Akureyrarstúlkur gerðu ekki góða ferð í bæinn um helgina. Þær töpuðu fyrir Fylki í gær og svo fyrir Haukum í dag, 33-20.
Haukar í öðru sæti deildarinnar með 16 stig eða tveimur stigum á eftir toppliði Vals. Haukar hafa þó leikið einum leik meira.
KA/Þór í næstneðsta sæti deildarinnar með aðeins þrjú stig.
Haukar-KA/Þór 33-20 (14-12)
Mörk Hauka: Erna Þráinsdóttir 8, Hanna Guðrún Stefánsdóttir 6, Ester Óskarsdóttir 5, Ramune Pekarskyte 5, Nína B. Arnfinnsdóttir 4, Þórunn Friðriksdóttir 4.
Mörk KA/Þórs: Martha Hermannsdóttir 5, Arna Erlingsdóttir 5, Inga Dís Sigurðardóttir 5, Unnur Ómarsdóttir 3, Ásdís Sigurðardóttir 2.