Íslenski boltinn

Atli þriðji maðurinn í íslenska UEFA Pro Licence hópinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Atli Eðvaldsson hyggur á frekari þjálfun í framtíðinni
Atli Eðvaldsson hyggur á frekari þjálfun í framtíðinni Mynd/Hari

Atli Eðvaldsson útskrifaðist á dögunum úr Pro Licence námi hjá þýska knattspyrnusambandinu og varð þar með þriðji Íslendingurinn sem verður handhafi UEFA Pro Licence skírteinis.

Teitur Þórðarson fékk fyrstur prófið en Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna, er einnig búinn að klára UEFA Pro Licence námskeiðið.

Á heimasíðu KSÍ er sagt frá því að námið var viðamikið og stóð yfir í 11 mánuði. Þar kemur fram að Atli hafi flutt til Þýskalands til að sinna náminu betur. Nám Þjóðverjanna snertir á flestum flötum knattspyrnunnar og útskrifa þeir nemendur sína sem "Fussball Lehrer".

Knattspyrnusambandið býst einnig við að þeir Guðjón Þórðarson, Willum Þór Þórsson og Þorvaldur Örlygsson gætu bæst í UEFA Pro Licence hópinn áður en langt um líður.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×