Leiðin áfram Jón Sigurðsson skrifar 14. júlí 2009 06:00 Nú herðir að á Íslandi. Á næstu misserum má búast við margs konar erfiðleikum og mótlæti. Einu sinni var talað um móðuharðindi af mannavöldum, og þau orð geta átt við nú. Opinber fjármál eru eins og brimskafl. Atvinnuleysi er orðið verulegt og mun aukast. Erfiðleikar margfaldast í atvinnulífinu. Háir vextir, gjaldmiðill, gjaldeyrishöft og tafir við endurmótun bankanna gera illt verra. Margar fjölskyldur standa frammi fyrir vaxandi erfiðleikum, tekjumissi og óvissu um eignir sínar. Við þessar aðstæður virðist langsótt að tala um þjóðarstolt, þjóðarmetnað og þjóðlega samstöðu. Þó er það svo að einmitt við þessar aðstæður þurfum við mest á þessu að halda. Einmitt í þessum svifum getum við líka minnst þess að Íslendingar hafa áður í sögunni horft fram í sorta - en haft sigur. Við verðum að standa á rétti okkar. Þjóðin á réttmætar kröfur á hendur þeim sem sannast á að hafi brotið lög. En skyndiréttvísi og bráðahefndir ber að forðast. Og menn verða að greina á milli sakar og mannlegra mistaka. Þjóðin á líka hendur sínar að verja gegn erlendu ofurefli. Umdeilanlegar ástæður valda því að íslenska þjóðin verður að taka á sig drápsklyfjar skulda. Við getum valið að leggja alla áherslu á sjálfsvorkunn og ásakanir. Þjóðin kemst samt ekki undan miklum greiðslum. Við getum valið þann kost að útiloka okkur frá samstarfi við nágrannaþjóðirnar. Við munum líka komast af á því einstigi. En þá þyngjast byrðarnar að mun. Þegar á allt er litið vilja Íslendingar það ekki. Íslendingar vilja mannast á heimsins hátt og taka þátt í sameiginlegri framtíð. Mörg dæmi eru til um þjóðir sem lent hafa í sambærilegum erfiðleikum og Íslendingar nú. Dæmi eru um þjóðir sem tókust á við erfiðleikana af þjóðarstolti og þjóðlegum metnaði og mættu heiminum sem heiðarlegir borgunarmenn. Þessar þjóðir bera höfuðið hátt. Þær eru fyrirmyndir. Til þess að komast í gegnum erfiðleikana verðum við að standa vel saman. Menn verða að leggja áherslu á að hjálpast að. Nú verður ekki hægt að heimta allt af ríkinu eða krefjast úrlausna þaðan. Þeim mun meiri þörf er á samhjálp og þjóðlegri samstöðu. Ekki verður séð hversu lengi þessir erfiðleikar standa. En engar forsendur eru til að gera ráð fyrir fljótum bata því að flest bendir til langvarandi erfiðleika í hagkerfum nágrannaþjóðanna. Þetta él getur staðið um árabil. Þeim mun fremur þurfa Íslendingar þá að taka þétt saman á verkefnunum. Þjóðrækni, samvinna og kristni hafa ekki verið í tísku um langt skeið. Þau gleymast í græðginni og efnishyggjunni. En í þeim eru ómetanleg verðmæti. Þau eru bjarghringir. Með samhjálp, samstöðu og þjóðarmetnaði má sigrast á mótlæti og erfiðleikum. Einmitt núna er þörf á að brýna þessar hugsjónir fyrir Íslendingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurðsson Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Nú herðir að á Íslandi. Á næstu misserum má búast við margs konar erfiðleikum og mótlæti. Einu sinni var talað um móðuharðindi af mannavöldum, og þau orð geta átt við nú. Opinber fjármál eru eins og brimskafl. Atvinnuleysi er orðið verulegt og mun aukast. Erfiðleikar margfaldast í atvinnulífinu. Háir vextir, gjaldmiðill, gjaldeyrishöft og tafir við endurmótun bankanna gera illt verra. Margar fjölskyldur standa frammi fyrir vaxandi erfiðleikum, tekjumissi og óvissu um eignir sínar. Við þessar aðstæður virðist langsótt að tala um þjóðarstolt, þjóðarmetnað og þjóðlega samstöðu. Þó er það svo að einmitt við þessar aðstæður þurfum við mest á þessu að halda. Einmitt í þessum svifum getum við líka minnst þess að Íslendingar hafa áður í sögunni horft fram í sorta - en haft sigur. Við verðum að standa á rétti okkar. Þjóðin á réttmætar kröfur á hendur þeim sem sannast á að hafi brotið lög. En skyndiréttvísi og bráðahefndir ber að forðast. Og menn verða að greina á milli sakar og mannlegra mistaka. Þjóðin á líka hendur sínar að verja gegn erlendu ofurefli. Umdeilanlegar ástæður valda því að íslenska þjóðin verður að taka á sig drápsklyfjar skulda. Við getum valið að leggja alla áherslu á sjálfsvorkunn og ásakanir. Þjóðin kemst samt ekki undan miklum greiðslum. Við getum valið þann kost að útiloka okkur frá samstarfi við nágrannaþjóðirnar. Við munum líka komast af á því einstigi. En þá þyngjast byrðarnar að mun. Þegar á allt er litið vilja Íslendingar það ekki. Íslendingar vilja mannast á heimsins hátt og taka þátt í sameiginlegri framtíð. Mörg dæmi eru til um þjóðir sem lent hafa í sambærilegum erfiðleikum og Íslendingar nú. Dæmi eru um þjóðir sem tókust á við erfiðleikana af þjóðarstolti og þjóðlegum metnaði og mættu heiminum sem heiðarlegir borgunarmenn. Þessar þjóðir bera höfuðið hátt. Þær eru fyrirmyndir. Til þess að komast í gegnum erfiðleikana verðum við að standa vel saman. Menn verða að leggja áherslu á að hjálpast að. Nú verður ekki hægt að heimta allt af ríkinu eða krefjast úrlausna þaðan. Þeim mun meiri þörf er á samhjálp og þjóðlegri samstöðu. Ekki verður séð hversu lengi þessir erfiðleikar standa. En engar forsendur eru til að gera ráð fyrir fljótum bata því að flest bendir til langvarandi erfiðleika í hagkerfum nágrannaþjóðanna. Þetta él getur staðið um árabil. Þeim mun fremur þurfa Íslendingar þá að taka þétt saman á verkefnunum. Þjóðrækni, samvinna og kristni hafa ekki verið í tísku um langt skeið. Þau gleymast í græðginni og efnishyggjunni. En í þeim eru ómetanleg verðmæti. Þau eru bjarghringir. Með samhjálp, samstöðu og þjóðarmetnaði má sigrast á mótlæti og erfiðleikum. Einmitt núna er þörf á að brýna þessar hugsjónir fyrir Íslendingum.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun