Umfjöllun: Ólseigir Gróttumenn léku á als oddi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. nóvember 2009 21:22 Jón Karl Björnsson átti góðan leik fyrir Gróttu í kvöld. Grótta vann í kvöld góðan sigur á FH í Hafnarfirði, 38-32, eftir glæsilega frammistöðu í síðari hálfleik. Flestir áttu von á því að FH-ingar yrðu sterkari aðilinn í kvöld þó svo að liðið hafi tapað fyrir Haukum í síðasta leik. FH hefur byrjað vel á tímabilinu og var spáð góðu gengi í upphafi móts. Grótta er hins vegar nýliði í deildinni og þó svo að liðið hafi sýnt að það er baráttuglatt og með lunkna handknattleiksmenn í sínum röðum er því ekki að neita að þeir eru ekki þeir fótfráustu í bransanum. Jafnræði var með liðinu í upphafi leiks en það var þó snemma ljóst að FH-ingar voru ekki upp á sitt besta. Aðeins frammistaða Pálmars Péturssonar í markinu gerði það að verkum að staðan var enn jöfn í hálfleik, 16-16. Það litla sem var í lagi hjá FH í fyrri hálfleik var ekki til staðar í þeim síðari. Þá hrundi allt hjá FH-ingum, markvarsla, varnar- og sóknarleikur. FH fékk alls 22 mörk á sig í síðari hálfleik og skynsamir Gróttumenn náðu að galopna vörn FH-inga hvað eftir annað. Það var sama hvað Gróttumenn reyndu, hreinlega allt virtist ganga upp. Þó svo að FH-ingar hafi verið langt frá sínu besta verður ekki frá Seltirningum tekið að þeir léku á als oddi í kvöld og sýndu að það er heilmikið í liðið spunnið. Tölfræði leiksins: FH - Grótta 32 - 38 (16-16) Mörk FH (skot): Bjarni Fritzson 7/1 (12/2), Benedikt Kristinsson 5 (6), Ólafur Gústafsson 4 (11), Jón Heiðar Gunnarsson 3 (3), Sigurgeir Árni Ægisson 3 (3), Örn Ingi Bjarkason 3 (4), Ásbjörn Friðriksson 3 (6), Ólafur A. Guðmundsson 2 (6), Guðmundur Pedersen 1 (2), Ari Magnús Þorgeirsson 1 (3).Varin skot: Pálmar Pétursson 13 (40/4, 33%), Daníel Freyr Andrésson 5 (16, 31%).Hraðaupphlaup: 10 (Bjarni 4, Sigurgeir Árni 2, Benedikt 1, Ólafur 1, Jón Heiðar 1, Ólafur A. 1).Fiskuð víti: 1 (Ari Magnús 1).Utan vallar: 12 mínútur. Mörk Gróttu (skot): Finnur Ingi Stefánsson 8 (10), Anton Rúnarsson 7 (12), Jón Karl Björnsson 7/4 (11/4), Atli Rúnar Steinþórsson 6 (7), Hjalti Þór Pálmason 4 (10), Halldór Ingólfsson 3 (5), Arnar Freyr Theodórsson 2 (4), Júlíus Stefánsson 1 (1), Ægir Hrafn Jónsson (1).Varin skot: Gísli Rúnar Guðmundsson 14/1 (42/2, 33%), Einar Rafn Ingimarsson 1 (5, 20%).Hraðaupphlaup: 8 (Finnur Ingi 2, Jón Karl 2, Halldór 2, Hjalti Þór 1, Anton 1).Fiskuð víti: 4 (Atli Rúnar 3, Halldór 1).Utan vallar: 8 mínútur.Dómarar: Brynjar Einarsson og Vilbergur Sverisson. Gerðu nokkur klaufaleg mistök. Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Sjá meira
Grótta vann í kvöld góðan sigur á FH í Hafnarfirði, 38-32, eftir glæsilega frammistöðu í síðari hálfleik. Flestir áttu von á því að FH-ingar yrðu sterkari aðilinn í kvöld þó svo að liðið hafi tapað fyrir Haukum í síðasta leik. FH hefur byrjað vel á tímabilinu og var spáð góðu gengi í upphafi móts. Grótta er hins vegar nýliði í deildinni og þó svo að liðið hafi sýnt að það er baráttuglatt og með lunkna handknattleiksmenn í sínum röðum er því ekki að neita að þeir eru ekki þeir fótfráustu í bransanum. Jafnræði var með liðinu í upphafi leiks en það var þó snemma ljóst að FH-ingar voru ekki upp á sitt besta. Aðeins frammistaða Pálmars Péturssonar í markinu gerði það að verkum að staðan var enn jöfn í hálfleik, 16-16. Það litla sem var í lagi hjá FH í fyrri hálfleik var ekki til staðar í þeim síðari. Þá hrundi allt hjá FH-ingum, markvarsla, varnar- og sóknarleikur. FH fékk alls 22 mörk á sig í síðari hálfleik og skynsamir Gróttumenn náðu að galopna vörn FH-inga hvað eftir annað. Það var sama hvað Gróttumenn reyndu, hreinlega allt virtist ganga upp. Þó svo að FH-ingar hafi verið langt frá sínu besta verður ekki frá Seltirningum tekið að þeir léku á als oddi í kvöld og sýndu að það er heilmikið í liðið spunnið. Tölfræði leiksins: FH - Grótta 32 - 38 (16-16) Mörk FH (skot): Bjarni Fritzson 7/1 (12/2), Benedikt Kristinsson 5 (6), Ólafur Gústafsson 4 (11), Jón Heiðar Gunnarsson 3 (3), Sigurgeir Árni Ægisson 3 (3), Örn Ingi Bjarkason 3 (4), Ásbjörn Friðriksson 3 (6), Ólafur A. Guðmundsson 2 (6), Guðmundur Pedersen 1 (2), Ari Magnús Þorgeirsson 1 (3).Varin skot: Pálmar Pétursson 13 (40/4, 33%), Daníel Freyr Andrésson 5 (16, 31%).Hraðaupphlaup: 10 (Bjarni 4, Sigurgeir Árni 2, Benedikt 1, Ólafur 1, Jón Heiðar 1, Ólafur A. 1).Fiskuð víti: 1 (Ari Magnús 1).Utan vallar: 12 mínútur. Mörk Gróttu (skot): Finnur Ingi Stefánsson 8 (10), Anton Rúnarsson 7 (12), Jón Karl Björnsson 7/4 (11/4), Atli Rúnar Steinþórsson 6 (7), Hjalti Þór Pálmason 4 (10), Halldór Ingólfsson 3 (5), Arnar Freyr Theodórsson 2 (4), Júlíus Stefánsson 1 (1), Ægir Hrafn Jónsson (1).Varin skot: Gísli Rúnar Guðmundsson 14/1 (42/2, 33%), Einar Rafn Ingimarsson 1 (5, 20%).Hraðaupphlaup: 8 (Finnur Ingi 2, Jón Karl 2, Halldór 2, Hjalti Þór 1, Anton 1).Fiskuð víti: 4 (Atli Rúnar 3, Halldór 1).Utan vallar: 8 mínútur.Dómarar: Brynjar Einarsson og Vilbergur Sverisson. Gerðu nokkur klaufaleg mistök.
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Sjá meira