Stjarnan mætast í úrslitaleik Subwaybikarkeppni karla í Laugardalshöllinni klukkan 16.00 í dag. Fyrirfram er KR talið mun sigurstranglegra liðið í úrslitaleiknum og Shouse sér ekkert athugavert við það. Hann vill að Garðbæingar reyni að nýta sér að vera í hlutverki "litla liðsins." "Við sættum okkur alveg við að vera litla liðið í þessari viðureign. Við náðum samt 14 stiga forystu í leik gegn KR á heimavelli í deildinni fyrr í vetur og síðan þá erum við farnir að spila miklu betur. Þetta er sama lið, en andinn er allt annar, sóknarleikurinn er öðruvísi og við erum komnir með nýjan þjálfara og nýtt hugarfar," sagði Shouse og lýsti breytingunum sem orðið hafa í herbúðum Stjörnunnar á síðustu vikum. "Það fyrsta sem breyttist hjá okkur eftir að Bragi (þjálfari) hætti var að Jón Kr (Gíslason) tók við í skamman tíma og svo tók Teitur alveg við liðinu. Þeir gerbreyttu öllu og allt hefur verið upp á við síðan. Það sem mér finnst muna mest um er að við erum farnir að taka miklu harðar á því á æfingum. Menn eru hættir að hlæja og gera grín og farnir að taka aukna ábyrgð," sagði þessi geðþekki leikmaður. Shouse hefur spilað eins og engill með Stjörnunni í vetur og við spurðum Justin hvort hann sjálfur þyrfti ekki að eiga stórleik til að liðið ætti möguleika í KR-ingana. Þessi hógværi leikmaður gerði lítið úr því og vísaði á félaga sína. "Boltinn er auðvitað mikið í höndunum á mér, en það er mitt hlutverk að finna skot fyrir félaga mína í liðinu. Kjartan og Jovan eru mjög góðir skotmenn og þegar þessir menn eru opnir, verð ég að finna þá. Þegar þeir leika vel - láta þeir mig líta vel út. Ég er ekki að leitast við að eiga leik eins og Kobe Bryant og skora mikið. Ég reyni frekar að spila eins og Steve Nash og finna félaga mína," sagði Shouse. Við spurðum Shouse að lokum hvað þyrfti að gera til að stöðva KR. "Við lærðum eitt og annað af leiknum við Grindavík á mánudaginn. Þú verður að halda þeim Jóni Arnóri og Jason Dourisseau frá körfunni og ef við náum að trufla skytturnar þeirra, passa boltann vel, taka góð skot og flýtum okkur til baka í vörnina - eigum við möguleika á að vinna þá." Íslenski körfuboltinn Mest lesið Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Sjá meira
"Við erum gríðarlega spenntir og þetta er stórt tækifæri fyrir Stjörnuna til að komast á kortið," sagði leikstjórnandinn Justin Shouse þegar Vísir spurði hann út í bikarúrslitaleikinn við KR. KR og Stjarnan mætast í úrslitaleik Subwaybikarkeppni karla í Laugardalshöllinni klukkan 16.00 í dag. Fyrirfram er KR talið mun sigurstranglegra liðið í úrslitaleiknum og Shouse sér ekkert athugavert við það. Hann vill að Garðbæingar reyni að nýta sér að vera í hlutverki "litla liðsins." "Við sættum okkur alveg við að vera litla liðið í þessari viðureign. Við náðum samt 14 stiga forystu í leik gegn KR á heimavelli í deildinni fyrr í vetur og síðan þá erum við farnir að spila miklu betur. Þetta er sama lið, en andinn er allt annar, sóknarleikurinn er öðruvísi og við erum komnir með nýjan þjálfara og nýtt hugarfar," sagði Shouse og lýsti breytingunum sem orðið hafa í herbúðum Stjörnunnar á síðustu vikum. "Það fyrsta sem breyttist hjá okkur eftir að Bragi (þjálfari) hætti var að Jón Kr (Gíslason) tók við í skamman tíma og svo tók Teitur alveg við liðinu. Þeir gerbreyttu öllu og allt hefur verið upp á við síðan. Það sem mér finnst muna mest um er að við erum farnir að taka miklu harðar á því á æfingum. Menn eru hættir að hlæja og gera grín og farnir að taka aukna ábyrgð," sagði þessi geðþekki leikmaður. Shouse hefur spilað eins og engill með Stjörnunni í vetur og við spurðum Justin hvort hann sjálfur þyrfti ekki að eiga stórleik til að liðið ætti möguleika í KR-ingana. Þessi hógværi leikmaður gerði lítið úr því og vísaði á félaga sína. "Boltinn er auðvitað mikið í höndunum á mér, en það er mitt hlutverk að finna skot fyrir félaga mína í liðinu. Kjartan og Jovan eru mjög góðir skotmenn og þegar þessir menn eru opnir, verð ég að finna þá. Þegar þeir leika vel - láta þeir mig líta vel út. Ég er ekki að leitast við að eiga leik eins og Kobe Bryant og skora mikið. Ég reyni frekar að spila eins og Steve Nash og finna félaga mína," sagði Shouse. Við spurðum Shouse að lokum hvað þyrfti að gera til að stöðva KR. "Við lærðum eitt og annað af leiknum við Grindavík á mánudaginn. Þú verður að halda þeim Jóni Arnóri og Jason Dourisseau frá körfunni og ef við náum að trufla skytturnar þeirra, passa boltann vel, taka góð skot og flýtum okkur til baka í vörnina - eigum við möguleika á að vinna þá."
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Sjá meira