Fótbolti

Eiður Smári spilaði seinni hálfleikinn í jafntefli Barcelona og Chivas

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen með nokkrum félögum sínum í liði Barcelona.
Eiður Smári Guðjohnsen með nokkrum félögum sínum í liði Barcelona. Mynd/AFP

Barcelona gerði 1-1 jafntefli við Chivas í San Francisco í síðasta æfingaleik sínum fyrir tímabilið. Barcelona lenti undir í leiknum í upphafi síðari hálfleiks en Bojan Krkic jafnaði metin á 63. mínútu.

Eiður Smári Guðjohnsen kom inn á sem varamaður í hálfleik fyrir Seydou Keita og lék því sem miðjumaður í þessum leik en ekki framherji eins og í þeim síðasta.

Pep Guardiola, þjálfari Barcelona gerði átta skiptingar í hálfleik og það voru aðeins Víctor Valdés, Dani Alves og Pedro Rodríguez sem spiluðu áfram. Alves lagði upp jöfnunarmarkið fyrir Bojan.

Lionel Messi, Thierry Henry og Pedro Rodríguez byrjuðu í framlínu Barcelona en Xavi, Yaya Touré og Seydou Keita voru á miðjunni.

Barcelona lék því fimm æfingaleiki fyrir tímabilið, vann þrjá þeirra (Al-Ahly, LA Galaxy og Seattle) og gerði tvö jafntefli (Tottenham og Chivas).






Fleiri fréttir

Sjá meira


×