Íslenski boltinn á morgun: 24 leikir á dagskrá 21. ágúst 2009 22:45 FH-ingar geta varið Íslandsmeistaratitil sinn á morgun. Mynd/E.Stefán Alls fara 24 leikir fram í Íslandsmótinu á Íslandi á morgun. Leikið er í öllum deildin meistaraflokkanna nema efstu deild kvenna sem hlé er á vegna EM. Við skulum líta á hvað verður að gerast. Pepsi-deild karla: FH getur orðið ÍslandsmeistariFH getur tryggt sér titilinn á morgun. Liðið á fimm leiki eftir og er ellefu stigum á undan Fylki. Til að verða meistari þarf FH að vinna Grindavík og Fylkir má ekki vinna Fjölni. Að sama skapi verður Fjölnir að vinna en ef liðið tapar gæti það lent langt á eftir öðrum liðum þar sem bæði ÍBV og Grindavík, sem eru í sætunum fyrir ofan, eiga eftir að leika tveimur leikjum fleiri en Fjölnir. Leikirnir á morgun: Fram-Stjarnan Valur-Breiðablik Fylkir-Fjölnir FH-Grindavík 1. deild karla: ÍA verður að vinna og HK getur komist í 2. sætiSkagamenn hreinlega verða að hysja upp um sig ef þeir ætla ekki að falla niður um tvær deildir á tveimur árum. Liðið er í slæmum málum eftir sigur Aftureldingar í gær og eiga erfiðan leik á Akureyri á morgun. ÍA er með 18 stig í 8. sæti en Afturelding er í 9. sætinu með 16 stig þegar fimm umferðir eru eftir, Afturelding á þó aðeins fjóra leiki eftir. HK tekur á móti Fjarðabyggð og þar sem Haukar töpuðu í kvöld getur liðið komist upp í 2. sætið. Víkingur frá Ólafsvík er svo gott sem fallið en það gæti verið staðfest eftir leikina á morgun. Leikirnir á morgun: HK-Fjarðabyggð KA-ÍA Víkingur Ólafsvík - Þór 2. deild karla: Spennandi barátta um sæti í 1. deild Það eru fjórir leikir í 2. deildinni á morgun. Topplið Gróttu er með 37 stig en Njarðvík getur með sigri komist í 35 stig. Reynir er með 31 stig og eiga erfiðan útileik á Króknum. Leikirnir á morgun: Víðir-BÍ/Bolungarvík Tindastóll-Reynir Sandgerði Höttur-KS/Leiftur Magni-Njarðvík 3. deild karla: Lokaumferðin um helgina Um helgina fer fram lokaumferðin í 3. deild karla og er hörð barátta um sæti í úrslitakeppninni á nokkrum vígstöðvum. Átta lið komast í úrslitakeppnina en hún hefst laugardaginn 29. ágúst þegar fyrri leikirnir í 8 liða úrslitum fara fram. Í A-riðli hefur Ýmir tryggt sér sæti í úrslitakeppninni en baráttan um hitt sætið stendur á milli Ægis og Sindra en þau mætast einmitt í Þorlákshöfn á morgun. Í B-riðlinum er ljóst að KFS og Álftanes komast í úrslitakeppnina en þrjú félög berjast um eitt sæti í C-riðli. KV hefur þegar tryggt sér efsta sætið en svo koma þrjú félög jöfn að stigum, Hvíti Riddarinn, KFG og Berserkir en Hvíti Riddarinn og KFG mætast í Mosfellsbænum á laugardaginn. Í D-riðli eru Völsungar öruggir á toppnum en Huginn og Dalvík/Reynir heyja baráttu um annað sætið.1. deild kvenna: Úrslitakeppnin hefst á morgun Á morgun hefst úrslitakeppni 1. deildar kvenna með fjórum leikjum og er um að ræða fyrri viðureignir í 8-liða úrslitum. Í 1. deild kvenna var leikið í tveimur riðlum og komust fjögur efstu lið hvors riðils í úrslitakeppnina og tekur nú við útsláttarkeppni. Viðureignirnar í 8-liða úrslitum eru: Völsungur - HK/Víkingur Sindri - ÍBV FH - Þróttur R. Selfoss - Haukar Síðari leikir viðureignanna fara svo fram þriðjudaginn 25. ágúst og undanúrslitin hefjast laugardaginn 29. ágúst. Íslenski boltinn Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi Sjá meira
