Körfubolti

Sigurður Gunnar með tröllaleik í Hveragerði

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hörður Axel Vilhjálmsson skoraði 23 stig fyrir Keflavík í kvöld.
Hörður Axel Vilhjálmsson skoraði 23 stig fyrir Keflavík í kvöld. Mynd/Stefán

Keflvíkingar unnu öruggan 29 stiga sigur á Hamar, 74-103, í Hveragerði í Iceland Express deild karla í kvöld en þetta var síðasti leikur liðanna fyrir jólafrí.

Keflavík náði öruggum forskoti í upphafi leiks og var þrettán stigum yfir eftir fyrsta leikhluta, 28-13. Hamar náði að minnka muninn í 11 stig fyrir hálfleik, 32-43, en sigur Keflavíkurliðsins var samt aldrei í mikilli hættu í seinni hálfleiknum.

Sigurður Gunnar Þorsteinsson átti stórleik hjá Keflavík og var með 23 stig, 21 frákast, 6 varin skot og 5 stoðsendingar. Hörður Axel Vilhjálmsson var einnig með 23 stig fyrir Keflavíkurliðið.

Andre Dabney skoraði 25 stig fyrir Hamarsliðið en hann hitti aðeins úr 8 af 27 skotum sínum og allt liðið hitti aðeins úr 24 af 84 skotum sínum í leiknum sem gerir aðeins 29 prósent skotnýtingu.

Keflvíkingar náðu þar með að enda tveggja leikja taphrinu með þessum sigri en liðið hafði tapað tveimur síðustu leikjum sínum á móti KR og Njarðvík.

Keflvíkingar eru áfram í 4. sæti deildarinar tveimur stigum á eftir toppliðum Stjörnunnar, Njarðvíkur og KR.

Hamar-Keflavík 74-103 (32-43)

Stig Hamars: Andre Dabney 25, Marvin Valdimarsson 14 (9 fráköst), Svavar Páll Pálsson 13, Viðar Hafsteinsson 10, Oddur Ólafsson 5 (5 stoðsendingar), Ragnar Nathanaelsson 4 (13 fráköst), Páll Helgason 3.

Stig Keflavíkur: Sigurður Gunnar Þorsteinsson 23 (21 fráköst, 6 varin, 5 stoðsendingar), Hörður Axel Vilhjálmsson 23, Gunnar Einarsson 18, Almar Stefán Guðbrandsson 8, Þröstur Leó Jóhannsson 7, Jóhann Finnsson 7, Jón Norðdal Hafsteinsson 4, Sverrir Þór Sverrisson 4, Davíð Þór Jónsson 4, Guðmundur Auðunn Gunnarsson 3, Elentínus Margeirsson 2,

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×