Körfubolti

118 kílóa miðherji á leið á Krókinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kenney Boyd
Kenney Boyd Mynd/Heimasíða Morehouse
Tindastólsmenn eru búnir að finna eftirmann Amani Bin Daanish fyrir seinni hluta Iceland Express deildarinnar. Sá kappi er ekki að minni gerðinni en hinn 206 sm og 118 kíló Kenney Boyd hefur samið við Tindastól um að klára tímabilið í Skagafirðinum.

Kenney er 27 ára gamall og útskrifaðist úr Morehouse háskólanum síðastliðið vor. Þar var hann með 16,5 stig, 9,5 fráköst og 2,7 stoðsendingar á síðasta tímabili en Morehouse leikur í 2. deild háskólaboltans.

„Það er ekki spurning að okkur hefur vantað natural miðherja í liðið og ég tel að með því að kalla slíkan mann til leiks, komi liðið til með að taka skref fram á við. Þessi leikmaður er þyngri og sterkari en Amani og er með góðar pósthreyfingar og einnig hefur hann gott auga fyrir opnum mönnum í kring um sig," sagði Karl í viðtali við heimasíðu Tindastóls.

„Amani var ekki slæmur leikmaður, alls ekki, hann bara hentaði okkur einfaldlega ekki nógu vel. Við erum alltaf að leita eftir því hvernig við getum styrkt liðið okkar, bæði innan þess og með utanaðkomandi aðstoð og það var einfaldlega okkar mat á þessum tímapunkti að skipta, " bætti Karl við í viðtalinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×