Alls fara 24 leikir fram í Íslandsmótinu á Íslandi á morgun. Leikið er í öllum deildin meistaraflokkanna nema efstu deild kvenna sem hlé er á vegna EM. Við skulum líta á hvað verður að gerast. Pepsi-deild karla: FH getur orðið ÍslandsmeistariFH getur tryggt sér titilinn á morgun. Liðið á fimm leiki eftir og er ellefu stigum á undan Fylki. Til að verða meistari þarf FH að vinna Grindavík og Fylkir má ekki vinna Fjölni. Að sama skapi verður Fjölnir að vinna en ef liðið tapar gæti það lent langt á eftir öðrum liðum þar sem bæði ÍBV og Grindavík, sem eru í sætunum fyrir ofan, eiga eftir að leika tveimur leikjum fleiri en Fjölnir. Leikirnir á morgun: Fram-Stjarnan Valur-Breiðablik Fylkir-Fjölnir FH-Grindavík 1. deild karla: ÍA verður að vinna og HK getur komist í 2. sætiSkagamenn hreinlega verða að hysja upp um sig ef þeir ætla ekki að falla niður um tvær deildir á tveimur árum. Liðið er í slæmum málum eftir sigur Aftureldingar í gær og eiga erfiðan leik á Akureyri á morgun. ÍA er með 18 stig í 8. sæti en Afturelding er í 9. sætinu með 16 stig þegar fimm umferðir eru eftir, Afturelding á þó aðeins fjóra leiki eftir. HK tekur á móti Fjarðabyggð og þar sem Haukar töpuðu í kvöld getur liðið komist upp í 2. sætið. Víkingur frá Ólafsvík er svo gott sem fallið en það gæti verið staðfest eftir leikina á morgun. Leikirnir á morgun: HK-Fjarðabyggð KA-ÍA Víkingur Ólafsvík - Þór 2. deild karla: Spennandi barátta um sæti í 1. deild Það eru fjórir leikir í 2. deildinni á morgun. Topplið Gróttu er með 37 stig en Njarðvík getur með sigri komist í 35 stig. Reynir er með 31 stig og eiga erfiðan útileik á Króknum. Leikirnir á morgun: Víðir-BÍ/Bolungarvík Tindastóll-Reynir Sandgerði Höttur-KS/Leiftur Magni-Njarðvík 3. deild karla: Lokaumferðin um helgina Um helgina fer fram lokaumferðin í 3. deild karla og er hörð barátta um sæti í úrslitakeppninni á nokkrum vígstöðvum. Átta lið komast í úrslitakeppnina en hún hefst laugardaginn 29. ágúst þegar fyrri leikirnir í 8 liða úrslitum fara fram. Í A-riðli hefur Ýmir tryggt sér sæti í úrslitakeppninni en baráttan um hitt sætið stendur á milli Ægis og Sindra en þau mætast einmitt í Þorlákshöfn á morgun. Í B-riðlinum er ljóst að KFS og Álftanes komast í úrslitakeppnina en þrjú félög berjast um eitt sæti í C-riðli. KV hefur þegar tryggt sér efsta sætið en svo koma þrjú félög jöfn að stigum, Hvíti Riddarinn, KFG og Berserkir en Hvíti Riddarinn og KFG mætast í Mosfellsbænum á laugardaginn. Í D-riðli eru Völsungar öruggir á toppnum en Huginn og Dalvík/Reynir heyja baráttu um annað sætið.1. deild kvenna: Úrslitakeppnin hefst á morgun Á morgun hefst úrslitakeppni 1. deildar kvenna með fjórum leikjum og er um að ræða fyrri viðureignir í 8-liða úrslitum. Í 1. deild kvenna var leikið í tveimur riðlum og komust fjögur efstu lið hvors riðils í úrslitakeppnina og tekur nú við útsláttarkeppni. Viðureignirnar í 8-liða úrslitum eru: Völsungur - HK/Víkingur Sindri - ÍBV FH - Þróttur R. Selfoss - Haukar Síðari leikir viðureignanna fara svo fram þriðjudaginn 25. ágúst og undanúrslitin hefjast laugardaginn 29. ágúst.
Íslenski boltinn Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi Sjá meira