Fótbolti

Real gefst upp á Alonso - De Rossi næstur á blaði

Ómar Þorgeirsson skrifar
Daniele De Rossi.
Daniele De Rossi. Nordic photos/AFP

Samkvæmt breskum og spænskum fjölmiðlum hafa forráðamenn Real Madrid gefið upp vonina á að krækja í spænska miðjumanninn Xabi Alonso frá Liverpool og hafa nú beint athyglinni að ítalska miðjumanninum Daniele De Rossi hjá Roma.

Rómverjar eru þó alls ekki á því að missa sinn mann og Gazzetta dello Sport heldur því fram að Roma vilji fá 35 milljónir punda fyrir ítalska landsliðsmanninn en Real Madrid sé aðeins tilbúið að greiða 25 milljónir punda.

De Rossi væri samt sem áður ódýrari kostur en Alonso en Liverpool er talið vilja fá 40 milljónir punda fyrir leikmanninn.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×