Körfubolti

Hvernig koma kanalausir Keflvíkingar til baka á móti KR?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fannar Ólafsson og KR-liðið unnu alla sjö leikina á móti Keflavík í fyrra.
Fannar Ólafsson og KR-liðið unnu alla sjö leikina á móti Keflavík í fyrra. Mynd/Stefán
Keflvíkingar fengu slæman skell á móti nágrönnum sínum í Njarðvík í síðasta leik sínum í Iceland Express deild karla og ráku í kjölfarið kanann sinn Rashon Clark. Keflvíkingar fá tækifæri til að endurvekja stoltið þegar þeir taka á móti Íslandsmeisturum KR í Toyota-höllinni í Keflavík klukkan 19.15 í kvöld.

Keflvíkingar voru búnir að vinna sex leiki í röð þegar þeir töpuðu á móti lærisveinum Sigurðar Ingimundarsonar í Njarðvík á mánudagskvöldið. Bæði lið Keflavíkur og KR eiga það sameiginlegt að hafa tapað á móti Njarðvík og Stjörnunni en unnið alla hina leiki sína. Liðin eru sem stendur hlið við hlið í töflunni með 14 stig.

Keflavík hefur einnig harma að hefna síðan á síðasta tímabili þegar liðið tapaði öllum sjö leikjum sínum á móti KR: tveimur í deildinni, einum í Powerade-bikarnum, einum í Subwaybikarnum og þremur í úrslitakeppninni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×