Tímabært að Fréttablaðið birti minningargreinar 1. október 2009 06:00 Það er mat margra sem komnir eru fram á og yfir miðjan aldur að sá hluti Morgunblaðsins sem hvað erfiðast sé að láta framhjá sér fara sé minningargreinarnar. Takist ekki að fylgjast með andlátstilkynningum eða skanna minningargreinar reglulega sé ávallt sú hætta fyrir hendi að andlát gamalla vina, kunningja eða fólks sem tengist vinum og vandamönnum fari einfaldlega framhjá manni.Pínlegar aðstæður geta skapast þegar spurt er t.d. „hvernig hefur mamma þín það?“ og viðkomandi svarar: „hún er látin.“ Til að fyrirbyggja þetta vilja margir, og þá sérstaklega þeir sem komnir eru á þann aldur að þeir eru farnir að sjá á eftir jafnöldrum yfir móðuna miklu, fletta minningargreinahluta Morgunblaðsins helst daglega. En hvað er nú til ráða ef þetta sama fólk er kannski mjög ósátt við ráðningu Davíðs Oddssonar í ritstjórastól Moggans og langar jafnvel hvað mest til að segja upp áskriftinni? Þessir einstaklingar þurfa að velja á milli þess að: 1. Sætta sig við ráðningu fyrrverandi formanns Sjálfstæðisflokksins í ritstjórastól „Blaðs allra landsmanna“ og fá áfram sendan Moggann með minningargreinum og öðru því sem ritstjórnin kýs að birta. 2. Að segja upp áskriftinni og auka þannig líkurnar á að finna sig í ofangreindum aðstæðum þar sem andlát einhvers kunnugs hefur farið framhjá þeim. Ein lausn á þessu er sú að Fréttablaðið taki það upp hjá sér að birta minningargreinar. Þá skapast þeir valmöguleikar að fólk getur ákveðið hvort það vilji birta eftirmæli ástvina sinna í Morgunblaðinu, Fréttablaðinu eða í báðum þessum blöðum. Telja má víst að Fréttablaðið muni auka vinsældir sínar til muna birti blaðið minningargreinar og mörgum kann þá að finnast að með því uppfylli það þessa sammannlegu þörf að fylgjast með fréttum af mönnum og málefnum. Höfundur er sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Sjá meira
Það er mat margra sem komnir eru fram á og yfir miðjan aldur að sá hluti Morgunblaðsins sem hvað erfiðast sé að láta framhjá sér fara sé minningargreinarnar. Takist ekki að fylgjast með andlátstilkynningum eða skanna minningargreinar reglulega sé ávallt sú hætta fyrir hendi að andlát gamalla vina, kunningja eða fólks sem tengist vinum og vandamönnum fari einfaldlega framhjá manni.Pínlegar aðstæður geta skapast þegar spurt er t.d. „hvernig hefur mamma þín það?“ og viðkomandi svarar: „hún er látin.“ Til að fyrirbyggja þetta vilja margir, og þá sérstaklega þeir sem komnir eru á þann aldur að þeir eru farnir að sjá á eftir jafnöldrum yfir móðuna miklu, fletta minningargreinahluta Morgunblaðsins helst daglega. En hvað er nú til ráða ef þetta sama fólk er kannski mjög ósátt við ráðningu Davíðs Oddssonar í ritstjórastól Moggans og langar jafnvel hvað mest til að segja upp áskriftinni? Þessir einstaklingar þurfa að velja á milli þess að: 1. Sætta sig við ráðningu fyrrverandi formanns Sjálfstæðisflokksins í ritstjórastól „Blaðs allra landsmanna“ og fá áfram sendan Moggann með minningargreinum og öðru því sem ritstjórnin kýs að birta. 2. Að segja upp áskriftinni og auka þannig líkurnar á að finna sig í ofangreindum aðstæðum þar sem andlát einhvers kunnugs hefur farið framhjá þeim. Ein lausn á þessu er sú að Fréttablaðið taki það upp hjá sér að birta minningargreinar. Þá skapast þeir valmöguleikar að fólk getur ákveðið hvort það vilji birta eftirmæli ástvina sinna í Morgunblaðinu, Fréttablaðinu eða í báðum þessum blöðum. Telja má víst að Fréttablaðið muni auka vinsældir sínar til muna birti blaðið minningargreinar og mörgum kann þá að finnast að með því uppfylli það þessa sammannlegu þörf að fylgjast með fréttum af mönnum og málefnum. Höfundur er sálfræðingur.
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar