Gildi og sígildi Jón Sigurðsson skrifar 28. desember 2009 06:00 Fyrir nokkru var haldinn þjóðfundur til þess að greina og kynna þau gildi sem ætla má að Íslendingar flestir vilji að móti þjóðlíf og stjórnarfar. Niðurstöður þjóðfundarins eru þær að menn vilja leggja áherslu á heiðarleika, jafnrétti, virðingu og réttlæti. Þjóðfundurinn er aðdáunarvert frumkvæði og má ekki þokast til hliðar fyrir hávaðamálum líðandi stundar. Menn geta sagt að það sé auðvelt að nefna þessi gamalkunnu gildi, en vandinn felist í því að gefa þeim raunverulegt og varanlegt innihald í verki. Þar ráðast úrslitin og þess vegna má þjóðfundinum eiginlega aldrei ljúka. Þetta er endalaust verkefni, að minna á þessi gildi, að fylgja þeim eftir, að veita bæði ráðgjöf og aðhald. Í þessu er enginn lokaáfangi heldur skiptir hreyfingin sjálf öllu máli áfram, viðleitnin til að koma góðu til leiðar. Gildi þjóðfundarins eru ekki nýmæli. Þessi gildi hafa aldrei brugðist og þau brugðust ekki á síðasta ári. Menn misfóru með viðskiptalegt frelsi. Áhættusækni á fjármálamarkaði keyrði sjálfa sig í þrot og dró samfélagið niður með sér. Stjórnvöld, löggjöf og eftirlitsstofnanir höfðu ekki við hraðanum. Sjálfsánægjan reyndist ofurdramb og féll um sjálfa sig. Sú villa að fjármunum sé treystandi var afhjúpuð. Sú villa að græðgi sé góð var afhjúpuð. Íslenska krónan er auðvitað fórnarlamb mannlegra ákvarðana, en hún hafði aldrei reynst stöðug eða traust viðmiðun. Allt þetta sannaðist nú sem löngum áður. Þjóðfundurinn staðfestir að íslenska þjóðin heldur þreki sínu, grunngildum og þrótti til þess að ná sér aftur á strik. Tilhögun fundarins sýnir að það er vel unnt að virkja fjöldann til málefnalegrar vinnu og árangurs. Og þjóðfundurinn sýnir líka að enda þótt margir hafi tekið einhvern þátt í bólgu liðinna ára, þá ná menn áttunum aftur og geta sameinast um að breyta stefnunni. Öll þurfum við að læra af þessari reynslu. Ein af mikilvægustu rótum mannlegs heiðarleika er sú að Guð þekkir okkur öll með nafni og heyrir og sér til okkar á sérhverri stund. Heiðarleiki, - líka í viðskiptum, fjármálum og opinberu starfi -, er ekki aðeins fallegt orð heldur stendur á þessari traustu rót. Gildi kristninnar hafa aldrei brugðist. Þau eru ekki ævinlega virt í raun þótt höfð séu í hávegum í orði. En þau eru leiðarvísan, það viðmið sem aldrei bregst. Boðskapur Krists er lífsstefna mennskunnar og líknarstefna mannsins í þessum heimi. Drottinn hefur aldrei lofað okkur velmegun, gróða eða stöðugum fagnaði í vellystingum praktuglega í jarðlífinu. En hann hefur heitið því að hlusta á okkur og að ganga með okkur, líka í öllum vonbrigðum og þjáningum. Hann vill hlusta, fylgja, hugga og endurreisa. Hann er orðheldinn og trúfastur. Hann er ástríkur, miskunnsamur og réttlátur. En við verðum líka að hlusta og læra að virða þessi gildi í lífi okkar og hegða lífi okkar og samfélagi í samræmi við þau. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurðsson Mest lesið Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Fyrir nokkru var haldinn þjóðfundur til þess að greina og kynna þau gildi sem ætla má að Íslendingar flestir vilji að móti þjóðlíf og stjórnarfar. Niðurstöður þjóðfundarins eru þær að menn vilja leggja áherslu á heiðarleika, jafnrétti, virðingu og réttlæti. Þjóðfundurinn er aðdáunarvert frumkvæði og má ekki þokast til hliðar fyrir hávaðamálum líðandi stundar. Menn geta sagt að það sé auðvelt að nefna þessi gamalkunnu gildi, en vandinn felist í því að gefa þeim raunverulegt og varanlegt innihald í verki. Þar ráðast úrslitin og þess vegna má þjóðfundinum eiginlega aldrei ljúka. Þetta er endalaust verkefni, að minna á þessi gildi, að fylgja þeim eftir, að veita bæði ráðgjöf og aðhald. Í þessu er enginn lokaáfangi heldur skiptir hreyfingin sjálf öllu máli áfram, viðleitnin til að koma góðu til leiðar. Gildi þjóðfundarins eru ekki nýmæli. Þessi gildi hafa aldrei brugðist og þau brugðust ekki á síðasta ári. Menn misfóru með viðskiptalegt frelsi. Áhættusækni á fjármálamarkaði keyrði sjálfa sig í þrot og dró samfélagið niður með sér. Stjórnvöld, löggjöf og eftirlitsstofnanir höfðu ekki við hraðanum. Sjálfsánægjan reyndist ofurdramb og féll um sjálfa sig. Sú villa að fjármunum sé treystandi var afhjúpuð. Sú villa að græðgi sé góð var afhjúpuð. Íslenska krónan er auðvitað fórnarlamb mannlegra ákvarðana, en hún hafði aldrei reynst stöðug eða traust viðmiðun. Allt þetta sannaðist nú sem löngum áður. Þjóðfundurinn staðfestir að íslenska þjóðin heldur þreki sínu, grunngildum og þrótti til þess að ná sér aftur á strik. Tilhögun fundarins sýnir að það er vel unnt að virkja fjöldann til málefnalegrar vinnu og árangurs. Og þjóðfundurinn sýnir líka að enda þótt margir hafi tekið einhvern þátt í bólgu liðinna ára, þá ná menn áttunum aftur og geta sameinast um að breyta stefnunni. Öll þurfum við að læra af þessari reynslu. Ein af mikilvægustu rótum mannlegs heiðarleika er sú að Guð þekkir okkur öll með nafni og heyrir og sér til okkar á sérhverri stund. Heiðarleiki, - líka í viðskiptum, fjármálum og opinberu starfi -, er ekki aðeins fallegt orð heldur stendur á þessari traustu rót. Gildi kristninnar hafa aldrei brugðist. Þau eru ekki ævinlega virt í raun þótt höfð séu í hávegum í orði. En þau eru leiðarvísan, það viðmið sem aldrei bregst. Boðskapur Krists er lífsstefna mennskunnar og líknarstefna mannsins í þessum heimi. Drottinn hefur aldrei lofað okkur velmegun, gróða eða stöðugum fagnaði í vellystingum praktuglega í jarðlífinu. En hann hefur heitið því að hlusta á okkur og að ganga með okkur, líka í öllum vonbrigðum og þjáningum. Hann vill hlusta, fylgja, hugga og endurreisa. Hann er orðheldinn og trúfastur. Hann er ástríkur, miskunnsamur og réttlátur. En við verðum líka að hlusta og læra að virða þessi gildi í lífi okkar og hegða lífi okkar og samfélagi í samræmi við þau.
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar