Fótbolti

Stelpurnar okkar fengu háttvísiverðlaun fyrir EM í Finnlandi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Katrín Jónsdóttir, fyrirliði kvennalandsliðsins, þakkar íslenskum áhorfendum fyrir allan stuðninginn á EM.
Katrín Jónsdóttir, fyrirliði kvennalandsliðsins, þakkar íslenskum áhorfendum fyrir allan stuðninginn á EM. Mynd/ÓskarÓ

Íslenska kvennalandsliðið fékk háttvísiverðlaunin á EM í Finnlandi í sumar. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari veitir verðlaununum viðtöku í Nyon í Sviss í dag í tengslum við ráðstefnu fyrir landsliðsþjálfara A landsliða kvenna í Evrópu og fræðslustjóra aðildarlanda UEFA.

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, tekur við háttvísisverðlaunum við hátíðarkvöldverð í kvöld og það verður Karen Espelund varaformaður kvennanefndar UEFA, sem mun afhenda honum verðlaunin.

Samkvæmt heimasíðu KSÍ eru ýmis atriði höfð til hliðsjónar þegar háttvísiverðlaun UEFA eru annars vegar þeirra á meðal: spjöld, framkoma leikmanna og aðstandenda, jákvæður leikur og framkoma áhorfenda svo eitthvað sé nefnt.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×