Fótbolti

Eiður Smári í heimsókn á Nou Camp

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eiður Smári í leik með Barcelona.
Eiður Smári í leik með Barcelona. Nordic Photos / AFP

Eiður Smári Guðjohnsen sá leik Barcelona og Real Zaragoza á Nou Camp í gær en Börsungar unnu 6-1 stórsigur í leiknum.

Hann sagði að það hefði verið gaman að sjá sitt gamla lið en hann fór frá Börsungum í sumar og gekk þá til liðs við Monaco í Frakklandi. Eiður Smári er nú meiddur og gat því ekki spilað með sínum mönnum um helgina.

Eiður var í spjalli á sjónvarpsstöð Barcelona, Barca TV, og sagði að leikurinn hafi verið dæmigerður fyrir sitt gamla lið, mikið um sendingar og fallegan fótbolta.

Honum fannst einnig mikið til Zlatan Ibrahimovic koma en hann kom til Barca í sumar frá Inter og skoraði tvö mörk í leiknum í gær - sjö alls í sjö deildarleikjum með Barca.

„Fjölskyldan mín býr hér í Barcelona en þetta var í fyrsta sinn sem ég gat heimsótt mína gömlu félaga. Ég vildi endilega heilsa upp á þá," er haft eftir Eiði í spænskum fjölmiðlum.

Hann bætti því við að sér hafi reynst erfitt að aðlagast franska boltanum en að hann ætti von á því að það myndi lagast fljótlega.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×